Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 53

Skírnir - 01.04.1908, Side 53
Leo Tolstoj. 119 um sig lijá lionum áður. Margs konar angur og efasemdir gerðu vart við sig, margs Konar gátur og spurningar trufi- uðu huga hans, en hann kæfði þær niður lengi vel, og mun hjónabandssælan hafa átt góðan þátt í að sefa hugar- stríð hans um sinn. En svo fóru leikar um síðir, að engiu bönd fengu haldið lengur. Spurningin: »Hver er tilgang- ur lífsins, lífs míns?« knúði æ fastar á dyr hjá honum og varð að lyktum svo nærgöngul, að honum þótti sem hann fengi eigi af borið, ef eigi væri leyst úr henni. Voru auðæfui markmið lífsins? Hann fekk manna mest ritlaun fyrir bækur sínar og átti þar á ofau 20,000 ekrur lands í Samarafylki. Hann mátti því heita stórauðugur maður, og þó var hann ekki ánægður. En setjum nú svo, að honum tækist að safna tvöfalt eða þrefalt meiri auð, mundi það geta fullnægt honum? Og þótt það kynni að fullnægja honum í svipinn, — mátti hann ekki eiga voti á því að dauðinn kæmi þá og þegar og svifti hann öllu saman? Því nteira sem hann bygði velferð sina og ánægju á auðnum, því ægilegri hlaut dauðinn að verða í augum hans. Gat hjúskapar- og heimilislánið þá ekki fullnægt hon- um, ást konu og barna? Var ekki tilgangi lífsins náð með því? Þar stóð af'tur grimmur dauðinn og ógnaði eigi að eins honum sjálfum, heldur einnig ástvinum hans. Var það ekki hræðileg og hörmuleg tilhugsun, að hann og þau urðu að deyja og skilja? Honum þótti því bersýnilegt, að hjúskapar- og heimilislífið fengi eigi ráðið gátuna eða leyst úr spurningunni um tilgang lífsins. En orðstírinn og frægðin! Hann var í þann veginn að geta sér heimsfrægð fyrir skáldrit sín, og »orðstír deyr aldrei, hveim sér góðan getr,» segir spakmælið- Hann spurði sjálfan sig, hvort það mundi fullnægja sér ef hann gæti sér aðra eins skáldfrægð eða meiri en Shakespeare eða Moliére, en honum þótti sein svo væri eigi. Ritverk mannsins lifa hann að vísu, en samt eru þau örlögum tímans háð og íyrnast er aldir

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.