Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 35

Skírnir - 01.04.1908, Side 35
Peningaverðið á Islandi. 131 til þess sanna verðs, að þær eru að öllu villandi. Verzl- unin við Island var þá rekin svo, að oft var meira boðið í innlendu vöruna, en á nokkurn hátt gat fengist fyrir hana á útlendum markaði, þótt hvorki væri reiknað flutn- ingskaup né annar kostnaður, sem á hana átti að fnUa. Verðlagsskrárnar á þeim árum eru þess vegna ekki reikn- aðar eftir peningaverði í rauninni, heldur eftir nafnverði, eins og verðlagsskrárnar fyrir 1820. Munurinn sá einn, að fyrir 1820 var farið eftir nafnverði á bréfpeningum, en 1870—80 er reiknað eftir nafnverði á einhverju, sem ekki er til, því að peningar fengust ekki í verzlunum á þeim dögum, nema fyrir hesta og sauði, sem Englending- ar voru þá að byrja að kaupa. Allur skaðinn við að kaupa innlendu vöruna og allur annar kostnaður við verzl- unina var lagður á aðfiuttu vöruna eingöngu. Það sem á haua var lagt urðu ef til vill 40—50% af verði hennar í stórkaupum. Við þetta varð söluverð á aðfiuttri vöru 10—20% hærra en það þurfti að vera, og verð útfiuttu vörunnar 10—15% hærra en átti að vera. Þetta verzl- unarástaud var kallað »svikamyllnan«. Allir verzlunarmenn fengu vörur í búðinni, sem þeir voru í, með alt öðru verði en aðrir kaupendur, og allir, sem höfðu peninga- laun, reyndu að komast hjá búðarverðlaginu með því að panta. sem mest af nauðsynjum sínum frá útlöndum. Um það leyti byrjuðu innlendu verzlunarfélögin af þessum ástæðum víðast hvar. Við þetta verð hækkar verðlagið í verðlagsskránni 1875 á ull, kjöti, tólg, fiski, lýsi, öllum matvörum og sauðfénaði; sömuleiðis á fiðri, eða hér um bil öllum þeim vörutegundum, sem teknar eru hér að framan, líklegast um 10—15%. Svo er annað atriði var- hugavert. 1873 lögleiddu öll Norðurlönd gullpeninga í stað silfurpeninga. Um það leyti, sem lögin voru samin í nefndinni, fengust 15 pund af silfri fyrir 1 pund af gulli;, en 1875 fengust 18 pund af silfri fyrir 1 pund af gulli. 1875 hafa íslendingar ekkert til að borga útlendar skuldir með nema silfur, en silfrið er fallið um 20%; því staf- ar líka, að vörur, sem eru keyptar fyrir silfur, verða að' *9

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.