Þjóðólfur - 20.09.1901, Side 1

Þjóðólfur - 20.09.1901, Side 1
ÞJOÐOLFUR. 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 20. september 1901. Nr. 45. Takið eptir! Nýir kaupendur að næsta (54.) árgangi Þjóðólfs frá árs- byrjun 1902 fá ókeypis síðasta ársfjórðung þessa yfirstandandi árgangs, frá 1. október til ársloka, allS 15 tölublöð. og auk þess í kaupbæti Biðjið ætíð um OTTO MÖNSTED’S danska smjörlíki sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst h já k a u p m ö n n u n u m . tvö síðustu sögusöfn blaðsins. sérprentuð (11. og 12. hepti) yfir 200 bls. í stóru 8X2: í þessum heptum eru mjög skemmtilegar sögur, er hlot- ið hafa almannalof, t. d. Gröf ívans, Kan- ada-Karl, Þorpið horfna, Óstýrilátar ástir o. m. fl. Nýbyrjuð í blaðinu norsk saga: sUnnusta fangans«, byggð á sannsögulegum atburðum og þykir hún ágætlega rituð. íslenzkir söguþættir halda áfram að koma í blaðinu við og við. Þjóðólfur flytur ekkert fals né lygi, hvorki í pólitik né öðru, en skýrir satt og rétt frá málavöxtum. Annars þarf ekki að lýsa stefnu hans í þjóðmálum, því að hún er kunn. Allir góðir drengir, sem unna frelsi og sjálfstjórn íslands ættu að kaupa og lesa ÞjóðóJf. ___________ Utsölumenn, sem útvega 8—10 nýja kaupendur, og annast um borgun frá þeim, fá há sölulaun, og að auki sérprentlin af öllum íslenzkum sagnaþáttum, er birzt hafa í blaðinu næstl. 3— 4 ár. Fyrsta heptinu mun verða lokið um nýár. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 5. sept. Engin stórtíðindi! Þaðer aðallega hin fyrirhugaða ferð Rússa- keisara til Þýzkalands og Frakklands, er gefur blöðunum umtalsefni þessa dagana, og þó er það sagt, að ferðin sé ópólitisk. Keisarinn er nýlega kominn hingað til Danmerkur og dvelur hjá afa sfnurn Kristjáni IX á höllinni í Fredensborg, litla þorpinu á Norður-Sjálandi, sem þvl allra augu nú hvíla á, eins og optar fyr. Georg Grikkjakonung- ur er þar og sem stendur ásamt fleiri kgl. skyld- mennum og á sunnudaginn kemur Játvarður Breta- konungur. Annað umtalsefnið er heimsókn Tschun’s (Chun’s) Kínaprins hjá Wilhelm keisara. Til þess að sefa reiði keisara út af morðinu á v. Ketteler sendiherra hefur Kínakeisari sent bróður sinn hing- að vestur. Eptir langar bollaleggingar um, á hvern hátt prinsinn ætti að biðja um fyrirgefningu eða lýsa gremju Kínverja á nefndum glæp — hvort hann eptir kínverskum sið ætti að kasta sér fyrir fetur W. keisara og lemja andlitinu niður í gólfið eða að eins hneigja sig auðmjúklega. — mættiprins- inn loks fyrir hástóli keisara í gær. Þess er getið nákvæmlega, að keisari hafi setið með reigingssvip, en eptir að prinsinn hafi hneigt sig þrisvar sinn- um og lesið upp erindi sitt hafi hann látið mýkj- ast og loks boðið honum að borðahjásér! Prins- inn varð þó að afloknu erindi að hneigja sig apt- ur þrisvar sinnum og ganga aptur á bak út. Þar með var svo vináttan milli Kínverja og Þjóðverja aptur innsigluð til blessunar fyrir báðar þjóðir og allan hinn siðaða heim — eins og keisari með vanalegu látleysi komst að orði. Eptir því, er séð verður af blöðunum, er nú verið að reka rembibnútinn á kínversku friðar- sáttmálana; sendiherrarnir loks orðnir sammála. I erfðaskrá sinni hefur ekkja Friedrich’s keisara ánafnað hverju af börnum sínum 1,000,000 kr. — Það gengur sá orðasveimur, að hún eptir dauða manns síns hafi gipzt leynilega einum af hirðmönnum sínum, Seckendorff greifa. Keisari hefur enn ekki lýst sögu þessa ósanna, þótt fleiri blöð hafi borið hana á borð. Mikla eptirtekt hefur vakið í Þýzkalandi og víðar mál eitt, er nokkuð þykir svipa til Dreyfus- málsins. Herforingi einn af háum stigum, Kro- sigk að nafni, var skotinn af einhverjum í her- sveit þeirri, er hann stýrði; K. var illræmdur fyr- ir hörku gegn mönnum sínum. Grunurinn féll á Marten undirherforingja. Hann neitaði sigsek- an og var sýknaður af undirrétti, en v. A11 e n hershöfðingi, er þóttist sannfærður um sök M.’s lét eigi að síður halda honum í varðhaldi og áfrýj- aði dómnum. Og nú er M. dæmdur til dauða án frekari sannana. Dómararnir eru herforingj- ar, undirboðarar v. Altens. Málinu verður þó nti skotið til hæstaréttar. Um þrætumál Frakka og Tyrkja, sem áður er áminnst, er það að segja, að soldán sveik öll loforð, og Frakkar slitu því diplomatisku sam- bandi við Tyrki og köUuðu Constans sendi- herra heim. Kveldblöðin geta þess, að Frakkar sétt einráðnir í að halda málinu til streitu. Það lítur út fyrir, að Bretum verði lítið ágengt með tilskipun Kitchener’s, er um var getið í síðasta bréfi. Gamli Kriiger hefur mótmælt henni kröptuglega og telur aðferð Breta stríðandi gegn ákvæðum friðarfundarins í Haag. Svo kvað og allir helztu foringjar Búa í Afríku (Botha, Stejn, de Wet o. fl.) hafa sent K. skrifleg mótmæli og látið hann vita, að þeir mundu ekki láta hugfall- ast. — Að öðru leyti ekkert sögulegt að frétta af viðskiptum Breta og Búa; þeir eiga í slfelldum smástympingum og einkum virðast Búar í seinni tíð hafa gert allmikinn óskunda á járnbrautunum þar syðra; þannig höfðu þeir nýlega sprengt í lopt upp járnbrautarlest við Hamanskraal, þar sem Bretar mistu 20—30 manns. Það hefur verið í meira lagi kulkalt milli Venezuela og Kolumbia seinastamánuðinn. Nú útlit fyrir, að Mac Kinley muni takast að koma á sáttum. D r a g a drottning í Serbíu þykir nokkuð ráð- rík. Sem dæmi er þess getið, að hún létnýlega víkja forstöðumanni hermannaskólans þar < landi frá embætti, af því að hann hafði sett ofan í við lærisvein einn, sem er náskyldur drottningu. Þýð- ingarmeira er þó, að konungur, sem nú er von- laus um að eignast börn, kvað eptir fortölum konu sinnar vera að hugsa um að kjósa bróður hennar Nikodem Lunyeviza, sem er lautenant, ti! ept- irmanns síns í konungssessi. Slys mikið varð nýlega vestur við Alaska. Skipið »Islander« rakst á ísjaka og sökk; 65 m. höfðu drukknað, þar á meðal Ross landstjóri í Alaska með fjölskyldu sinni og skipstjóri sjálfur; yfir 100 m. varð bjargað. Eins og vant er við slík tækifæri, gerði hræðslan rnenn óða; fólk barð- ist um bátana, konur og börn voru fótum troðin, sumir köstuðu peningum sínum í sjóinn af örvænt- ingu og aðrir toguðu gullið með sér niður í sjáv- ardjúpið. ____________ Fáum dögum eptir lát Nordenskjölds, heim- skautafarans nafnkunna, andaðist annar af beztu mönnumSvía: Gunnar Wennerberg, fyrv. ráð- herra, áníræðisaldri,ljóð-ogtónskáld(»Gluntarne«). Það er nú haft eptir Indiánum f Hudson- baylandi í Norður-Ameríku, að þeir í fyrra vor hafi fundið leifar af loptbát og lík af tveim hvlt- um mönnum, og eptir lýsingunni á annar af þess- um mönnum að hafa verið Andrée. Islenzkur skóarasveinn, Pétur Pétursson að nafni, fyrirfór sér nýléga á þann hryllilega hátt, að hann fleygði sér út um glugga á efsta lopti 1 húsinu, þar sem.hann bjó (Gartnergade 5 hér í bæ). Unnusta hans hafði svikið hann og tók hann sér það svo nærri, að hann hafði ekki verið með fullu ráði seinustu dagana.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.