Þjóðólfur - 08.05.1880, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.05.1880, Blaðsíða 2
50 Dapur er dagur, Dimm þá moldin hylur Mikilmennið, Jnn Siynrðsson; Sár er vor missir, Svíður oss undin, Af svörtum skýjum skyggist von. Fjallkonan faldar Harmahjúpi dökkum, Titrar hrygð gegnum tindafjöll; Yordögg á vengi Verður að tárum Og sorgleg fugla sönglög öll. Hvað má oss hugga? Heiður hans vér eigum, Nafn hans geislum á grafreit slær; Föðurlands framtíð Frjófgar hans andi; Við leiði hans vort lífsvor grær. Eeiat er vort merki Eöddin sama hljómar, Fyrrum hvetjandi fram á leið; Söm lýsir sólin, Fram, fram og skundum Hið morgunfagra manndómsskeið. Nú hófst gangan til dómkirkjunnar. Fyrst gekk sveit Helga Helgasonar og blés sorgargöngu (mareh), þá gengustú- dentar og sveinar lærða skólans með merki sín, þá líkfylgdin í sömu röð og áður er frá sagt, og fór líkgangan fram með fyllsta skipulagi og kyrð, uns dómkirkjan öll var fullskipuð, en allt það fólk, sem ekki fékk rúm inni, skipaði sér úti fyrir og hafði hljótt um sig. Dyra kirkjunnar og stiga til lopt- anna, gættu hermenn frá «Ingólfi», stóðu þrír þeirra hvoru megin á stigapöllum forkirkjunnar og heilsuðu með brugðnum sverðum meðan líkfylgdin gekk inn. Líkin voru sett á palla tjaldaða svörtu klæði og krönsum skreytta, er stóðu framan- vert við kórinn. Kvennfólk, er aðgöngumiða hafði fengið til loptanna, hafði farið fyrir og var allt komið til sætis, er lík- fylgdin sjálf kom og aðaldyrum kirkjunnar var lokið upp. Niðri í kirkjunni var líkfylgdinni skipað til sætis innan frá og utareptir eins og bekkir tóku, þannig, að þeir fremstu í göngunni sátu innstir. Líkburðarmennirnir skipuðu sér beggja vegna við kisturnar fyrir framan kórinn; inni í kórn- um sátu prestar, en stúdentar og piltar stóðu undir merkjum sínum í þéttum röðum eptir kirkjugólfinu. Hvað búnað dóm- kirkjunnar snertir, höfðu svört tjöld verið hengd innanvertvið kórdyrabogann þannig, að inn í kórnum sást lítið annað en altarið með töfiunni yfir og skírnarfonturinn. Gráturnar voru tjaldaðar svörtu með bogadregnum blómsveigum. Fyrir fram- an kórdyrnar stóðu svartklæddir ljósastöplar, sinn hvoru meg- in. Öll kirkjan var og ljósum prýdd. Prédikunarstóllinn og himininn yfir honum var tjaldaður svörtum blæjum, en niður frá loptsvölunum allt umhverfis skip kirkjunnar og organlopt- ið var tjaldað svörtu; blómkransar héngu á miðjum megin- stoðum kirkjunnar og tveir á brún organloptsins. Binnig voru ljósahjálmar og kertapípur sveipaðar svörtum blæjum. Hin hátíðlega athöfn í kirkjunni hófst litlu fyrir hádegi með eptirfylgjandi sálmi: Beyg kné þín, fólk vors föðurlands, finn fjötur Drottinn leysti.' Krjúp fram í dag á fótskör hans, Sem fallið kyn vort reisti: ]?á háskinn stóð sem hæst, Var hjálp og miskunn næst; Oss þjáðu þúsund bönd, En þá kom Drottins hönd Og lét oss lífi halda. 0 Herra Guð! hve lágt, hve lágt Var lands vors ástand fallið: pá kvað við rödd svo hvellt og hátt, Vér heyrðum guðdómskallið. Með fagurt frelsismál, Með fjör og eld í sál, Að hefja hverja stétt, Að heimta landsins rétt, |>ú gafst oss talsmann trúan. 0 Guð, þín miskunn meiri er En megi sál vor skilja; Hvert ljós, sem kemur, lýsir, fer, Oss les þau orð þíns vilja: Lær sanna tign þín sjálfs, Ver sjálfur hreinn og frjáls; f>á skapast frelsið fyrst, Og fyrir Jesúm Krist Skal dauðans Qötur falla. Svo margan góðan gaf þín náð Og gæzka vorum lýði, Að vera sverð og vísdómsráð í veiku þjóðarstríði. Með sigurvon í sorg Vér syngjum : Guð, vor borg, Sjá, lögð og rudd er leið, Sem liggur ofar deyð Til frelsis himiníjalla! þ>á sté fram Hallyrímvr Sveinsson, dómkirkjuprestur, og hélt líkræðu. fá var sunginn þessi söngur: í Guðs nafni heimkomin! — Hvíl þig nú önd í honum er sigurinn gefur. Og brúðurin enn við hans aðra hönd Sem elskan og trúfestin sefur! En fyrst, er hann sveif yfir sviplegan mar, Eann sólin á móðurlands tindum, Og næturþoka vors þjóðernis var Að þynnast af árdegis-vindum. Og fyrst er hann kvaddi sitt fornhelga láð, Und fegurðar gullhjálmi skygðum, Kom Guðs rödd og sagði: "J>ú drýgja skalt dáð, Og duga þíns fósturlands byggðum!» f>á sór hann að hræðast ei hatur og völd Né heilaga köllun að svíkja, Og ritaði djúpt á sinn riddaraskjöld Sitt rausnarorð: «aidrei að víkja!» Svo fór hann og sigldi með þjóðmærings þor í þessarar köllunar nafni, Sem fulltrúi kjörinn og forseti vor Með frelsisins merkið í stafni. Svo kom hann og sigldi með sækonungs þrek Og sigur-orð, fullhuginn slingi, Og öndverður stóð hann og aldregi vék Með ægishjálminn á þingi. þ>ví optar til Fróns sem hið skrautbúna skip Með skörunginn hugprúða rendi, J>ví betur það þekkti sig sjálft í hans svip, Og sæmdir og tign sína kendi. þ>ér, ísland, var sendur sá flugandinn frjáls, Með fornaldar-atgjörvi sína, Að kynna þér verðleik og kosti þín sjálfs, Og keuna þér ákvörðun þína. Nú,breiðir sig dagur um hlíðar og hól. — Ó herra, sem gefur og tekur, Haf vegsemd og lof fyrir sérhverja sól, Er sumar á jörðunni vekur! Haf vegsemd og lof fyrir þennan þinn þjón, Og þá sem hann elskaði heitast. — Vor þjóðhetja hnigin er. Frelsaðu Frón, Ó Faðir, sem kant ei að þreytast. Vor hjálpari lifir. — Svo hvíldu þig önd í honum, er sigurinn gefur; Og brúðirin eins, er við aðra hönd, Sem elskan og trúfestin sefur. J>á hélt sira Matthías Jochumsson ræðu, og eptir það hófst fylgjandi sorgarsöngur (Cantate): Recitativ og Kór. Grát þú, ísland! Fölva fjallasali Faldar dökku sorgin stríð. Gegn um þína grýttu dali Gengur þjóðbraut fyr og síð: Sorgarbrautin, rudd af raunum. Eekur þú í dag þín spor? Sérðu fátt af sigurlaunum? Sérðu lítið frelsisvor? Viltu, móðir, horfi halda? Hvar skal enda djúpið kalda? Solo (Sopran). Fjallkonan hefur sitt harmalag: •Hjartað stynur af mæði:

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.