Þjóðólfur - 19.07.1907, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.07.1907, Blaðsíða 2
118 ÞJÓÐÓLFUR. I Ungmennafélögin Og alþing’i. „Samband Ungmennafélaga íslands" sækir um styrk í sumar til alþingis, til þess að geta starfað af kappi að áhuga- málum sínum: að efla ment íslenzkra ungmenna, andlega og líkamlega; og til þess að geta náð sem allra fyrst takmarki sínu: að ísland verði hið bráðasta skipað hraustum, mentuðum og áhugasömum æskulýð. Hvern veg alþingi tekur í beiðni þessa, er eigi hægt að segja fyrir fram. Er það þð allmikilsvert atriði, þar eð undirtektir þess hljóta að takmarka og ákveða skilning þess og álit á þjóð- arþroska þeim hinum nýja, sem hafinn er hér á landi með „Ungmennafélögun- um". Hér skal að eins bent á það, sem flestum þingmönnum á að vera kunn- ugt, og er því farið fljótt yfir sögu. Ungmennafélögin norrænu eru sprott- in upp af lýðháskólunum,— þeim jarð- vegi, sem hoilastur ogbeztur hefir reynst- til þjóðþrifahvívetna. Það er stefna sú, sem endurreist hefir Danmörku og gert að fyrirmyndarlandi á marga vegu, og þarf eigi annað en að benda á það, sem ritað hefir verið um lýðhá- skóla á vora tungu, þessu til sönnunar. Enda segja og viðurkenna Danir það sjálfir. í Noregi hafa ungmennafélögin um langan tíma verið vakandisam vizka þjóðernis og ættjarðarástar, er varið hefir og verndað alt þjóðlegt starf, sem stefndi landi og lýð til heilla. Hef ur starf þeirra blessast svo, að með sanni hefir það að miklu leyti verið þeim þakkað, að Norðmenn stóðu sem einn niadur gegn Svíum, er umdýrustu þjóðareign þeirra var að ræða: frelsi þeirra og fult sjálfstæði. — Þjóðar- sjálfstædi og œttjarðarást hefir þar gróið upp afstarfi ungmennafélaganna. Ungmennafélögin íslenzku eru nýr kvistur á þessum norrænu greinum, og virðast þau ætla að verða bæði væn og fjölmenn. Enn er félagshreyfing þessi að eins hálfs annars árs hér á landi, og munu þó þegar á legg komin milli 15 og 20 ungmennafélög. Það hafa ungmennafélög vorfram yfir erlend félög samskonar, að hjá oss er bindindisheit gert að inntöku- skilyrði, þar eð vér álítum það nauð- synlegt til þess að stefna beint Og örugt að takmarkinu: hraust menta- þjóð. Einnig; ætla mngmf. vor að iðka allra handa íþróttir af kappi miklu. Að hér^fylgir hugur máli, sést bezt á frægðarför* þeirra jungmennafé- laga Akureyrar,, Jóhannesar Jósefsson- og Jóns Pálssonar, sem eptir tiltölu- legar stuttar æfingar tókust terð á heudur kring land allt og sýndu íþróttir, er nýstárlegar þóttu jafn vel þeim, sem séð hafa vel tamda útlendinga.— Svo langt áleiðis hefur „U. M. F. A.“ komist á einu ári. Sýnir það bezt á- hugann, og er alls eigi hægt um hann 1 að efast. Glímurnar lifna á ný um land allt. Skíðaferðir eru í aðsigi, og eru þær að nokkru leyti lífskilyrðigfyrir íslend- inga. — „Ungmennafél, Rvíkur" gerði tilraun í þessa átt í vetur, og er flest- um kunnugt, hvern' árangur hún bar. Og þó stöndum vér afarmiklu ver að vígi hér í Rvík en nokkursstaðar ella á íslandi. Því hér er hvorki snjór né brekkur svo nokkru nemi. „Ungmennafélögin" hafa þegar sýnt, að þau hafa einbeittan vilja og áhuga, og að starf þeirra hefirjíf og þroskun- I arskilyrði í sér fólgin. Þau brenna af áhuga að ná höndum saman við all- an æskulýð íslands og mynda stóran, öflugan flokk, er starfa vill með eld- heitum áhuga og æskuþreki fyrir ætt- jörð sína. í því skyni er nú stofnað til „Sam- bandsþings Ungmennafélaga íslands" að Þingvöllum við Öxará 2.—3. og 4. ágúst næstk. A þar að koma á sem nánustu sambandi milli félaga þeirra, sem þegar eru á stofn sett, og leggja á ráðin um starf félaganna út um land allt. í því skyni er sótt um styrk til al- þingis. Er það ætlun sambandsins að starfa meðal annars á þann hátt, að senda færa menn út um land til að halda fræðandi og hvetjandi fyrirlestra fyrir æskulýðnum, gefa út „Ungmennablað", smáritum íþróttir o. m. fl. Vér vonum fastlega, að alþingi sé fyllilega ljóst, hve mikilsvert starf „Ungmennafélaganna" getur orðið landi og lýð. Það hefir bæði erlend og íslenzk reynsla sýnt og sannað. Og ungmennafélögin eru einmitt félags- hreyfing sú, er oss hefir sárast vantað um langan tíma. Félagshreyfing, er safnar öllum æskulýð Islands undir merki sitt í samhuga fylkingu — með heilbrigða sál í hraustum, stæltum og vel tömdum líkama. Og einkunnar- orðin: Alt fyrir ísland. Helgi Valtýsson. (Önnur ísl. blöð eru vinsamlega beðin að veita ritgerð þessari rúm). Alþing-i. III. Frá því er fátt fréttnæmt að segja nú upp á síðkastið. Frumvörpin, einkum hin smærri, farin að smátínast úr nefndunum, en öll stærstu málin enn ókomin. Fjárlaganefnd í Ed. er þegar skipuð, og í henni: Eiríkur Briem, Jón Jak., Guðj. Guðl., Jóhannes Jóhannesson, Sigurður Jensson. Lögbírtíngablaðið. Við 1. umræðu máls þessa í efri deild var felt að skipa nefnd i málið með 7 : 6 atkv., en í gær var með 9 samhlj. atkv. samþ. að skipa nefnd í málið : Steingr. Jónsson, B. M. Ólsen og Valtýr Guð- mundsson. Þingmannafrumvörp. Ól. Briem o. fl. flytja frv. til laga um útflutning hesta. Nefnd í Nd.: Pétur Jónsson, Herm. Jónasson, Ól. Briem. í Nd. er og komið fram frv. til laga um afnám fátækrahlutar affisk- a f 1 a . Flm. Jón Magnússon. Þingmenn Skagfirðinga flytja frv. um löggilding verzlunarstaðar að Bæ á Höfðaströnd. Fjárbeiðslur þessar til alþingis hafa komið fram: 1. Frá Guðm. Guðmundssyni um skáld- styrk. 2. Frá Hólmgeiri Jenssyni um styrk til dýralækninga. 3. Frá Sig. Þorvaldssyni um 400 kr. styrk til kennaranáms í Khöfn. 4. Frá Halldóru Bjarnadóttur um styrk til að ferðast um Norðurlönd, til að kynna sér kennsluaðferðir og skólamál. 5. Frá Bjarna Jónssyni frá Vogi og Jóni Ófeigssyni um styrk til að semja þýzk-íslenzka orðabók. 6. Frá Asgrími málara um ferðastyrk til Suðurlanda. 7. Frá sambandi Ungmennafél. íslands um 3000 kr. styrk. 8. Askorun frá konum í Suður-Þing- eyjarsýslufum stofnun tveggja húsmæðra- skóla, er kostaðir séufaf landsjóði. 9. Frá Birni Guðmundssyni um 300 kr. styrk til að kynna sér kennsluaðferðir á lýðháskólum f Noregi. 10. Frá lbúum Búðaþorps í Fáskrúðs- firði um styrk til skólahússbyggingar. 11. Frá Indriða Helgasyni um 300 kr. styrk til að stunda rafmagnsfræði í Askov. 12. Frá Grímsnesingum um styrk til vagnvegar við Sogsbrúna. 13. Um styrk til unglingaskóla á Núpi í Dýrafirði. 14. Frá Magnúsi Sigurðssyni á Grund í Eyjafirði um styrk til að koma þarupp uuglingaskóla. 15. Frá Rósamundu G. Friðriksdóttur um 400 kr. styrk til að fullkomna sig í hljóðfæraslætti og söngfræði. 16. Frá Þóru Matthlasdóttur og Mar- gréti Jónsdóttur um styrk til að halda handavinnuskóla á Akureyri. 17. Frá bindindisfélaginu »Tilrann« á Blönduósi um 1500 kr. styrk til barna- skólahúss-byggingar. 18. Frá stjórnarnefnd Bindindissam- einingar Norðurlands um 1000 kr. styrk. 19. Frá M. Einarssyni á Akureyri um 600 kr. styrk á ári til útbreiðslu söng- listarinnar. 20. Frá Einari Hjörleifssyni um 2000 kr. styrk á ári til ritstarfa. 21. Frá Edv. Brandt um 3000 kr. lán til jarðyrkju. 22. Frá Helga Jónssyni um 6000 kr. styrk til þess að koma upp tilraunastöð til þess að rækta mýrar og 3000 kr. ár- lega til að reka hana. 23. Frá Helga Jónssyni ogEinari Helga- syni um 300 kr. árlegan styrk til gras- garðs í Rvík. 24. Frá Jónasi Jónssyni um 300 kr. styrk á ári til kennaranáms erlendis. 25. Erindí frá sýslumanni Hunvetninga um að þingið veiti sem rífastan styrk til kvennaskólans á Blönduósi. 26. Frá sýslumanni Húnvetninga um 3500 kr. til byggingar sjúkraskýlis á Blönduósi. 27. Frá i.,þingm. Sunnmýlinga um 3000 kr. til sjúkrahússbyggingar á Eski- firði. 28. Frá séra Arnóri Þorlákssyni á Hesti um 1000 kr. til endurgjalds fyrir stein- hússbyggingu á prestssetrinu. 29. Frá Stokkseyrarhreppi um 12,000 kr. styrk til áframhaldandi umbóta á Stokkseyrarhöfn. 30. Frá Ingibjörgu Guðbrandsdóttur um 600 kr. styrk á ári til að kenna leikfimi. 31. Frá Guðmundi Jónssyni bæjarpóst- á Akureyri um launahækkun. 32. Um aukinn fjárstyrk til Flensborg- arskólans. 33. Frá sýslumanninum í Gullbringu- sýslu um styrk til vegagerðar frá Hafnar- firði til Keflavíkur. 34. Frá Torfa skólastjóra í Ólafsdal um styrk til verklegrar jarðyrkjukennslu. 35. Beiðni frá Þorst. Guðmundssyni fiskimatsmanni um launahækkun upp í 1600 kr. og ferðastyrk. 36. Frá Jóni A. Jónssyni flskimatsmanni á Isafirði um 600 kr. launahækkun. 37. Frá mag. Ben. Gröndal um 3—400 kr. styrk, sem viðurkenningu fyrir starf hans í ýmsum fræðigreinum. 38. Frá Páli Þorkelssyni um 2000 kr. styrk til að gefa út táknmál. 39. Frá Bjarna Sæmundssyni og Helga Jónssyni um 1000 kr. ársstyrk handa náttúrufræðisfélaginu og 800 kr. aukastyrk. 40. Frá Hirti Snorrasyni á Hvanneyri um 400 kr. launaviðbót á ári. 41. Frá Páli Halldórssyni stýrimanna- skólastjóra um 900 kr. til að koma upp hengiklukku til afnota við jarðskjálíta- athuganir. 42. Frá Páli Steingrímssyni póstaf- greiðslumanni um 500 kr. launahækkun. 43. Frá sýslum. Húnavatnssýslu um 18,400 kr. styrk til bryggjugerðar á Blönduósi. 44. Erindi frá gufuskipafél. Thore« um gufuskipaferðir. 45. Frá Einari Arnórssyni um 1500 kr. styrk næsta ár til þess að rannsaka og rita um réttarsögu íslands. 46. Frá hlutafél. »Iðunni« í Rvík um 50,000 kr. lán úr viðlagasjóði, 47. Frá Jóni H. ísleifssyni um 500 kr. árl. styrk á næsta fjárhagstfmab. til fulln- aðarnáms í Trondhjems tekniske Lære- anstalt. 48. Frá Ingvari E. ísdal trésmið á Seyðis- firði um 12,000 kr. lán til endurreisnar trésmíðaverksmiðju hans, er brann síðastl. vetur. 49. Frá O. J. Halldórsson um 2000 kr. styrk til utanferðar og vagnhjólakaupa. 50. Frá Tómasi Skúlasyni um 200 kr. styrk til greiðasölu í Borgarnesi. 51. Frá byggingarnefnd sjúkraskýlisins á Brekku um allt að 2000 kr. styrk til greiðslu skuldum sjúkraskýlisins. 52. Frá Guðm. J. Hlíðdal um 1700 kr. styrk fyrra árið til að afla sér verklegrar kunnáttu erlendis í rafmagnsfræði og 700 kr. síðara árið til að rannsaka og mæla fossa hér á landi. 53. Frá Boga Th. Melsted um styrk til að stofna og halda lýðháskóla í sveit. 54. Frá Þorvaldi lækni Pálssyni um 3500 kr. styrk til byggingar sjúkraskýlis 1 Hornafjarðarlæknishéraði. Konungskoman. Áætluu um landferðina. Fimtudaginn 1. ágúst kl. 83/4 um morgunin fylkjast þingmenn á Lækjartorgi undir ferðasveitar- merkjum sínum. Kl. II1/*—1 dagverður í Djúpa- dal upp af Miðdaí Kl. 6 komið á Þingvöll. Laugardaginn 3. ágúst kl. 8 um morguninn farið af stað frá Þing- völlum. Kl. 11—125/2 dagverður á Laug- arvatnsvöllum. Farið af baki austast í Laugar- dal og við Brúará. Kl. 6 komið að Geysi. Sunnudaginn 4. ágúst kl. 12 á hád. farið af stað frá Geysi til Gull- foss. Kl. 5 e. hád. komið aptur að Geysi. Mánudaginn 5. ágúst kl. 772 um morguninn farið af stað frá Geysi. Kl. 9^2 farið af baki við brú á Hvítá. Kl. 11—1272 dagverður við Skip- holt. Farið af baki við Álfaskeið og hjá Húsatóptaholti. Kl. 7 komið að Þjórsárbrú. Priðjudaginn 6. ágúst. Þjóðliátíð Rangæinga og sýningar. Kl. 2 e. hád. farið af stað frá Þjórsárbrú. Viðstaða við Ölfusárbrú; þaðan farið kl. 5. Kl. 7 komið að Arnarbæli. Miðvikudaginn 7. ágúst kl. 8 um morguninn farið af stað frá Arnarbæn. Farið af baki undir Kömbum. Kl. 12—1V2 dagverður á Kolvið- arból. Farið af baki austanvert við Sandskeið. Við Hólmsá kl. 4. Kl. 6^/2 komið til Reykjavíkur. €rlenð símskeyti til Þjóðólfs frá R. B. Kaupmannahöfn, 12. júlí kl. 11 e. h.. Sœsímaslitið fyrir norðan Hjaltl^nd lagað í kveld. Þjjzkalandskeisari lagði af stað héðan til Noregs 5 júlí. Járnsteypa hrundi í Flladelfíu og varð 40 mönnum að bana. Loptfarsskáli Wellmanns á Spitzbergen hefur skemmzt í ofviðri.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.