Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1916, Page 3

Skírnir - 01.01.1916, Page 3
Skírnir. Matthias áttræður. £ Jón Loftsson stýrði næstum öllu landinu og Snorri Sturluson ólst upp. Varð hann nú að stunda búskap, og er mælt, að honum hafi þar vel búnast. En útsækinn var hann enn. Hann brá sér utan 1885. Hann flyzt búferlum til Akureyrar 1887 og hefir síðan átt þar heima. Hann fær lausn frá prestskap árið 1900 og 2000 kr. eftirlaun. Hann hefir ekki hætt utanferðum sínum, þótt aldur hafi færst yfir hann. Hvað eftir annað hefir hann skroppið út fyrir hafið, og 1893 fór hann til Vesturheims, á Chicagosýning- una miklu. Hefir víst enginn íslenzkur prestur farið líkt því eins oft utan og hann. Hefir hann þó oftast verið félítill. Sýna þessar utanferðir sérkennileik hans. Svipar honum í þessu til elzta þjóðskálds vors, Egils Skallagríms- sonar, sem eirði ekki lengi heima í einu. Forfeður vorir skildu ekki þessa útþrá Egils og eignuðu hana fjölkyngi Gunnhildar kongamóður. Vér vitum, að hún er göfugs eðlis, Braga ættar, og fylgja margra andans manna. Þá er talin eru svokölluð trúnaðarstörf og stöður hversdagsmanna, getið hjúskapar þeirra og barna, er lokið æfisögu þeirra. Þá byrjar sérsaga afreksmanna og afar- menna. Ef rent er augum yfir verk og æfikjör síra Matthíasar, sést óðara, að svo mikið liggur eftir hann, að það skipar honum á bekk með afburðamönnum þjóðar vorrar. Hann lýkur ekki námi fyr en um þrítugt, verður síðan að hafa bókmentastörf og andlegar iðkanir í hjá- verkum, þar til hann er hálfsjötugur, gegnir erfiðum presta- köllum, fæst við búskap og kenslu, á við þröngvan fjár- hag og mikla ómegð að stríða og verður oft að eyða orku í að sjá sér þar úrræði og útvegi. Alt fyrir þetta er hann ljóðfrjóasta þjóðskáld vort. Ljóðmæli hans, þýdd og frum- ort, eru 5 bindi, en ekki alllítið hefir bæzt við, síðan þau komu út. En þau eru ekki nema nokkur hluti verka hans. Hann hefir þýtt nokkur ágætustu skáldrit heimsins á vora fálesnu tungu. Hann hefir glímt við skáldtröllin brezku, Byron og Shakespeare, þýtt »Manfred« með hinni mestu snild, »Othello<, »Iiomeo og Júlíu«, »Hamlet« og »Macbeth«. Auk þess hefir hann þýtt »Brand« Ibsens og l*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.