Þjóðólfur - 22.09.1884, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.09.1884, Blaðsíða 3
143 í einu af nefndarálitum þessum (úr Dala- sýslu) er að eins f almennum orðum farið fram á, «að þjóðfundrinn komi því fyrir- komulagi og skipun á stjórn íslands og samband við Danmerkr-ríki, að þjóðinni verði sem hollast og hagkvæmast» o. s. frv. En við neitunarvalds-spurningunni er ekki hreyft, hvorki til né frá. Hin sjö nefndar- álitin fara öll skorinort og eindregið fram á, að neitunarvaldið verði takmarkað, þannig að lög, sem þrjú alþing hvert á fœtr öðru samþykkja orðrétt, fái lagagildi hvort sem konungr vill samþykkja þau með undir- skrift sinni eða ekki. þetta var nú álit þjóðarinnar um 1850. Reynslan hefir nú sýnt og sannað þau 10 ár, sem alþingi hefir verið löggefandi, að konungr gjörist æ ósparari á að beita smu takmarkalausa synjunarvaldi. (Niðrlag næst). Kálgresi til fóðrs. Herra Nýtinn í Kálgarði. þér hafið i 34. blaði „þjóðólfs“ þ. á. skorað á búfræðing-a vora að gefa yðr og öðrum, sem rækta kálgarða, upplýsingu um, hversu fara skuli að geyma rófna og næpna kál (og jafn- vel kartöflugras) til vetrarfóðrs handa skepnum. Ég er yðr samdóma um það, að búfræðingar eigi að geta leiðbeint mönnum í þessu efni og ég tel sjálfsagt að þeir verði fúsir til þess, og að þeir gjöri það svo fljótt og vel sem þeim er unt. Ég fyrir mitt leyti hefi, þvi miðr, enga verklega reynslu i þessu efni, og get að því leyti engar upplýsingar gefið af sjálfs míns raun, en finn skyldu mína, að benda á það, sem ég veit réttast eftir öðrum, og leyfi mér því að setja hér reglur þær, sem einn nafn- kendr maðr gefr, um meðferð á þeim fóðrtegundum, sem eru vandþurkaðar, og þess vegna vandgeymdar, svo sem grænfóðr, blöð af rófum, rótávöxtum o. fl. Maðr þessi er inn nafnkunni bú- fræðingr Feiiberg. Hann segir: „Súrsun á grænfóðri, rótávöxtum og öðru, sem torvelt er að þurka, er ágætt meðal til að bjarga því frá skemdum; þar á móti er engin ástæða til að súrsa það fóðr, sem auðvelt er að þurka. Sérstaklega er vel fallið til súrsunar blöð og úrgangr af rófum, sem annars er torvelt að geyma, og er það ágætt fyrir mjólkurkýr á vetr- um; einnig það af rófunum, sem á að hafa til fóðrs seint á vorin, því að með því getr það geymzt fram á sumar án þess það rýrni að fóðrgildi1. Rófum og kartöflum, sem hafa frosið, veikum eða skemdum, verður einnig bjargað frá að verða að engu með því að súrsa þær svo fljótt sem því verðr við komið; kartöflurnar verðr þó að sjóða fyrst“. Aðferðin við að súrsa, er eftir regl- um Feilbergs hér um bil in sama sem hér er áðr kunnug af blöðum og ritum vorum2, og læt ég því nægja að benda yðr til innar ágætu ritgjörðar „um súr- hey“ í þ. á „Andvara“ eftir herra Torfa Bjarnason búfræðing í Ólafsdal. Um meðferð á kartöflugrasinu til fóðrs veit ég það eitt, að Norðmenn munu alment þurka það, og gefa sem annað þurt fóðr; annars láta þeir lítið af gæðum þess. Af ritgjörð um „súr- hey“ eftir búnaðarskólastjóra Land- mark sé ég, að hann hefir súrsað kar- töflugrasið, en það ekki viljað étast vel þannig meðhöndlað. Um fóðrgildi þess veit ég ekki; ég hefi ekkert séð um það. J>að er mikið gott að menn leiti leiðbeiningar inna svo kölluðu búfræð- inga bæði til að nota til fóðrs á þann bezta hátt alt, sem notað verðr, og til annars, sem að búnaði lýtr; en það eru ekki búfræðingarnir einir sem geta leiðbeint í búnaðinum; það eru einnig gamlir og greindir bændr, sem geta mjög mikið kent i búnaði með því (meira en til þessa hefir verið) að láta aðra vita, hver aðferð í þessu eða hinu hafi verið ábatamest, hver ábata minst. Að endingu óska ég, að þér, herra Nýtinn, og aðrir, gætuð fundið ein- hverja litla leiðbeiningu í þessum lín- um, sem ég hér með bið herra ritstjóra „þ>jóðólfs“ að ljá rúm í sínu heiðr- aða blaði. Á ferð um Kjósarsýslu, p. t. Miðdal í Mosfellssveit 17/,, 84. Éggert Finnsson. 1) Kóðrgildi kálrabi-káls i samanburði við bezta hey, virt til peninga, er þannig: hey 100 pd.=kr. 5,05. kál 100 „ — - 1.02. 2) Sjá t. d. „pjóðólf“ 12. tölubalð þessa ár- gangs. YND jJÓNS j3lGURðsSONAF(. Herra þorlákr Ó. 'jfóhnsson kaup- maðr hefir á sinn kostnað látið stein- prenta í Englandi stóra mynd af Jóni Sigurðssyni, inum ógleymanlega sann- kallaða föður sjálfsforræðis vors. Mynd þessi er stærri og vandaðri, en nokkur önnur mynd, er steinprent- uð hefir verið áðr af nokkrum íslend- ingi eða á kostnað nokkurs íslenzks manns. Hún. er 153/1 þuml. á breidd og 23 þuml. á hæð. Hún er lík og mæta-vel gjörð og vönduð, og mundi talin in mesta prýði-mynd hjá hverri þjóð. Álíka stórar og vandaðar mynd- ir eru erlendis varla seldar minna en 10 til 12 krónur. En herra f>orl. Ó. Jóhnsson hefir ekki sett hærra verð á hana en að eins eina krónu, svo að hver kotungr svo að segja getr eign- azt hana, ef hann vill. Er það jafnt velgjörð við ættjörð vora, að gefa henni svo auðveldan kost á, að hvert heimili geti eignazt mynd ins ástkæra öðlings, eins og það er ræktarlega gjört af hr. J>. Ó. J. að heiðra þannig minningu frænda síns. Enginn íslendingr, sem vill eiga fallega mynd á stofuvegg sínum, getr verið þektr fyrir að láta þessa mynd vanta þar. Fríkyrkjan. Sungið í samsœti, sem ið riddaralausa ís- lendingafélag hélt séra Lárusi Halldórssyni 22. dag ágnstmán. 1884 í Kaupmh.. |>að er undur, hvað þeir hafa barizt Heima vorir nýju-kyrkju menn ; J>að er snild, hvc vel þeir hafa varizt, Varla trúlegt að þoir lifi enn. Jú, þeir ennþá björg úr vegi brjóta, Berjast ennþá karlmannlóga við Pornar venjur, þindarlausa þrjóta, þetta gamla, seiga Skuldar-lið. Spyrji einhvor um það, hvað þeir meina Eða vinni, þótt þeir sigri nú, þá er auðvelt þúsund svör að greina þeim, sem annars skilja nokkra trú; I það líf, sem guð og trúin gefur, Getur aldrei nokkur maður leitt Kyrkju, þar sem söfnuðurinn sefur, Söfnuð, þar sem enginn hugsar neitt. því vér glaðir þakkir vorar færum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.