Þjóðólfur - 23.03.1906, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.03.1906, Blaðsíða 1
58. árg. Reykjavík, föstudaginn 23. marz 19 06 M 12. Verzi. EDINBORGíReykjavík hefur með s/s „Hólar" fengið allmiklar birgðir af nauðsynjavörum og ýmsu, er til útgerðar heyrlr. Einnig ávexti í dósum, mjög margar tegundir. Allskonar brauð Allskonar kryddvörur Énnfremur ávexti svo sem epli, appelsínur, bananas, vín— ber, sítrónur O. fl. — Svínslæri reykt eru komin aptur, þau eru bezt og ódýrust í Edinborg. Klæðskeraverzlunin ,Liverpoor. Nýkomið mjög mikið úrval af Ijómandi fallegum vestisetn- um, úrval af fataefnum, dæmalaust úrval af höfuðfatnaði. Alls- konar tilbúinn fatnaður, hálslín, slipsi & slaufur; ágætar »galochier* og m. m. fleira. Ætíð nægar birgðir af Vinum, 01i og óáfeng- um drykkjum í Vín & 01kjaliaranum að ,lngólfshvoli‘. Útlendar fréttir. Kanpmannahöfn 14. marz. Frakkland. Ráðaneytið Rouvier fallið. Þessi frétt kom eins og þruma úr heið- skfru lopti yfir alla, svo óvænt kom hún og skyndilega. Það er kunnugt, að ráða- neytisforseti Rouvier hefur stjórnað mál efnum Frakklands með hinni mestu snild og stjórnkænsku þann stutta tíma, sem hann hefur setið að völdum. En nú er hann sem sagt fallinn. Þetta at- vikaðist á þann hátt 7. marz, að Plichou þingm. gerði fyrirspurn til stjórnarinnar útaf blóðsúthellingurn þeim og róstum, er sama dag urðu við skrásetning yfir innan stokksmuni í kirkju í/jBoeschépe. Utaf þessari fyrirspurn spunnust alllangar um- ræður. Dubief innanrfkisráðgjafi reyndi að afsaka stjórnina og kvað nauðsynlegt að gera skrá yfir kirkjumunina og fullyrti að framvegis mundi verða tekið svo vægi- lega í þetta sem unnt væri. Peret koin þá fram með tillögu um, að stjórninni væri gefin traustsyfirlýsing útaf þessu rnáli, en tillaga þessi var feld með 267 atkv. gegn 234 atk. Strax eptir þessa atkvæðagreiðslu geklt Rouvier og hinir aðrir ráðgjafar út úr þingsalnum. Hann sendi þegar umsókn um lausn frá stöðu sinni til Falliéres for- seta, er nauðugur viljugur varð að sam- þykkja hana. Þessa síðustu daga hefur P’alliéres gert ýmsar tilraunir til að mynda sér nýtt ráðaneyti og er nú fullyrt, að Sarrien ver )i ráðaneytisforseti og að Bourgeois og Poincaré muni fá sæti í því. q. marz kviknaði í gasi í kolanámimt við Courriere í nánd við Itorgina Lens á Frakkl. Það voru um 1800 verkamenn við vinnu í námumim, og mistu 1193 þeirra lífið. Þetta stórkostlega og voða- lega slys hefur vakið mikla hluttekningu um allan heim. Stjórn Frakklands hefur þegar veitt V* milj. franka til bjálpar hin- um nauðstöddu. Hinn nafnkunni þýzki stjórnmálamaður Eugen Richter, er látinn, 68 ára gamall. Hann var fvrrum einhver hinn harðsnún- asti mótstöðumaður Bismarks á þinginu. Rvík 23. marz. Meðal loptskeytafregna i gœrkveldi má geta þess, að ákaflega miklir jarðskjálft- ar hafa orðið á eyjunni Formosa, þrjár horgir eyðst algerlega og nokkur þúsund inanna misst lífið. í miðri Moskva réð- ust 20 vopnaðir menn um hábjartan dag á banka þar í borginni, ineðan á starfs- tíma stóð. Starfsmennirnir gugnuðu fyrir ógnunum og ræningjarnir fluttu burt með sér 8 miljónir og 500 þúsund rúblur, án þess þeim væri nokkuð til miska gert. „Ceres" kom í morgun og allmargir farþegar, fiar á meðal Th. Thorsteinsson kaupm.’ ónatan Þorstainsson kaupm., Ben. S. Þór arinsson, bræðurnir Guðtnundur kaupm. og Kristján Jónassynir frá Skarðstöð o. fi. Andamiðillinn mr. Eldred í Nottingham, sem Fnustinus skrifaði um er nn orðinn nppvís að svikmn, ogr liefnr sjúif- nr játað, að allar andasýningar iians hefðu verið prettir einir. Dálítið ónotaleg frétt fyrir ritstjóra „Tsaf." °f? „Fjkon." einmitt nú á þessum tfmum, °8 eptir allar skammirnar um Faustinus. Veslings ritstjórarnir!! Þingmanna-heimboðið. Bréf ráðherrans til forseta sameinaðs þiugs. Til þess að almenningur sjái sem glöggv- astar heimildir fyrir því, að það er kon- ungur, sem hefur boðið þingmönnunum þykir réttast að prenta hér orðrétt bréf ráðherrans til forseta sameinaðs alþingis. Það er svo látandi: Stjórnarráð Islands. Reykjavík 14. marz 1906. Hans hátign Friðrik konungur hinn átt- undi hefur falið rnér að flytja Islending- um og sérstaklega alþ'ngi Islendinga á- stúðlega kvcðju sína og konunglega heils- an. Fylgdi þar með að hann í nafni rfk- isstjórnar og ríkisþings Danmerkur byði heim ölium alþingismönnum til Danmerk- ur á komanda sumri, tif þess að dvelja í Kaupm.höfn og nágrenni hennar nokkra daga, sem gestir konungs og ríkisþingsins. Ferð og dvöl verður alþingismönnum kostnaðarlaus. Nánara um tíma og fyrir- komulag fararinnar verður sfðar birt þing- mönnum. Þetta tilkynnist yður háttvirti herra hér með senr forseta sameinaðs alþingis með tilmælum um, að þér gerið það alþingis- mönnum kunnugt. H. Hafstcin. Þingmanna-heimboð þetta hefur mætt einkenflílégum undirtektum í „Isaf." og „Fj konunni", er farið haía um það hinum háðulegustu orðutn og skipa(!) jafnvel minni hlu'.d þingflokknum að fara hvergi. En nú hefur „Þjóðviljinn" gert bræðrum sínum þann grikk, að æpa ekki í þetta skipti í kór með þeim, heldur taka hóflega og stillilega í málið og telja förinni ýmislegt til gildis, eins og má. „Ingólfur" er og eindregið með því, að þetta boð konungs sé ekki undir höfuð lagt, svo að það lít- ur ekki út fyrir annað, en að þeir Einar •og Björn gali þar tveir einir fyrir daufum eyrum. Öll pólitisk áhrif þessara náunga eru gersamlega að hverfa, og ber harla margt til þess, en ekki sfzt frámunalegur hyggindaskortur og fádæma hvatvísi og heimskufrekja, er meðal annars lýsti sér í þessum undirtektum undir þingmannaboðið. í dag eptir að Þjóðólfur var fullsettur, bár ust hingað ný dönsk blöð („með »Ceres"). í einu svæsnasta andstæðingabiaði stjórnar- innar(„Nationaltidende") er verið að brjóta upp á því að rétt sé að bjóða lögþingi Færeyinga með, og hafa ýmsir hægrimenn látið í ljósi þar í blaðinu, að það ætti mjög vel við (!), þar á rneðal Islendingurinn (!) Thor E. Tulinius. Frá voru og Þjóðólfs sjónarmiði er hugm j7nd þessari svo háttað, að ve rði fslenzka alþinginu og færeyska lög- þinginu siegið þarmig saman í eitt, þá ættí eða mætti esiginn fslenzk- u r þingmaður þiggja boðið. Frá p ó 1 i t i s k u sjónarmiði er þetta svo sjálfsagt, að frckari útlistun á því er alveg óþörf. En eflaust er þessu varpað fram í “Natibnaltidende" stjórninni til ama og óþæginda og naumast hætt við, að uppá- stungan verði tekin til greina. En allur er varinn góður frá vorri hlið. Krabbameinslækningakuklið. Andlegar „óperationir!" Jónas Hallgríinsson farinn að hnoða leir. Snorri Stnrlnson orðinn æflntýraskáld. Það er nú orðið öllum lýðum ljóst af „Fj.konunni«, hvernig dr. Indriði Indriða- son gerði kraptaverkið á Jóni heitnum frá Stóradal, er hann með andlegri »oper- ation«(!!) opnaði maga hans og tók þaðan að vitni Ísafoldar-Bjarnar og tveggja kvenna baneitraða klessu(!!j með krabbameins- bakteríum og fleygði henni í ofninn. Það er norski andalæknirinn ónefndi, er veitir Indriða þennan yfirnáttúrlega krapt, með því að fara ofan í aðra öxlina á honum, (hægri eða vinstri ?) og þaðan fram í fing- urna á honum. Svo segir »Fj.konan“ í hjartans einfeldni, að því er sýnist. Og Einar sýnist harðtrúa því, að krabba- mein læknist á þennan hátt, og gerði mikið úr þeim bata, er sjúklingurinn hefði fengið. En þá er sjúklingurinn kom und- ir læknishendur dr. Indriða, þá hætti Guðm. læknir Magnússon að vitja hans, enda kvað hann það ekki til neins, hann gæti ekkert gert, þvl að maðurinn þjáðist af ólækn- andi krabbameini í lifrinni. En Guðm. læknir gerði það að .skilyrði, að hann fengi að kryfja manninn dauðan, því að það mætti lifandi læknir Ifklega gera. En hann mátti hvergi nærri koma andalækn- ingakuklinu, þvf að „sá norski" vildi það ekki. Það var um 3 vikur, er andarnir og Indriði voru að kukla við sjúklinginn, er trúði í fyrstu á þessa nýju lækningaaðferð, og hresstist þá ofurlítið í bili, eins og eðlilegt var, meðan þessi trú gat verkað á hinr, slokknandi lífskrapt. Og þess vegna tók sjúklingurinn að nærast nokkru meir en áður, en lengi gat þetta auðvit- að ekki haldizt, og sjúklingnum þyngd óðum, unz hann andaðist að morgni 16. þ. m. Þá hugðu menn, að lækningaktikl þetta hefði fengið rothöggið, jafn gífurlega sem „Fj konan" hafði básúnað þetta allt saman. En viti menn. Til að smeygja sér úr klfpunni verða „Isaf.« og „Fj.k." samtaka í því, að eigna dauða mannsins óvæntu áfalli (!) þ. e. að súgur hefði komist að honum, og af því hefði hann dáið, en ekki af krabbameininti, ekki af því að lækningin hefði verið heimska ein. Nei síður en svo. Vitaniega var þetta tilbún- ingur einn, og hin andiega (I) „operation" á krabbameininu tóm vitleysa, eins og sýndi sig, þá er maðurinn var krufinn 17. þ. m. af Guðm. lækni Magnússyni að við- stöddum landlækni dr. J. Jónassen, Guðm. héraðslækni Björnssyni, Steingrími lækni Matth(^ssyni og flestum læknaskólastú- dentunum. Vér höfum spurzt fyrir um þetta, bæði hjá Guðm. lækni Magnússyni og landlækni og bar þeim báðum saman, að lifrin mátti heita ein krabbameinsemd, og var mein það ærin dauðaorsök og virtist ekki hafa minnkað við andlegu „operationina", sem G. M. hló að og mun enginn óbrjálaður maður lá honum það. »Eg trúi ekki á lækn- ing Indriða á krabbameinum«. sagði hann og bætti þá við: „en það er rösklega gert af þeim góðu tnönnum, að taka að sér að lækna þá sjúklinga, sem læknar éru gengn- ir frá, hitt er annað mál, hversu »prakt- iskt það er fyrir þá«. Hann gat og þess, að það væri gleðilegt, að Indriði hefði báðar hendur við axlir fastar til þess að geta tramkvæmt þessar andlegu »operation- ir„, en sú saga er nfl. höíð eptir trúuðum mönnum, að á einni andasetunni hefði annar handleggurinn horfið(!!) af Indriða, en svo hefði hann fengið hann aptur, án þess nokkur vegsummerki sæjust. Það voru „andalæknarnir", sem allra snöggv. ast sniðu handlegginn af(!l) svona að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.