Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 12

Skírnir - 01.04.1908, Side 12
108 Konráð Gíslason. margbreytinn«. — Þarna var Konráð kominn, og líklega gerði hann sér upp myrkfælnina til að ná aftur sáttum við vin sinn. Þá kvað hann erindið: Alt var kyrt og alt var hljótt, en eitthvað heyrði eg tísta ótt i húsi því. Mér í burtu flýtti eg fljótt, því fara vildi eg ekki um nótt í klamarí. Konráð háttaði síðan hjá Jónasi. Svona segir Páll frá þessu og er það nokkuð á annan veg en sagt er frá í Sunnanfara I, 2. Og saga Páls kemur betur heim við niðurlagsorðið. Erindið er allgott dæmi kveðskaparins hjá Konráði. En ærslin voru tíðast um of, og sáralitið er hafandi yfir. Skrítið, að Konráði virtist vera hugarhaldið um það allra- síðustu árin, að erindin sín gömlu geymdust, hann kendi þau bæði Indriða og dr. Jóni. Honum var orðin svo eigin- leg handrita-varðveizlan. Gáskinn gat komið upp í hinum þungbúna alvöru- manni. Þegar hann fekk leiðarstjörnu-heiðursmerkið sænska, hampaði hann málminum framan í gest sinn og sagði: »Einhvern tíma hefði maður reynt að koma þessu i peninga, Guðmundur!« Annar maður en Indriði, sem mest hafði persónuleg kynni af Konráði síðustu árin, var Guðmundur Þorláksson málfræðingur. Hann naut námsins — og Skagaf'jarðar. Þorbjörg á Hólum, ekkja síra Benedikts og dóttir sira Jóns Konráðssonar á Mælifelli bað Guðmund að bera »Konráði litla« kveðju. Hann var þá reyndar meira en hálfsjötugur, en hún var enn þá í huganum prófastsdótt- irin með námssveininn fyrir framan sig. Þar, á Mælifelli, steig Konráð fyrstu sporin á mentabrautinni, og mintist hann þess með hlýjum huga. Geta má þess, þótt ofursmátt sé, en mannlýsing er í þvír að lengi vel þéraði Konráð systurson sinn. Hitt var ekki

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.