Þjóðólfur - 22.05.1918, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.05.1918, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR 35 Ensk reiðhjól, sem bera lang’t af öðrum, sterk, lótt, þægileg-, ásjáleg, selur Kix-kjusti-eeti 13. VÍÖSkÍftafélagÍd. Sími 701. Simskeyti frá Zahle, forsætisráð- herra Dana, til forsætis- ráðherra fslands. Eg !eyfi niér að skýra yður frá, að ég hef birt eftirfarandi skýrslu: »Sökum margs konar orðróms í nokkrum hluta blaðanna um sam- band vort við ísland, þá lít ég svo á, að það sé rétt, að skýra frá því, sem í raun og veru er að fara fram. Þegar Jón Magnússon, íslenzk- ur ráðherra, var hér síðastl. haust, kom hann fram með kröfu um verzlunarfána. í ríkisráðinu 22. nóv. var tillaga hans ekki samþykt af Hans Hátign konunginum, en ræða hans, sem þá var birt, var á þessa leið: Danmörk muni æskja að skipa fulltrúa til slíkra áamningaumleit- ana. Núverandi stjórn hefur aldrei stigið nokkurt skref í sambands- málum Danmerkur og íslands, án þess að ráðgast við alla flokka riktsþingsins, og hingað til hefur hún altaf fengið samþykki þeirra«. »Politiken« segir í sambandi við þessa skýrslu: »Skýrsla Zahle forsætisráðherra sýnir ljóslega, að samnirigaumleit- anir þær, sem nú á að koma í kring, eiga upptökin hjá Dönum í ríkisráðiau 22. nóv. — Nú má vænta þess, að hægt verði að forð- ast allar nýjar deilur og danska þjóðin geti nú tekið upp samn- ingaumleitanir með eindrægni og stillingu*. Umhugsunarvert nýmæli. 6. gr. Landsstjórninni er heimilt að setja verkafólki, er ferðast með skipum, lægri fargjaldstaxta en hinn vanalega. Fargjald fólks, sem ráðstafað er sam- kvæmt 2. gr., greiðir landssjóður að öllu leyti. 6. gr. Hver sá, sem ráðstafað er sam- kvæmt 2. gr., skal skoðaður af lækni og hafa frá honum vottorð um að vera ekki haldinn af næmum sjúkdómi. 7. gr. Með brot gegn lögum þessum skal farið sem almenn lögreglumál. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til 1. desember 1919. Prjóialtstir °g (hvor tegund fjTrir sig) í Vöruhúsinu. Tófuskinn kaupir hæsta verði „Ég get ekki fallizt á tillögu þá, sem ráðherra íslands hefur borið fram; en ég vil bæta því við, að þegar íslenzkar og dansk- ar skoðanir ekki samrýmast, munu almennar samningaumleit- anir í einhverju formi, heldur en að takn eitt einstakt mál út úr, leiða til þess góða samkomu- tags, sem ætíð verður að vera grundvöllur sambandsins milli beggja landanna“. Þessi hugmynd um almennar samningaumleitanir hefur verið tek- in til íhugunar á íslandi og það var skýrt frá þvf, að allir flokkar þar féllust á það. Þar eð bú'zt er við því, að núverandi alþingi verði bráðlega lokið og þingmennirnir þá dreifist um alt ísland, er það æskilegt, að alþingi berist skjót- íega vitneskja um afstöðu vora í þessu máli. I þessu sambandi hef ég beðið foringja allra stjórnmála flokkanna, að kveðja saman flokk- ana og leggja fyrir þá þá spurn- ingu, hvort þeir telji það viðeig- andi, sem stungið var upp á í ríkisráði 22. nóv., sem uppástungu til íslendinga, að hefja nú samn ingaumleitanir um alt samband ís- lands og Danmerkur. Ef ákvörðun um þetta skyldi verða gerð, verður alþingi skýrt frá þessu og er þá búizt við því, að það sé undir það búið, að korna saman vegna væntanlegra samningaumleitana. Þegar ríkis- þingið hefst 28. maf, þá |skal ákvörðun tekin um það, hvernig Bjargráðanefnd efri deildar flyt- ur svohljóðandi lagafrumvarp um fólksráðningarskrifstofu í Reykja- vík, Og um vald landsstjórnarinn- ar til að ráðstafa atvinnulausu fólki. 1. gr. Landsstjórnmni heimilast að setja fólksráðningaskrifstofu í Reykja- vík, eftir samráði við Búnaðarfélag ís- lands og Fiskiveiðafélag Islands, til fyrirgreiðslu vinnuviðskiftum i landinu. Laun forstöðumanns ákveður lands- stjórnin. 2. gr. Enn fremur heimilast lands- stjórninni vald til að ráðstafa vinnu- færu, en atvinnulausu og bjargarvana fólki, sem ekki verður ráðið á fólks- ráðningaskrifstofunni eða með frjálsum samningum á annan hátt. Þetta má þó því að eins ske, að stórfeld bjargar- vandræði verði, eða vofi yfir, og að eins að fengnu samþykki stjórnarvalda þeirra sveita eða bæja, sem fólkinu er ráð- stafað til. 3. gr. Hver sá, sem verkafólks er vant, getur snúið sér til hlutaðeigandi sveitarstjórnar eða bæjarstjórnar, og þær síðan til fólksráðningaskrifstofunn- ar, með fyrirspurnir og boð í verka- fólk. Samningur, sem sveitarstjórn eða bæjarstjórn gerir samkvæmt framkomn- um tilmælum við fólksráðningaskrif- stofuna, er bindandi fyrir hlutaðeigandi einstaklinga. 4. gr. Þegar mjög ískyggilega lítur nt á einhverjum stað með hjargræði fólks, skal hlutaðeigandi bæjarstjórn eða sveitarstjórn gera landsstjórninni aðvart, með ítarlegri skýrslu, um hve margt sé þar af vinnufæru, en atvinnu- lausu fólki, og hve mikill hluti þess bjargarvana, svo og um aldur þess og vinnudug. Skýrslu þessa liefir lands- stjórnin síðan til leiðbeiningar við ráð- stafanir þær, sem hún telur nauðsyn- legar. Yiðskiftaíélágið Kirkjustræti 12. Simi 7 01. 101 Þögull gekk hann áfram með Sigríði. Hún þorði ekki að tala til hans, en þögn hennar var honum einmitt Ijósasti vott- urinn um, hvað hún hugsaði um framferði hans, og að hún átti erfitt með að hughreysta hann og finna honum málsbót, í sjálfs sín hjarta fann hann enga huggun. Þegar þau komu heim undir bæinn gekk Ingiríður á móti þeim. Þorleifur leiddi hana inn í herbergi þeirra hjóna og Sigríður fór þangað með þeim. Þar sagði hann þ'eim frá ástríðu simii og öllu framfeiði. Hann hafði aldrei mælt öðrum bót, heldur verið þeim strangur dómari. Nú bar hann sakargiftir á sjálfan sig og dæmdi sig ekki vægilega; aðrir hefðu hvort sem var ekki þorað að gera það. Ingiríður átti bágt með að skilja, hvers vegna Þorleifur tók sér þetta svo nærri. Hún skildi ekki, hvernig nokkur maður gat látið bugast, þótt hann hefði syndgað eitthvað í hjarta sínu, en Sigríði var það full-ljóst, að fyrir manu með skapférli Þorleifs var þetta óbærileg hrösun. Hefði Þorleifur á unga aldri eignast konu eins og Sigríði, mundi hann ekki hafa ratað í neinar freist- ingar og raunir og þurft að iðrast á gamals aldri. Eu Ingiríður varð nú að vera eius og hún var af guði gerð Hún hafði altaf verið manni sinum og syni góð og umhyggju- söm, og látið þeim það í té, sem hún megnaði. Meira varð ekki af henni heimtað. Þegar nótt var komin, fóru þau Hans og Jjfíra burtu af bæn- um. Þau héldu sjálf, að enginn hefði orðib þess var, en Sigríður var á vaðbergi og henni létti heldur en ekki í skapi, þegar hún leit út um gluggann og sá til ferða þeirra. „Nú geturðu látið son okkar koma heim aftur“, sagði Þor-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.