Alþýðublaðið - 02.12.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.12.1959, Blaðsíða 4
Otgefandi: Alþýðuflokkurlnn. — Framkvæmdastjórl: Ingolfur Krtstjínaaon. — Ritstjórar: Benedikt Grðndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgl Sæmtmdsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björa- Tln Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- Ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðain* Hverfisgata 8—10. Örlagaríkur misskilningur EFNAHAGSMÁLIN hafa nokkuð verið rædd á alþingi undanfarið 'í maraþoni stjónarandstöð- unnar. Tilgarigur Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins með þeim umræðum er að reyna að telja þjóðinni trú um ágætan viðskilnað vinstri stjórnarinnar fyrir ári síðan. Þá var allt i stak- asta lagi. Síðan á allt að hafa hallazt á ógæfuhlið. Vinstri stjórnin kom ýmsu góðu til leiðar, en þessi vegsömun á viðskilnaði hennar í efnahags- málunum kemur mönnum óneitanlega spánskt fyrir sjónir. Satt að segja gegnir mikilli furðu, ef Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið muna ekki betur það> sem gerðist í desember í fyrra, en ætla má af orðum stjórnarandstöðunn- ar á alþingi þessa dagana. Hermann Jónasson komst svo að orði í þing ræðu í fyrrinótt, að prýðilega hafi verið séð fyr- ir þörfum ríkissjóðs og útflutningssjóðs af vinstri stjórninni, þegar hún fór frá völdum, og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins þess vegna erft gull og græna skóga. Nefndi Hermnn töl- ur þessajri fullyrðingu sinni til ríijkstuðninigs. Segjum, að þetta muni satt og rétt. Göngum út frá því, að vinstri stjórnin hafi skilið við efna- hagsmálin í dýrð og als^elu. En hvers vegna í ósköpunum kom þá til sögunnar sá ágreining- ur Framsóknarflokksins og Alþýðuhandalagsins um efnahagsmálin, sem varð vinstri stjórninni að falli? Var deilt um fúlgur í sjóðum? Hingað til hafa menn haldið, að peningarnir hafi verið of fáir, en ekki of margir. Framsóknarflokkurinln og Alþýðubandalagið spörkuðust á út úr yinstri stjórninni vegna á- greinings um efnahagsmálin. Nú skiptir hann auð vitað engu máli. Flokkarnir eru komnir í sameig- inlega stjórnarandstöðu og hafa tengzt sterkum ástarböndum. En þá er reynt að telja þjóðinni trú um, að ágreiningurinn fyrir ári síðan hafi enginn verið. Vinstri stjórnin á að hafa farið frá völdum af misskilningi. En örlagaríkur hefur sá misskilningur verið, ef marka má líðan Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins í stjórnarandstöðunni. Fræðslurif um sögu éslenzku handrifanna gefid úf ÞANN 28. sept. 1958 var Menningarfél. íslenzkrar æsku stofnað af nokkrum ungmenn- Um í Reykjavík. Félaginu var strax í byrjun astlaður sá tilgangur að vera bakhjallur að ýmiss konar fræðslu- og kynningarstarfsemi meðal æskufólks og einnig að reyna að skapa skilning og á- ihuga hjá hinni upprennandi æsku íslands á ýmsum menn- ingar- og framfaramálum. Samkvæmt lögum félgasins tekur það ekki afstöðu til n'kj- andi stjórnmálastefna. :?5j2$SF ; FRÆÐSLURIT. Félagið ákvað að gefa út fræðslurit um sögu handritanna og gangast fyrir kynningu á handritunum meðal æskufólks. S. 1. sumar leitaði stjórn félags ins hófanna hjá Jónasi Kristj- ánssyni, skjalaverði, að hann tæki að sér samningu þessa bæklings. Einnig ræddi síjórn félagsins við fræðslumálayfir- völdin um, að einum íslenzku- tíma í tilteknum framhaldsskól- um yrði varið til dreyfingar bæklingsins og kynningar á handritunum meðal nemenda. (Þetta varð að ráði. Tilgangur bæklingsins er að kynna æsku- fólki sögu handritanna, og einn ig helztu rök íslendinga fyrir Framhald á 3. síðu. Hannes ýíf Málþóf er skemmdar- verk. Dæmi frá alþingi. Um skipakost ís- lendinga. MÁLÞÓF. Það er ljótf orð og leiðinlegt. Málþóf er oftast skemmdarverk, einstaka sinn- um, þegar tilviljun veldur mjög slæmri fundarsókn í félagi þar sem vitað er að ákveðinn meiri- hluti er fyrir hendi, og minni- hluti ætlar sér að nota tækifæri, koma meirihlutanum í opna skjöldu og knýja fram örlagarík- ar samþykktir, er málþóf réttlæt anlegt, én alls ekki öðruvísi. MÁLÞÓF FRAMSÓKNAR- . MANNA og kommúnista á al- þingi nú er skemmdarverk, ekki gagnvart ríkisstjórninni, heldur gagnvart alþingi sjálfu og þjóö- arheildinni. Enginn lætur sér detta í hug að málþófin í alþirigi nú breyti nokkru um afstöðu þingmeirihlutans. Tilvitanir Framsóknarmanna í söguna, Ijóðalestur, fimbulfambið um heima og geima, sem gripið er til til þess að lengja málbófið, breytir engu um afstöðu meiri- hlutans. MENN GETA DEILT um það, hvort gott sé eða ekki að fresta þinghaldi nú og hvað lengi, en fyrs vitað er að ríkisstjórnin og sá meirihluti, sem hún styðst við, er ákveðin í að fresta þingi, þá eru margra sólarhringa málþófs- umræður ekki til annars en að eyða fé og skaða þjóðina. Það er vert fyrir almenning að taka vel eftir svona skemmdarverk- um, því að þau eru bezta dæm- ið um það, hvað ábyrgðartilfinn ingin gagnvart þjóðinni stendur djúpt hjá b°im mönnum, sem hafa þau í frammi. h o r n i n u VALTÝR STEFÁNSSON Var alltaf meiri blaðamaður en stjórnmálamaður. Ég sagði það fyrir löngu, að Valtýr hafði í sér neistann. Hann hefði orðið blaða maður á heimsmælikvarða við aðrar aðstæður hefoi hann ekki þurft að standa í pólitísku stríði daginn út og daginn inn, enda var eins og allt annar maður héldi á pennanum þegar hann skrifaði viðtöl og frásagnir af atburðum en þegar hann skrif- aði pólitískar skammir. BIRGIR KJARAN hefur gefið út safn viðtala Valtýs. Síðasta bindið kom út fyrir nokkrum dögum. Ég óttaðist að þriðja bindið yrði slappt, en svo reynd- ist ekki vera. í öllum bindunum þegar viðtölin og frásagnirnar koma í .eina heild, má lesa merkilega þjóðarsögu í heila öld eða meir. Þetta er eins og mynst- ur, sem sýnir manni ótrúlega heild og merkilega. Nú er útgáf unni lokið. Þetta er orðið mikið verk. Ég hélt ekki að Valtýr hefði skrifað svona mörg viðtöl, en blaðamennskuferill hans er orðinn langur. J. Ó. SKRIFAR: „Á sl. 15 ár- um höfum við íslendingar eign- ast mörg ný flutningaskip, sem flytja vörur að og frá landinu. Fyrst ber þar að nefna skip Eim- skipafélags íslands h.f., SÍS- skipin, skip Jökla h.f., skip Eim skipafélags Reykjavíkur h.f., ríkisskipin og loks nýja flutn- ingaskipið verzlunarmannanna. VIRÐIST NÚ SVO, að sæmi- lega sé nú að verða séð fyrir flutningi að og frá landinu. Sem entsflutningar frá útlandinu úr sögunni, áburðarflutningurinn stórminnkað og hverfur á næstu árum. En útflutningsframleiðsl- an eykst með stækkandi skipa- flota og vaxandi tækni. Þetta er og verður gjaldeyrissparnaður, heldur en að flytja þetta með er- lendum skipum. En hví erum við þá enn að nota erlend skip til flutninganna? ÞAÐ ER HRYGGILEGT til þess að vita að fyrirtæki, sem flytja út hundruð eða þúsundir lesta af sjávarafurðum, skuli sumpart flytja útflutningsvör- urnar með erlendum ksipum. Og því verra ef hálfopinber fyrir- tæki eiga hér hlut að máli. Og hér er um að ræða útflutnings- vöru, sem ríkissjóður greiðir uppbætur á. Eða eigum við of mikið af gjaldeyri? ÞAÐ VERÐUR að vænta þess, að lestarúm hinna íslenzku flutn ingaskipa sé notað eins og út- flutningsþörfin krefur, en því miður munu einhver brögð vera að því eins og fyrr greinir, að erlend skip taki íslenzkar út- flutningsvörur til útflutnings. Þetta verður að hætta og það strax. Einu sinni auglýsti Eim- skipafélag íslands h.f. þannig: ALLT MEÐ EIMSKIP. Ég vænti að þessi auglýsing sé enn í gildi. Þó býst ég við að flestir vildu breyta auglýsingu þessari þann- ig: Allt með íslenzkum skipum. ELDRI MENN MUNA þegar ekkert íslenzkt flutningaskip var hér til og allt var flutt með erlendum skipum, bæði varning ur og fólk. Voru þetta helzt dönsk skip. Ég veit að þeir, sem muna þá tíma, láta sér ekki koma í hug, að stuðla að því á- standi aftur, og sem við vonum að komi aldrei aftur. Þegar Danskurinn skipaði farþegum fyrir um borð í skipum sínum, eins og um fénað væri að ræða, en ekki fólk. ÞEIR HINIR YNGRI MENN, sem ekki þekkja gamla tímann nægilega vel, ættu að kynna sér ástandið þá, og feta í fótspor þeirra, sem lagt hafa fram mann dóm sinn og vit til að gera Is- lendinga óháða erlendum þjóð- um hvað viðkemur fluningi að og frá landinu. Það var stór þátt ur og giftudrjúgur í sjálfstæðis- baráttunni. Þetta skyldum við vel muna í dag og láta ekki stundarhagnað villa okkur sýli. Hér geta líka gjaldeyrisyfirvöld- in ráðið miklu og hér verða þau að nota vald sitt. Allir góðir ís- lendingar hljóta að styrðja kröf- una: Allt með íslenzkum skip- um að og frá landinu,“ TIL ERU þeir, sem yndi hafa af ferðalögum vegna landsins, sem þeir ferðast um. Þeir ferðast eins og landkönn- uðir. Þeir eru alltaf að upp- götva ný lönd og koma til staða, sem þeim voru áður ó- þekktir, með fögnuð landkann aðarins í huga. Það er nú orðið ærið lítið um þá landkönnun, sem áður þótti mest spennandi. Maður- inn hefur nú kannag flesta staði jarðarinnar, utan haf- djúp og hella. Aðeins tiltölu- Sæmd heiðurs- merkjum FORSETI Islands hefur hinn 27. nóvember 1959, að tillögu orðunefndar, sæmt þessa íslend inga heiðursmerkjum hinnar íslenzku fálkaorðu: Ungfrú Maríu P. Maack, yf- irhj úkrunarkonu, Reykjavík, riddarakrossi fyrir hjúkrunar- störf og störf að mannúðarmál- um. Séra Svein Víking, fyrrv. biskupsritara, riddarakrossi, — fyrir embættisstörf. lega litlir flákar eru enn ó- kannaðir á þurru landi, helzt í Suður-Ameríku, Nýju Gui- neu og svo auðvitað Suður- skautslandið. Og ekki er lík- legt að könnun geimsins komi í staðinn fyrir landkönnunina að þessu leyti í bili. En fyrir skömmu var farin könnunarferð, sem mikla at- hygli vakti meðal þessara manna. Það var för Sir Vivi- en Fuchs og Sir Edmund Hil- larys yfir Suðurskautslandið. Sú för minnti á svaðilfarir hinnar fornu landkönnunar, hótt, tæknin sé nú búin að levsa flest mestu vandamál heimskautaferðanna. Hún minnti á hina dirfskufullu á- ætlun Shackletons um för yf- ir jökulísinn með viðkomu á Suðurskautinu, og í veruleg- um atriðum var könnunaráætl unin ,nú byggð á hugmyndurn Shackletons. Þeir Sir Vivien Fuchs og Sir Edmund Hillary hafa fyr- ir nokkru sent frá sér bók um ferðalagið, og sú bók er nú út komin í íslenzkri þýðingu Guðmundar Arnlaugssonar hiá Bókaútgáfunni Skuggsjá. Bókin mælir með sér sjálf og em fögur orð um hana í sjálfu sér óþörf. Hún er fagurlega útgefin, myndir einkar sér- kenndegar og fagrar og vel unnar á allan hátt. Frásögnin er skýr og umbúðalaus, ef til vill heldur lík skýrslu, en það skiptir ekki verulegu máli. Frásagnir landkannaða bera oftast hinn sterka blæ vilja og atorku, einhverrar dular- fuilrar, óbifanlegrar ákvörð- unar, jafnframt sterkri til- finningu fyrir einkennum þess lands, sem þeir eru að s'gra, einkennum þess, sál þess. Þýðingin er einstaklega vandvirknislega gerð. Slík bók er mikill fengur þeim hópi manna, sem unna ferða- lögum og landkönnun. S. H. Bazar Kvenfélags Alþýðufiokksins BAZAR Kvenfélags Alþýðu- flokksins í Reykjavík verður n. k. fimmtudag í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Félagskonur eru beðnar að koma munum til hverfisstjór anna, eða fyrir hádegi í Alþýðu húsið, gengið inn frá Hverfis- götu. <£ 2. des. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.