Þjóðólfur - 23.09.1904, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.09.1904, Blaðsíða 2
IÖ2 seint eða snemma í stafrófinu, ogáReykja- víkinni voru sárfáir kjósendur, og þeir kusu, nema ef til vill einn eða tveir, sem ekki hirtu um það. Það er og heldur ekki sérlega trúlegt, að þeir, sem á ann- að borð hafa ætlað sér að kjósa, hafi verið svo rænulitlir að sitja héima fram . undir kveld, úr þvi að kunnugt var að kjörfundur hófst á hádegi. Með þeirri smalamennsku kjósenda að kjörstaðnum, sem haldið var áfram frá því að kjör- fundur var settur, einkum af hálfu hinna »sameinuðu«, er ólíklegt, að ekki hafi verið nokkurnveginn þursmalað um kl. 5, og sennilegt, að þá hafi ekki verið margir eptir, er á annað berð fengust til að sækja fundinn. Það er bláber vitleysa og ekk- ert annað, að halda hinu gagnstæða fram, og segja að margir kjósendur, er vildu neyta réttar síns, hafi horfið frá eða setið heima, sakir tregðu þeirrar, er Jón Jensson segir að kjörstjórn 1. deildar hafi í fyrstu sýnt í því, að hleypa kjósendum frá öðr- um deildum að. Jón Jensson hefði heldur átt að bera harm sinn i hljóði, og taka 4, fallið með jafnaðargeði, heldur en að gera sjálfum sér og flokk sínum þann ónotagreiða, að hleypa þessari fávísegu og gersamlega á- stæðulausu uppgerðarkæru af stokkunum, að eins til að vekja hneyksli og hlátur á sjálfs hans kostnað. Þau mannalæti eru ekki á marga flska. Um sameiningar prestakalia á íslandi. í 30. tölubl. »Fjallk.« þ. á.eru »Bendingar um fækkun prestakalla eptir sveitaprest«. Bendingar þessar eru vel hugsaðar og lýsa talsverðri þekkingu hans á landinu. Nú sem stendur er það skoðun margra, sem hugsa um að bæta kjör presta hér á landi, að hið eina rétta í því efni sé það, að sameina brauðin, og ganga sumir svo langt í þessu, að það nær engri átt. Þeir, sem halda fram þessum hóflausu sameiningum llta þá einungis á fólksfæð- ina, en gleyma vegalengdinni, strjálbýlinu og torfærunum hér á landi. Eg skal leyíá mér að benda á hinar helztu sameiningar, er gætu komið til greina: í Skaptafellssýslum mætti skipta, þótt erfitt geti orðið vegna vatna, Bjarnanes- prestakalli milli Stafafells og Kálfafells- staðar þannig, að Bjarnanessókn legðist til Stafafells, en Brunnhólssókn til Kálfa- fellsstaðar. — Þá mætti og sameina Með- allandsþing og Þykkvabæjarklaustursbrauð í eitt prestakall, enda hefur sami prestur- inn nú þjónað þeim nokkur ár. I Rangárvallasýslu mætti sameina Ey- vindarhóla við Holt og líklega Lands- prestakall við Holtaþing. í Arnessýslu telur höfundur Fjallk.gr. hægt, að leggja niður 3 prestaköil. Hann segir, að Ólafsvallaprestakalli megi skipta upp milli Stóranúps og Torfastaða, en Gaulverjabæjarkalli milli Stokkseyrar og Hraungerðis. Selvogsþing eigi að afnema og skipta upp milli Arnarbælis og Staðar í Grindavlk. Ólafsvalla- og Gaulverjabæj- arköll eru allfjölmenn og vel i sveit sett, og álít eg, að ei beri að afnema nema annað þeirra, þannig mætti t. d. sameina Villingaholt Ólafsvöllum en Gaulverjabæ Stokkseyri. Eg tel það ei heppilegt, að sameina Selvogsþing Arnarbæli og Stað 1 Grindavík. I Gullbringu- og Kjósarsýslum getur engin sameining átt sér stað. í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum mætti sameina Lundarprestakall Hestþingum. Höfundur Fjallk.gr. vill skipta Gilsbakka- prestakalli milli Reykholts og Hvamms í Norðurárdal; getur verið að slíkt megi gera, en ekki tel eg það heppilegt, efhjá því yrði komizt. I Snæfellsnes- og Hnappadalssýslum get- ur engin sameining átt sér stað. I Dalasýslu mætti líkl. fækka þessum 2 prestaköllum, sem höf. Fjallk.gr. hefur stungið upp á, nfl. leggja Hjarðarholt undir Suðurdalaþing og skipta Skarðs- þingum milli Hvamms og Saurbæjarþinga. I Barðastrandarsýslu getur engin sam- eining átt sér stað. Ákjósanlegt væri, að geta sameinað Gufudal Stað á Reykja- nesi, en vegalengd og torfærur munu vera því til fyrirstöðu. I Isafjarðarsýslu getur engin sameining átt sér stað, nema ef sameina mætti Stað í Súgandafirði Holti 1 Önundarfirði, og væri það heppilegt, ef því yrði viðkomið. I Húnavatnssýslu mætti sameina Stað- arbakkaprestakall Melstað, Undirfell mætti sameina Steinnesi, ef svo sýnist, en yrði fjölmennt; ef til vill er það ei óhugsan- legt, að sameina mætti Hofsprestakall á Skagaströnd Höskuldsstöðum, ef Holta- staðir yrðu sameinaðir Bergsstöðum, og prestur sæti í eða við Bólstaðarhlíð, yrði þá Bergsstaðir og hið forna Blöndudals- hólabrauð eitt prestakall. í Skagafjarðarsýslu mætti sameina Ríp við Viðvík og annaðhvort skipta Glaum- bæjarprestakalli milli Reynistaðar og Mæli- fells eða þá sameina Goðdalaprestakall Mælifelli. I Eyjafjarðarsýslu tel eg vafamál, hvort skipta má Vallnaprestakaili milli Tjarnar og Möðruvallaprestakalla. Prestaköll þau yrðu mannniörg og snjóþyngsli eru þar á vetrum. Grundarþing mætti sameina Saurbæ og Akureyri, Kaupangskirkja yrði að leggjast til Akureyrar, og kirkjum yrði að fækka fram í Eyjafirði, en þó sem minnst, eins og höf. Fjallk.gr. réttilega tekur fram. I Þingeyjarsýslu verður eigi komizt hjá að sameina Þönglabakkaprestakall Greni- vík og Hálsi og líklega Lundarbrekku- prestakall annaðhvort Þóroddstað, prestur sæti þá á eða hjá Ljósavatni, eða þá Skútustöðum. Fjallaþing geta víst ei orðið sameinuð neinu prestakalli. I Múlasýslum getur engin sameining átt sér stað, ef talið er ómögulegt, að sam- eina Stöð Heydölum vegna Hvalnesskriða. Að sameina prestaköllin meir en. hér er gert ráð fyrir er ógerlegt, eptir því sem tilhagar hér á landi, og mun sumum þykja fulllangt farið, er fram í sækir. Presíur á Sudurlandi. Nýjar bækur. Hann og hnn. Skáldsaga eptir Kristó- fer Janson. Kr. H. Jónsson þýddi. Isafirði (Prentsmiðja »Vestra«). Saga þessi hefur löngum þótt einhver hin bezta af sögum Janson’s og hefuropt verið gefin út. Lýsir hún mjög vel hin- um óllku áhrifum, er spillt og óhollt bæj- arlíf geti haft á ungt fólk gagnvart hin- um hollu og siðbætandi áhrifum sveita- lífsins, er hafi svo mikla yfirburði yfir bæjarlífið, að ekki verði tölum talið. Og færir höf. mörg rök fyrir sínu máli. Bók þessi er því einkarvel fallin til að glæða virðinguna fyrir sveitalífinu, og er þess sfzt vanþörf hér á landi, þar sem kaup- staðasóttin er farin að gerast svo rík 1 hugum unga fólksins. Að því leytiverða hugleiðingar bókarinnar orð f tíma töluð, og ættu sem flestir að kynna sér efni hennar. Jafnframt er sagan hlý og hug- fangandi ástarsaga, og ætti það ekki að spilla fyrir útbreiðslu hennar meðal unga fólksins. Þýðingunni er sumstaðar nokk- uð ábótavant, að því er meðferð málsins snertir, en hvergi nærri eins og orð hef- ur verið á gert í einu blaði hér. Þýðand- inn á þakkir skilið fyrir bók þessa, og er vonandi, að hún seljist vel. Sögur herlæknisins. Eptir Zacharias T o p e 1 i u s I. Bindi. Matthías Joch- umsson þýddi. Kostnaðarmaður Sig- urður Jónsson bókbindari o. fl. Prent- smiðja Vestra. 347 bls. auk formála. Útgáfa þessa fræga skáldverks finnska skáldsins Topeliusar er hin þarflegasta, og ætti að verða vel tekið af löndum vor- um, því að sögur þessar eru jafn-ágætar að efni og búningi, og hafa fyrir löngu verið viðurkenndar sem meistaraverk f sinni grein. Þýðingin er létt og lipur og virðist ná hugsun skáldsins vel, enda er séra Matthías kunnur að því í þýðingum sínum, bæði í bundnu og óbundnu máli, að ná kjarna og anda frumritsins í þýð- ingarnar, og skiptir það meiru en að þrætt sé orð fyrir orð. Hefur þýðandinn ritað ítarlegan formála fyrir bókinni, er lesendur ættu að kynna sér, áður enþeir lesa bókina, svo að þeir skilji betur efni hennar. Ritverk þetta er geysistórt eptir vorum mælikvarða, 5 bindi alls, og er því í mikið ráðizt af kostnaðarmönnunum, að gefa út jafn-umfangsmikið rit, ogjafn- vel vandað að frágangi öllum, eins og þetta 1. bindi er. Væri óskandi, að þeir fengju þann kostnað endurgoldinn ogbet- ur til. Þetta 1. bindi er endurprentun úr tímaritinu »Öldin« í Winnipeg 1893, en það tímarit er mjög sjaldgæft hér á landi. Tíu sönglög með íslenzkum og dönskum texta. Samið hefur Bjarni Þor- steinsson prestur í Siglufirði. Kaup- mannahöfn. Kostnaðarmaður Sigurður Kristjánsson. 25 blöð í stóru 4ÍS1 Inni- hald : Draumalandið (Guðm. Magn.). Vor og haust (Páll Jónsson). Taktu sorg mína (Guðm. Guðm.). Systkinin (E. Hjörl.). Kirkjuhvoll (Guðm. Guðm). I djúpið mig langar (Páll Jónsson). Giss- ur rfður góðum fáki (Indr. Ein.). Hann hraustur var (sami). Agnar Stefán Klemenzson (Matth. Joch.) og Sólseturs- ljóð (G. G.) »dúett«. Lofgjörð(úr Davíðs sálmum) fyrir karla- og kvennaraddir með undirspili. Eptir Sigfús Einarsson. Rvík. Kostnaðarm. Guðm. Gamalíelsson. Ald- arprentsmiðja. 5 blöð í fol. Þessi nýju söngrit séra Bjarna og Sig- fúsar hafa fengið lof söngfróðra og tón- fróðra manna, og efumst vér ekki um, að þau eigi það skilið. Höf. eru báðir vel að sér í tónlist, og hafa sýnt, aðþeir eru lagsmiðir góðir, hver á sinn hátt. En margir mundu óska, að þessi einu tón- skáld vor, sem nokkuð kveður að, væru ekki jafnmikrð í hárinu hvort á öðru, eins og þau hafa verið, því miður. Það ætti að vera rúm fyrir þau bæði hér á landi, svo að þau þyrftu ekki að rekast hvort á annað, mjög óþyrmilega. Fyrirlestrar. Hr. Ágúst Bjarnason heimspekingur hef- ur beðið Þjóðólf að geta þess, að hann ætli á komandi vetri, frá 10. október og til vors, að halda fyrirlestra 1—2 á viku, sem styrkhafi Hannesar Árnasonar sjóðs- ins. Efni fyrirlestranna verður það, er nú skal greina: Yflrlit yflr sögu mannsaudans. I. Helzu trúbrögð Austurlanda. Kínverjar — Indar — Persar — Kong-tse — Búddha — Zarathustra. II. Heimspekin gríska. 1. Náttúruspekin, Eleatar — Heraklít — Demokrít. 2. Hugspekin. Sókrates — Plató — Aristoteles. 3. Siðspekin. Stóikar — Epikurear. 4. 'I’rúspekin. Phíló — Plótfn. III. Kristnin. 1. Kristur. 2. Útbreiðsla trúarinnar. 3. Kristindómurinn. Ágústínus — Thomas Aquinas. 4. Skólaspeki miðalda. IV. Endurreisnartímabilið. 1. Almennt yfirlit. 2. Mannúðarstefnan. 3. Siðbótin. 4. Heimsskoðun Kopernikusar. Brúnó — Bacó. V. Heimspekiskerfin miklu. 1. Cartesíus. 2. Spinoza. 3. Leibnitz. VI. Fræðistefnan enska. 1. Locke. 2. Berkeley. 3. Hume. VII. Fræðistefnan franska. 1. Voltaire o. fl. 2. Diderot. 3. Rousseau. VIII. Heimspekin þýzka. 1. Kant. 2. Hugspekin. Fichte — Schelling — Hegel — Schopenhauer. 3. Holdhyggjan. Vogt — Feuerbach. 4. Raunvfsindin. Robert Mayer — Helmholtz. IX. Heimspekin enska. 1. Stuart Mill. 2. Breytiþróunarkenningin. Spencer — Darvín. X. Siðspekin nýja. 1. Gnyau. 2. Nietzche. 3. Tolstoy. Þeir, er hafa hugsað sér að hlusta á fyrirlestra þessa, eru beðnir að gefa sig fram við hr. Ágúst Bjarnason, fyrirfram, bréflega eða munnlega. Verður síðar auglýst, hvar og hvenær fyrirlestrarnir verða haldnir. Arnarflrði, 12. sept. Sumarið mun vera eitt með því allra hagstæðasta. Grasvöxtur í betra lagi og nýting góð, en útengi þótti spretta í lakara lagi, þar sem þurlent var. Það þótti heppilegt í vor, þegar ráðherrann var á ferðinni með Heklu, að þá einmitt skyldi húnhremma einn lakasta eða ásækn- asta botnskafann enska, hér í Arnarfirði og sækja hann til fullra sekta, og þá eptir svo sem hálfan mánuð var friður en nú eru þeir opt farnir að brjóta aptur hver eptir annan. Fyrir 4—5 dögum voru taldir 7, allir fyrir innan landhelgi, og í því áhlaupi tóku þeir fyrir bændum, eptir því sem frézt hefur um 3oookróka aflóð, og þykir bregða undarlega við, þegar ráðherrann er erlendis og er því »Hekla« grunuð að rækja slæ- lega landvörnina nú, þar eð einmitt þessir botnskafar verða ásæknastir þegar haustar, helzt í dimmunni eins og flestir þjófar eru; því eru menn hræddir um, að muni sækja f sama horfið eins og í fyrra haust, en þó glæðist vonin hjá hinum að ráðherrann og stjómin muni gera það sem mögulegt er til þess, að afstýra því voðatjóni, sem nú lítur út fyrir, ef svo búið stendur. Fyrir fáum dögum vildi til á Patreksfirði hér vestra það voðamanntjón á VatneyrarT höfn, að 13 menn drukknuðu af skipinu »Bergþóru« af Suðurlandi, og voru þar með skipstjóri og stýrimaður. f gær fréttist hingað að dugnaðarmaður- inn Ari Einarsson hefði slætt upp 12 lík af hinum drukknuðu mönnum. »Guð huggí þá sem hryggðin slær«. (E. G). Óvenjulega stórfengleg sorgarathöfn fór fram hér í bæn- um 19. þ. m., þá er jarðsungin voru í einu 12 lík manna þeirra, er drukknttðu á Patreksfirði 5. þ. m. Húskveðjur voru haldnar af 3 prestum á 3 stöðum (yfir skipstjóra, stýrimanni og háseta þeim, er kvæntur var), en í kirkjunni hélt séra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur ræðu yfir öllum líkunum. Vortt kisturnar mörgum blómsveigum skrýddar. Dómkirkjan var troðfull af fólki og mesti fjöldi, sem ekki komst inn, Er þetta hin langfjölmenn- asta jarðarför, sem hér eru dæmi til, enda sorgarathöfnin öll harla óvenjuleg, sem betur fer, því að það rnun einsdæmi, að hér hafi verið jarðsungin 12 lík 1 senn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.