Þjóðólfur - 19.06.1918, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.06.1918, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR 53 Qvað gerist á alfiingi. Mánudagurinn 10. júní var noik- ill starfs- og lögsmíðadagur. Þá voru lögð fram fyrir alþingi tvö lagafrv., rekin í einum spretti með afbrigðum frá þingsköpum gegn- um báðar deildir og afgreidd sem lög frá alþingi. Lög þessi þykir rétt að prenta hér. Sést, að sverfur æ fastara að eignarréttinum. Eru nú alls af- greidd frá alþingi tíu lög. 8 frv. vóru prentuð í II. tbl. Þjóðólfs. 9. Um viðauka við lög nr. 6, 8. febr. 1917, um heimild handa landstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum til lands- ins. — 1. gr. Við 1. gr. laga nr. 6, 8. febr. 1917, bætist: Ennfrem- ur veitist ráðuneyti íslands heim- ild til þess, að taka eignarnámi til útflutnings íslenzkar afurðir hjá kaupmönnum, félögum, framleið- endum eða öðrum, gegn fullu end- urgjaldi, að frádregnu lögboðnu útflutningsgjaidi. Endurgjald skal ákveða eftir mati þriggja óvilhallra manna; skal einn þeirra kvaddur af Landsyfirréttinum, annar af bæjarfógetanum í Reykjavík og þriðji af stjórnarráðinu. Þeir kjósa sér oddvita. Matsgerðir þeirra eru fullnaðarmatsgerðir. Eignarnemi þarf ekki að taka hið numda strax í sínar vörzlur, að matsgerð lok- inni, en greiða skal hann eiganda eða umráðamanni hins numda hæfllegan geymslukostnað eftir mati matsmanna. Að öðru Jeyti fer um framkvæmd eignarnáms- ins, eins og greinir í lögum nr. «1, 14. nóvember 1917, um fram- kvæmd eignarnáms. — 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 10. Um bráðabirgðaútflutnings- gjald. — 1. gr. Meðan Norðurálfu- ófriðurinn stendur og ráðuneyti íslands fer með verzlun innlendra vörutegunda, fleiri eða færri, eða sér um útflutning þeirra, er því heimilt að leggja með reglugerð eða reglugerðum útflutningsgjald, auk lögboðinna útflutningsgjalda, á vörutegundir þessar, eftir því sem nauðsynlegt er, til þess að landssjóður bíði ekki skaða af af- skiftum sínum af þeim. Gjaldi þessu skal hagað þannig, að ekki komi á neina vörutegund hærra gjald en sem svarar til þeirrar fjár- hæðar, sem landssjóður verður að leggja fram vegna verzlunar með eða umsjónar á þeirri tegund. Vörurnar, andvirði þeirra og vá- tryggingarupphæð er að veði fyr- ir gjaldinu. í reglugerð má kveða á um tilhögun og innheimtu gjalds- ins, hver skuli greiða það, sektir fyrir brot á henni og meðferð mála út af slíkum brotum. — 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð þessara seinni laga er fróðleg,- sýnir, að löggjafar vor- ir hafa ekki verið með öllu óhrædd- ir um, að þeir brytu sjálfa stjórn- arskrána með þeim, én reyna að losa sig við þann geig. Af grein- argerð mega og allir sjá, hvernig á lögunum stendur og hver er til- gangur þeirra. Hún hljóðar svo: „Eins og kunnugt er, þá er lands- stjórnin neydd til, vegna samn- inga við önnur ríki, að taka í sínar hendur verzlun með ýmsar innlendar vörutegundir og umsjón með útflutningi á þeim, til þess að tryggja aðflutninga til landsins, og þar sem búast má við, að landssjóður bíði skaða af þessum afskiftum sínum, ef engi heimild er fyrir hendi um, að hann megi leggja gjald á vöruna til lúkning- ar þeim skaða, þá virðist eigi verða hjá því komist að ná hon- um með skatti. Tilætlun þessa frv. er að útvega slíka heimild, þar sem það gæti orðið landssjóði of- vaxið að greiða slíkan halla. Það er að sönnu óvanalegt, að veita heimild til skattaálögu til lands- sjóðs með reglugerðum, en þar sem alveg sérstaklega stendur á nú og eigi virðist auðið að ákveða skatt þenna með lögum, þannig, að nærri láti um, að landssjóður verði skaðlaus, þykir eigi fært að fara aðra leið í þessu efni en frv. gerir ráð fyrir. Og vafalaust þyk- ir það, að þessi aðferð fari eigi í bága við 23. gr. stjórnarskrárinn- ar, sem að sjálfsögðu gildir um alla skatta, hvort sem þeir eru landssjóðs- eða sveitar- eða bæjar- félagaskattar. Sést þetta meðal annars bert á því, að bæði tekjur sýslusjóða og sveitar- og bæjar- sjóða eru teknar að miklu leyti með niðurjöfnun. — Frv. þetta flytur fjárhagsnefnd eftir tilmæl- um landsstjórnarinnar “. Bjargráð. Svohljóðandi tillögu flytur bjarg- ráðanefnd neðri deildar: Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að hlutast til um, að landið verði sem bráðast birgt að áraefni, trjávið og saum, til við- halds og smiða opinna róðrarbáta, þar sem mest er þörf. Greinargerð. Stjórnin heflr samkvæmt bréfi bjargráðanefndar, dags. 3. maí þ. á.; safnað skýrslum um róðrar- báta á öllu landinu og sent bjarg- ráðanefndinni þessar skýrslur. Sam- kvæmt þeim eru til um 2000 róðrarbátar, auk báta í Þingeyjar- sýslu, sem skýrslu vantar um. Skýrslurnar telja bátana nógu 103 marga, að hann lét enga tilraun gera til þess að bjarga íveru- húsinu; aðeins húsgögnum og rúmfatnaði lét hann bjarga. Þorleifur stóð og horfði á, meðan gamla húsið var að brenna. Honum fanst liðni tíminn með öllum þeim þungu og döpru end- urminningum, sem við hann voru bundnar, hverfa með þessum gamla hjalli, sem nú var að eyðast af eldinum. Honum kom til hugar, hve fárra ánægjustunda allir þeir höfðu notið, sem heima höfðu átt í þessu húsi, og hann tautaði við sjálfan sig: „Látum það brenna til ösku; það á ekki betra skilið". Þá snerti Sigríður handlegg hans og sagði: „Þetta er seinasta kveðjan frá Hans og Míru*. „Uss“! sagði Þorleifur, „láttu engan heyra þetta, þótt þér komi það til hugar; þau skulu fara héðan í friði. Eldurinn tek- ur af mér það ómak að rífa húsið. Hann Guðleifur getur reist hér nýtt íveruhús, hann heflr bæði æskufjörið og efnin til þess“. „Og í því húsi skulum við öll búa í ást og eindrægni", sagði Sigríður. „Og enginn veit nú, hvað ókomni tíminn ber í skauti sér“, svaraði Þorleifur þungbúinn. „Jú, guð veit það“, sagði Sigríður brosandi og tók fast í hönd honum. Síðustu glæður eldsins voru slöknaðar og tóftin gein við, svört og sviðin. Nóttin var á enda, og aftureldingin sendi daufa skímu gegnum þungbúnu skýin á himninum; smámsaman vann birtan sigur á myrkrinu og loks brutust sólargeislarnir gegn um skýin með yl og birtu í faðminum. Þá leit Þorleifur loks af bæjarrústunum, sneri sér að Sigríði og sagði: „Hvar eigum við nú að leita húsaskjóls, meðan verið er að koma upp nýju húsi á þessum rústum? „í húsinu naínu", svaraði Sigríður, „það er að vísu lítið og marga, haldist vélbátaútvegurinn í svipuðu horfl og hingað til, en teppist hann að meiru eða minna leyti, sé brýn þörf á að fjölga róðrarbátum. Samkvæmt skýrslun- um er algerður skortur á báta- og áravið og saum hvarvetna á landinu, nema á Akureyri. Sam- kvæmt upplýsingum, sem nefndin heflr fengið annarstaðar frá, mun og vera nokkuð til af bátaefni í Reykjavík og Hafnarfirði. Nefndin telur bráðnauðsynlegt að bæta úr þessum skorti, og þess vegna þurfi að útvega landinu þegar í sumar efni til viðhalds þeim bátum, sem til eru, og, ef þörf krefur, til aukn- ingar þessum útveg. Þess vegna flytur hún þessa tillögu. íslan dsmál í Danmörku. Khöfn, 15. júní. Borgbjerg var framsögumaður meiri hluta íslandsmálanefndarinnar í þjóð- þinginu, og mælti hann á þessa leið: — Það hefir verið talið, að vér vær- um of frjálslyndir með því að senda fulltrúa til Reykjavíkur. En þar sem vér erum vissir um góða afstöðu vora í þessu máli, þá þurfum vér eigi að óttast samningaformið. Það er áreið- anlegt, að nú er heppilegri timi til samninga heldur en nokkru sinni endra- nær, og öll þjóðin mun láta fylgja sendimönnunum óskir um það, að samn- ingarnir takist vel og að báðir máls- aðiljar verði ánægðir. Ef til vill verð- ur samningunum haldið áfram hér í Kaupmannahöfn. Vér verðum að óska þess samhuga, að árangurinn af sendi- förinni verði eigi að eins til þess, að fullnægja kröfum íslendinga um sjálf- stæði, heldur vérði úr því samningar milli tveggja þjóða um reglulegt rikja- samband. Framsögumaður minni hlutans, Johan Knudsen, mælti:

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.