Þjóðólfur - 01.02.1898, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 01.02.1898, Blaðsíða 4
24 Nýjar vörur með ,Laura til Jurtapottar af ýmsum stærðum komu nú með „Laura" til verzlunar Sturlu Jónssonar. verzlunarinnar ,EDINBORG‘. Fataefni og tilbúinn fatnaður fæst bezt- ur og ódýrastur í verzlun Sturlu Jónssonar. V efnaðarvörudeild.: Silfursilkið orðlagða Hvít léreft margskonar Hv. og misl. vasaklútar Gólfvaxdúkur Tvististauin breiðu Fataefni handa körlum Höfuðsjöl — Vetrarsjöl Moleskinn (buxnaefni handa þeim, sem eru við grjótvinnu). Kvennregnhlifar. Regnkápurnar þekktu handa konum og körlum. Flókahúfur. Myndarammar og margt fleira. N ýlendu vörudei I d Chocolade: Blok- Husholdnings- ísafold — Járnstipti — Rörsöm Kapskór Eldspítur Eldspíturnar þægilegu Sardínur Skósverta Stangasápa Fry’s Cocoa. Appelsínur og Epli Fiskhnífar Teið ágæta á 1.50. Pakkhúsdeild: Prjónavélar Eiskilínur 4 'ffi Segldúkur Nr. 1, 2, 3, 4, 5 Baunir klofnar —3 ® Manilla 1—4 Bankabygg —21/2 ‘S — „— tjargaður 1 »/2—4 Maismjöl —2 Netagarn ágætt Knúsað bygg. —-„— 1V2 ® Kaffi, Kandís, Melis, Púðursykur, Export, Jarðepli, Blý. og margt, margt fleira. Ásgeir Sigurðsson. Farfi allskonar, kítti, rúðugler gott og í stórum skífum, Fernis- og Terpentínolía ný- komið með „Laura" í verzlun Sturlu Jánssonar. Kartöflur, Laukur, Syltetau, Sardínur, Kjöt, Ananas, Ostur og m. fl. nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Hattar, Húfur, Waterproof-Kápur, Regn- hlífar og m. fl. nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Fyrirlestur um adventista fstutt yfiriit yfir trúaratriði þeirra) verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu á sunnu- dag kl. 2 síðdegis. Inngangur ókeypis. D. Ostlund. Frímerlti. Munið eptir, að enginn gefur meira fyr- ir íslenzk frímerki en Ólafur Sveinsson gullsmiður, Rvík. Kol og Steinolía fást bezt og ódýr- Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. 22 hann einmitt seinna heldur en venjulega. Þegar hún hafði bund- ið hálsklútinn hans og kysst hann að skilnaði, stóð hún kyr og horfði á eptir honum, þangað til hann hvarf í myrkrinu; síðan fór hún aptur inn, lagði aptur í ofninn, kveikti ljós og settist við sauma, alls ósmeikvið það, að vera ein allt kveldið í hinu af- skekkta brautarstöðvarhúsi. Þegar hún var orðin þreytt aðsauma tók hún sálmabókina sína og las í henni, þangað til augu henn- ar ósjálfrátt lukust aptur og hún sofnaði. Hún vaknaði við, að klukkan sló 11 og í því bili, er hún opnaði augun varð hún hrædd við, að sjá að handfanginu á hurðinni var hægt og hljóðlaust snúið, eins og einhver reyndi að opna hana að utanverðu. Þessi hurð vissi út að stéttinni, en það vildi svo vel til, að hún hafði tvílæst henni, þegar faðir hennar fór. Blóðið stirðnaði í æðum hennar af hræðslu og hún var þegar í stað glaðvakandl. Hún neytti allrar heyrnar sinnar til þess að hlusta, en hún heyrði ekkert nem.a tístið í úrinu og hið hæga átak vindarins í málþræðinum fyrir utan. Hún ein- blíndi á dyrnar mjög langan tíma, að því er henni virtist, en það sást engin hreyfing á handfanginu, svo að hún sneri sér loks við og huggaði sig við, að það sem hún hefði séð fyr, hefði að eins verið ímyndun. Það var nú orðið áliðið nætur og það gat ekki hjá því farið, að faðir hennar færi að koma heim; þess vegna ætlaði hún að taka allt til niðri, fara svo upp og leggjast ofan á rúmið, án þess að afklæða sig, til þess að hún gæti þegar í stað lokið upp, er faðir hennar berði á hurð- ina. Meg var ekki um að ganga um húsið, þareð hún rétt áð- ur hafði orðið svo hrædd, en herti samt upp hugann og fór til þess að vitja um, hvort dyr og gluggar væru aptur og eldur- inn slokknaður. Þegar hún hafði gengið úr skugga um það, 23 tók hún ljósið sitt og fór upp stigann, sem lá upp að svefn- herbergjunum uppi á loptinu. Þegar hún hafði farið inn í her- bergi föður síns og orðið þess vís, að peningakassinn var f dragkistunni, eins og vant var, fór hún inn í herbergi sitt; glugginn á því var á apturhlið hússins og vissi út að veginum, sem lá niður til þorpsins. Hún var nú orðin alveg róleg aptur og sannfærð um, að hreyfingin, sem hún sá á lásnum, hefði að eins verið ímyndun. Blómsveigurinn, sem Dick hafði komið með, stóð á borðinu hjá henni; hún settist niður og fór að þefa af blómunum. Hún tók nú samt að verða óróleg, af því að faðir hennar var enn ekki kominn hcim og miðnætti var komið. Hún sat þarna nokkra stund, þangað til eitthvað allt í einu slóst við gluggann; hún flýtti sér að glugganum og dró gluggatjöldin til hliðar. Það var fullt tungl, en himininn var alþakinn skýjum, svo að það var ekkert tunglsljós, en það var þó nógu bjart til þess, að hún gæti séð Dick Carradus, sem var þar fyrir neðan og benti henni. Hún varð þegár í stað hrædd við þá hugsun, að eitthvað hefði orðið að föður sínum og Dick hefði komið til að segja henni það; hún opnaði þessvegna þegar gluggann og Dick kallaði upp til hennar: „Faðir yðar hefur fengið slag niðri í veitingahúsinu og eg kem til þess að sækja yður þangað; Meg flýtið yður nú að búa yður út«. Dick stóð á opnu svæði 10 —12 álnir frá húsinu og sást hann þar greinilega; til vinstri handar við hann og lengra frá húsinu var skúr, sem tilheyrði brautarstöðinni; á meðan Dick talaði við hana, sá hún greinilega höfuð og axlir af manni, sem gægðist á bak við skúr þennan, eins og hann væri að hlera og dró sig síðan aptur í hlé, auðsjáanlega með þeirri ætlun, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.