Þjóðólfur - 20.05.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.05.1892, Blaðsíða 1
Kemnr ít 6. föBtudög- um — Verö á,rg. (60 arka) 1 ■» 4 kr. Erlendis 5 br. — Borgist fyrlr 15. Júli- JÓÐÓLFU R. Uppsögn Bkrifleg, bundin vlö dramót, ógild nema bomi til útgefanda tyrlr 1. obtóber. XLIV. árg. Reykjavík, föstudaginn 20. nxaí 1892. Nr. 24. Þingmenn næst. Eptir séra Gkiðmund Ghiðmundsson í Gufudal. kjósa skuli eða eigi, t. d. Gunnar Halldórs- son, séra Benedikt Kristjánsson, séra Sig* urður Jensson o. fl. fylgismaður sjálfstjórnarflokksins, en að öðru leyti hefur ekki kveðið svo mjög að lionum á þingi, og er því liklegt, að ís- firðingar vilji senda meiri skörung á næsta þing. Væri eðlilegast, að lir. Skúli Thor- oddsen yrði þingmaður þar (ásamt séra Sigurði Stefánssyni), en Eyfirðingar kysu einhvern innanhéraðsmann. Heyrzt hefur, að Barðstrendingar muni ætla að hafna Sigurði prófasti Jenssyni, og hafi augastað á séra G-uðmundi í Gfufu- dal sem þingmanni í hans stað og teljum vér ekki að því, því að séra Gfuðmundur er áhugamaður, einarður og mælskur vel. Um skoðun hans í stjórnarskrármálinu er oss reyndar ekki fullkunnugt, en vér ef- umst ekki um, að hann muni fylla flokk þeirra manna, er halda fram sjálfstjórnar- kröfum vorum óskertum. Um þá þingmenn (9 alls), er greinar- höf. vill ekki láta endurkjósa, er það skjót- ast að segja, að vér finnum enga ástæðu til að mæla sérstaklega með neinum þeirra til endurkosningar. Sumir þeirra munu heldur ekki gefa kost á sér (t. d. dr. Gr. Thomsen) og er því ekki um þá að tala. Af hinum mun Sighvatur Árnason og séra Páll Ólafsson hafa mestar líkur til að ná endurkosningu, og höfum vér ekki neitt sérlegt á móti þeim. Sighvatur er greindur maður og gætinn og vanur þingstörfum, en farinn heldur að linast til framsóknar, sem eðlilegt er. En auk þessara, sem greinarhöf. vili hafna, eru nokkrir fleiri, sem oss þykir vafasamt, hvort kjósa skuli, og hefur ver- ið minnzt á suma þeirra rækilega í ,.Þjóð- viljanum unga“. Þá er vér fáum nánari fregnir um, hverjir nýir ætli að bjóða sig fram í kjördæmum landsins, munum vér láta í ljósi álit vort um þessi þing- mannaefni og bera þá saman við hina eldri eptir beztu vitund, og eptir því sem oss er kunnugt um. Þeir sem liugsa um að bjóða sig fram til þingmennsku, ættu nú sem fyrst að gera kjósendum sínum aðvart um það, svo að þeir viti nógu snemma á hverjum þeir eigi völ. Einnig ættu kjósendur í hverju héraði nú þegar að bindast saratökum til undirbúnings und- ir kosningarnar og skora sem allrafyrst á þá menn, að bjóða sig fram til þingsetu, II. 5. Orímur Thomsen (þm. Borgfirðinga). Hann tekur nú fast að eldast og er því ekki líklegt, að hann bjóðist aptur til þingsetu. En skyldi hann bjóða sig fram, teljum vér óráðlegt hann að kjósa. Satt er það, að engi frýr honum vits, og víst hefur hann haft þingmannshæfileika í bezta lagi; en vér fáum eigi betur séð en mest öll þingmennska hans hafi verið skilminga- leikur einn, ýmist háður gegn stjórninni, Þjóðinni eða einstökum þingmönnum, án alvöru og fastrar stefnu. 6. Jönas Jönassen (þm. Reykvíkinga). Dr. Jónassen hefur hlotið lof sem læknir, en virðist ekki vera hneigður til að fást við stjórnmál, laus við að vera framgjarn, og ekki lieldur áhugamikill sem íhaldsmaður. Er því erfitt að sjá, hvað hann ætti að hvetja til þingmennsku lengur. Vilji Reyk- víkingar kjósa þann mann, er stjórninni fylgi í ágreiningsmálum, væri óskandi, að þeir kysu þann einn, sem engum hróður hefði að glata. Það er ávallt mjög sárt, þá er mjög nýtir menn villast á glapstigu í stjórnmálum og rýra með því gengi sitt og orðstír. 7. Séra Páll Ólafsson (þm. Stranda- manna). Að honum virðist lítið kveða, og mundi því ráð fyrir kjósendur lians, að senda skörung meiri, ef hans væri kost- ur. 8- Friðrih Stefánsson (þm. Skagfirðinga). Það ætti naumast að þurfa að andmæla þessum þingmanni, því það mætti telja hið mesta glappaskot, ef hann yrði endurkos- inn. Að vorum dómi hefur hann flesta þá hluti til að bera, er þingmanni ekki sæmir að hafa, grunnhyggni í landsmálum, fljót- færni í dómum, og hviklyndi í sannfær- ingu. 9. Þorvarður Kjerulf (þm. Norðurmúla- sýslu). Hann er einn með atkvæðaminnstu þingmönnum; mælir naumast orð frá munni og starfar ekki mjög í nefndum. Virðist þingmennska ótöm. Auk þeirra, sem nú hafa verið taldir, eru þeir nokkrir, sem vafasamara er, hvort Um þá 4 þm., er kjörnir voru til síð- asta þings, treystum vér oss eigi að fella ákveðinn dóm að sinni. Atlis. ritstj. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, birtist upphaf greinar þessar- ar í 9. nr. „Þjóðólfs“ 19. febr. þ. á., en af vissum ástæðum, sem óþarft er að gera frekar grein fyrir, hefur prentun fram- haldsins dregizt nokkuð lengi, sem oss þykir vert að afsaka. Jafnvel þótt vér ekki að öllu leyti séum samdóma skoðun- um hins háttvirta höf. um hvern einstak- an þingmann, er hann vill hafna, erum vér samt alveg samþykkir aðalstefnu greinar- innar: að nauðsyn beri ti] að vinsa úr hinum núverandi þingmönnum og setja aðra yngri, áhugameiri og ótrauðari full- trúa í stað sumra þeirra, því að næsta þing þarf sannarlega á nýjum kröptum að halda. En vandlega verða kjósendur að gæta þess, er þeir hafna gömlum og reynd- um þingmönnum, að þeir velji í þeirra stað þá eina, er taki hinum eldri fram, svo að ekki verði hin síðari villan argari hinni fyrri. Umskiptin verða að vera til bóta; að öðrum kosti eru þau þýðingar- laus. Að því er þá þingmenn snertir, er greinarhöf. telur vafasamt, hvort kjósa skuli, viljum vér geta þess, að séra Bene- dikt Kristjánsson hefur jafnan komið fram sem mjög frjálslyndur þingmaður, og þótt hann sé nú tekinn allmjög að eldast, ber þess vel að gæta, að hann er enn ern og ungur í anda, og það skiptir mestu, því að enginn má skilja orð vor svo, að ára- talan ein geri menn óhæfa til þingmennsku. Nei, þvert á móti. Frjálslyndi fer ekki jafn- an eptir aldri, eins og kunnugt er. En hitt er venjulegra, að áhugi, fjör og framtakssemi þverri með aldrinum og skoðanirnar verði meir og meir á eptir tímanum, eða einstreng- ingslegar, og þá er slík apturför kemur.ber- sýnilega í ljós með aldrinum, er sjálfsagt að hafna þeim manni og láta einhvern ungan framfaramann skipa sæti hans. Um Gunnar í Skálavík skal þess getið, að hann hefur jafnan verið einbeittur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.