Þjóðólfur - 07.10.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.10.1898, Blaðsíða 1
■ ÞJOÐOLFUR 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. október 1898. Nr. 46, Takið eptir! Munið eptir, að fyrir aðeins eina krónu geta nýir kaupendur að Þjóðólfi 1899 fengið það sem ókomið er út af þessa árs árgangi eða 15 tölublöð og þar á meðal fimmtíu ára minningarblað Þjóðólfs með myndum. Sé næsti árgangur jafnframt borgaður fyrirfram um leið og pantað er, fær kaup- andinn enn fremur í þokkabót: Þrenn sögusöfn Þjóðólfs 1895, 1896, 1897. Betri kjör hefur ekkert blað nokkru sinni boðið kaupendum sínum. UXT' Pantið Þjóðólf í tíma. J)C l»jóðólfur kemur lit tvlevar í nœstu viku. Hvað á að gera? Hvar í víðri veröld nema hér á íslandi mundi innlendum mönnum haldast það uppi, að leggja lag sitt við útlendan þorparalýð, og hjálpa honum á allar lundir til að fótum- troða landsins lög og ganga þar að auki fremstir í flokki til að svívirða sína eigin landa í orði og verkif Og þó þegja þeir um þetta sem bezt vita, og kæra það ekki, hugsa að það sé ekki til neins, því verði ekki anzað á hærri stöðum o. s. frv., eða þá að þeir þora ekki framan að þessum pilt- um — þessum Efíaltesarmökum, er skáka í því skjólinu, að þeim haldist allt uppi, jafn- vel þótt þeir svívirðiduglítiðogkjarkvana ýfir- vald, þá er það leitast við að gegna skyldu sinni. Eg fyrir mitt leyti hef þá skoðun, að sú spilling á hugsunarhætti og drengskap manna hér við Faxaflóa, er botnverplarnir hafavald- ið, sé svo ískyggileg, að hér verði að taka alvarlega í taumana til að sporna gegn frek- ari áhrifum í þá átt. Hlutverk næsta alþing- is verður meðal annars, að finna ráð til þess, að þessi útlendi sjómannaskrfll verði oss eigi algerlega til tortímingar, andlega og efnalega, að íbúar hér við Faxaflóa og annarsstaðar við strendur landsins, verði ekki ánauðugir þrælar og samvizkulaus verkfæri í höndum þessara spillvirkja, en til þess er ekki nema «itt ráð og það er, að þingið veiti öflugan Cjárstyrk allsherjarfiskiveiðafélagi íslenzku, er áður hafi myndazt t. d. fyrir alít Suður- og Vesturland, að minnsta kosti, því að í smá- um stíl hjálpar það ekki. í félagi þessu. er hefði aðalstöð sína í Reykjavík, ættu að vera öll seglskip, sem nú er haldið út til fiskiveiða í þessum tveimur landsfjórðungum, og svo yrðu keypt gufuskip til viðauka, þannig að aukningin yrði ávallt fólginígufu- skipum, en seglskipin gengju smátt og smátt úr skaptinu. Það er einnig mjög sennilegt, að hið danska fiskiveiðafélag „Dan" væri fúst til að ganga inn í þetta félag, og það væri mikill og góður styrkur. Styrkur sá, er landssjóður veitti, þyrfti t. d. ekki að vera meiri, en sem samsvaraði árstekjum þeim, er reikna mætti að rynnu í landssjóð frá félaginu fyrstu io árin. Það er hætt við, að mörgum þyki þessi félagsstofnun svostór- kostleg, að um hana sé ekki að tala hér á landi, en sannleikurinn er nú sá, og því tjáir alls ekki að neita, að verði þetta eigi gert og það all bráðlega, þá fer allur sjáfarútvegur vor í hundana, áður en langt um líður, og íslendingar verða enskum botn- verplum að herfangi óhjákvæmilega. Það er og öldungis víst, að ef allir skipaútgerðar- menn syðra og vestra, sem margir eru dá- vel efnum búnir, ganga í eitt allsherjarfélag, og fá til þess styrk úr landssjóði, þá gæti það félag fullkomlega keppt við ensku botn- verplana, þá er stundir liðu, einkum þá er félag þetta ætti að ýmsu leyti hægra aðstöðu, en Englendingarnir, gæti t. d. haft sérstök skip til milliferða til að flytja fiskinn á mark- aðinn o. s. frv. Að öðru leyti er þýðingar- laust að sinni að fara nokkuð frekara út í fyrirkomulag slíks félags. Þetta er að eins bending til athugunar, enda er oss kunnugt um, að hreyfing einmitt í þessa átt er að vakna hjá einstökum mönnum, og þess vegna þarf að glæða hana og styrkja, því að hún stefnir óefað í öldungis rétta átt. Vér getum engu áorkað í þessu efni nema með einhverri stórfeldri sameiningu krapt- anna, og það þarf að gerast sem allra fyrst, því að biðin er hættuleg, eptir því sem nú stendur á, og ef vér hjálpum oss ekki sjálf- ir, þá gera aðrir það ekki. Það er ekki til neins, að mæna vonaraugum til Englendinga eða biðja þá með blíðum orðum að láta fiskimið vor í friði, því að þeir gera það ekki. Þeim þykja þau of uppgripamikil til þess. En hitt gera þeir alveg óbeðnir, að henda fá- einum þorskum í íslendinga, unz þeir verða svo elskir að þeim, að þeir geta ekki við þá skilið, samlagast þessum þorparalýð og verða þjónar hans í einu og öllu. Það er fyrirsjá- anlegt, að &vona fer, áður en langt um líð- ur, ef eigi eru skorður við reistar í tíma. Spell Jóns Bola eru ekki eingöngu fólgin í því að spilla fiskimiðum vorum, heldur í því að spilla þjóðinni og draga hana niður í sorpið, með því að drepa sjálfstæðis-ogsóma- tilfinningu einátaklingsins, er kemst í nokk- ur nánari kynni við hann, og láta hann danza á gröf sinnar eigin velferðar. Um fátækramálefnafrumvarp efri deildar 1897. * Eptir séta Þorkel Bjarnason. (Frh.). Eins og menn sjá, er í 1. gr. þessa frum- varps mikil breyting gerð á hreppshelgi manna. Eptir henni þarf aðeins til að verða sveitlægur, að hafa dvalið eitt ár með löglegu heimilisfangi í einhverjum hreppi eptir 16 ára aldur og án þess hin síðustu 5 árin að hafa sveitarstyrk þeg- ið. I reglugerginni 8. jan. 1834 var ákveðið, að 5 ára lögleg og óslitin dvöl í einum hreppi skyldi skilyrði fyrir því, að maður fengi þar fram- færslurétt. En með opna bréfinu 6. júlí 1848 var dvölin í sama hreppi, sem skilyrði fyrir sveitfestu manns, lengd til 10 ára. Síðan hefur þessi 10 ára óslitna dvöl í sama hreppnum ver- ið kallað að »vinna sér sveit«. Ef að nú sveit- festin ætti að miðast við vinnu manns í ein- hverju hreppsfélagi, þá liggur það í augum uppi, að maður ætti að eiga þar sveit, sem hann hefði unnið lengst. En með 10 ára dvalarákvörðun- inni á þetta sér ekki nærri ætíð stað. Þó menn hafi t. d. verið 20 ár vinnandi í einum hreppi, og svo 10 ár seinna í öðrum, þá eiga menn vit- anlega framfærsluna í hinum síðari hreppnum. Það hefur jafnvel komið fyrir og það nokkuð opt, að menn hafa með 10 ara dvöl sinni í sama stað, án þess að geta unnið hreppsfélag- inu nokkurn hlut til þarfa, áunnið sér fram- færslurétt. t. d. þegar uppgefnir foreldrar hafa dvalið hjá búsettum börnum sínum. Þó var þessi ákvörðun töluvert líklegri til að ná til- gangi sínum, er opna bréfið 6. júlí 1848 gekk í gildi og löngu eptir það, heldur en hún er nú orðin. A hinum seinustu 10—20 árum hafa bunaðarhættir allir, atvinnuvegir og lenzka öll breyzt mjög. Fólk er nú orðið miklu óstöð- ugra í vistum en áður var, lausafólki íjölgar sí- fellt. Menn leita sér nú hópum saman atvinnu eitt árið fyrir austan, annað fyrir vestan o. s. frv. Þeim mun því alltaf fækka, sem vinna sér sveit, þeim aptur íjölga, sem fæðingarhreppurinn verður að veita framfærsluna. En engin hrepps- helgi er í sjálfu sér óeðlilegri en fæðingarhrepps- helgin. Engu hefur, eins og gefur að skilja, hlutaðeigandi ráðið um það, hvar foreldrar hans áttu heima, er hann var í heiminn borinn. Mjög hlýtur einatt þurfamanninum að vera það ógeð- fellt, opt og einatt, að komast á fæðingarhrepp- inn. Hann hefur ef til vill aldrei verið þar, sið- an hann var ómálga bam. Hann þekkir þar ef til vill engan, á þar engan að, og þó verður hann að rekast þangað úr því héraði, sem hann er kunnugur orðinn í, og á ef til vill vini og vandamenn, sem væru jafnvel vísir til að lið- sinna honum meir en lögskyldan býður, ef hann mætti vera þar í næði. Á seinni árum hafa raddír sífellt látið til sín heyra um það, að 10 ára vinnuhreppurinn sé óeðlilegur og sú ákvörðun nái alls ekki tilgangi sinum og að á þessu þyrfti að verða ráðin bót. Hafa menn helzt, að því er virðist, hallazt að því, að dvalarhreppurinn skyldi vera framfærsluhreppur, það er með öðrum orðum, að þar skyldu menn eiga framfærslu, er þeir væra til heimilis, er þeir yrðu sveitþurfar. Á- kvörðun 1. gr. frumvarpsins fer nú sem næst þessari hugsun. Hún ákveður, að þar skuli mað- ur framfærslu eiga, er maður hafði síðast lög-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.