Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 61

Skírnir - 01.08.1913, Side 61
Heimur versnandi fer. (Fyrirlestur um hnignun og úrkynjun hvítra manna, fluttur d Akureyri í jan. 1913). Meðan eg dvaldi í Edinaborg í fyrravetur var það eitt sinn, er eg var staddur við uppskurð á oinu sjúkrahúsinu þar, að þangað bar að ókunnugan mann, sem snéri sér til mín, og bað mig um að koma sér á framfæri við yfir- læknirinn. Þetta voru fyrstu tildrögin til þess að eg kyntist dr. Kellogg, sem er frægur vísindamaður í Ame- ríku, og nafnkendastur allra lækna, sem eru »vegetaríanar« og berjast fyrir því að menn leggi niður að neyta kjöts og fiskjar, en lifi mestmegnis á jurtafæðu. Eg hefi skrifast á við þennan mann síðan, og haft mikla ánægju af bréfum hans, en auk þess hefir hann sent mér mörg af ritum sínum, og hefi eg lært margt gott af þeim. Kellogg hefir spurt mig mikið um lifnaðarháttu Islend- inga. Það hefir verið honum mikið undrunarefni að vér mörlandarnir skulum ekki vera búnir að hálfdrepa okkur á öllu voru kjöt- og fiskáti gegnum aldaraðir. En eg hefi huggað hann með því að við höfum haft grasagrauta og rojólk og seinast en ekki sízt, skyrið okkar góða, sem ef til vill hefir haldið heilsu okkar við — það sem hún er — fram á þennan dag. Samkvæmt ósk hans, hefi eg sent honum dálítið af súru skyri, sem hann ætlar að láta rann- saka fyrir mig vísindalega, og sem hann þar að auki ætl- ar að nota sem þétta til að geta búið sér til skyrslettu sjálfur.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.