Þjóðólfur - 07.08.1918, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.08.1918, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR ;■*»----— 65. árgangur. Ileykjavík, 7. ágúst 1918. ÞJÓÐÓLFUR kemur út einu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjald- dagi fyrir lok júlímánaðar. Afgreiðslu annast Björn Björnsson bókbindari, Laugaveg 18, sími 286. IVI E Ð þessu tölublaði tekur undirritaður við ritstjórn Pjóð- óljs. Nolar Pjóðólfur tœkifærið til að þakka hr. mag. Sigurði Guðmundssyni góða hand- leiðslu, þann stutta líma, sem þeir hafa saman verið og vœnt- ir að mega njóta sömu hglli almennings og áður, þótt hinn njji ritstjóri sé eigi jafn snjall og sá Jráfarandi. Um stefnu blaðsins framveg- is, er það að segja, að Pjóðólf- ur telur sig eigi neinum sér- slökum þjóðmálaflokk fylgjandi fyrst um sinn; en þau málefni er honum þykja nokkru varða, mun hann láta til sín taka, án tillits til þess, hverir þar hafi skipað sér til atfylgis. Mun hann þá eigi láta skoðanir sínar liggja í láginni, er honum þyk- ir máli skifta, hverir sem hlut eiga að máli. Sérstaklega mun Pjóðólfur leggja stund á að rœða þau málefni er snerta at- vinnuvegi vora og alt það er þeim horfir lil umbóta og fram- fara. Um hitt er minna vert, að semja fjölorða og mœrðar- fulla stefnuskrá og gleyma slð- an, er til framkvœmdanna kem- ur, aðalefninu fyrir aukaatrið- um fyrir lengdar sakir stefnu- skrárinnar. Til þess er Pjóðólf- ur of gamall í hettunni sem þjóðmálablað. Mun eg leggja stund á að fá sem flest ritfœrra manna á ýmsum sviðum til að rita í blaðið, svo það verði sem fjölbreyttast að efni. Fjöl- yrði eg svo eigi meir um þetta. Magnús Bi'örnsson. Auglýsið í Þjóðólfi! Hann fer á hvert heimili í Ar- nes- og Rangárvallasýslu og :,: mjög víða um alt land. — Upplag 2500. — Auglýsingum sé komið til af- greiðslu- og innheimtumanns blaðsins, Björns Björnssonar bókbindara, Laugaveg 18. t jlíerknr maíur látinn. Séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili, aridaðist á sunnu- dagsmorguninn 4. þ. mán., eftir langa og erfiða sjúhralegu. Var liann orðinn 62 ára er hann lézt. Verður hans nánar minst í næsta blaði. I. í nítjánda tölublaði Þjóðólfs þ. á., gefst lesendum vorum kostur á að kynna sér sambandslaga- frumvarp dansk-íslenzku samn- inganefndanna. Er þar skemst af að segja, að það er framar öllum vonum og verður að teljast allvel viðunandi frá okkar sjónarmiði íslendinga; þegar tillit er tekið til hvernig til samninga þessara var stofnað. Hefir betur ræzt úr Dön- um, en á horíðist í fyrstu. — Þeir senda til vor nokkra hinna mikilhæfustu stjórnmálamanna sinna, til aÖ semja við oss sem jafn róttháa aðila um sambands- málin og ber straks á það að líta, að slíks eru eigi dæmi fyr í við- skiftum þeirra við oss, að þeir vægi þannig til fyrir okkur; — viðurkenni og játi í höfuðatriðum jafnréttis- og fullveldiskröfum vor- um, sem áðu*r hafa verið þeim hinn mesti þyinir í augum. Eru þannig í fyrsta skifti fundin frum- skilyrði fyrir betra og varanlegra samkomulagi og samvinnu við þá og aðra frændur vora á Norður- löndum. Auðvitað höfum vór og orðið að teygja oss til samkomulags við þá, er um viðurkenning full- veldis vors var að ræða. Var og við því að búast, að finnast myndu gallar á frumvarpssmíð þessari, eins og ætíð vill verða, er um jafn viðkvæmt mál er að ræða — og annmarkar eru ýmsir; en þó eigi meiri en það, að ekkert áhorfs- mál virðist að taka beri kostum þeim, er í boði eru, tveim hönd- um; þar eð vér höfum ekkert það af hendi látið til samkomulags, sem eigi er að öllu afturkræft, ef einurð og staðfesta fylgdi kröfum vorum, og vór þættumst eftir á of dýru veiði koypt hafa fullveldi vort. Þau atriði er vér hefðum gjarnan kosið hagstæðari os@ til handa, ef kostur hefði verið, eru aðallega þessi: 1. Jafnrétti Dana við oss hór á landi til atvinnureksturs o. s. frv., sem þeim verður meira virði í framkvæmdinni, þótt vér höfum sama rétt í Danmörku. (Enda vekur og íslenzka samninganefnd- in athygli á því atriði í athuga- semdum sínum við frumvarpið). 2. Meðferð Dana á utanríkis- málum vorum þótt í voru umboði sé og á vorn kostnað. 3. Fullþröng riftunarskilyrði (þó reyndar auka-atriði). Þó mun engum blandast hugur um, að kostir frumvarpsins eru svo miklir, að áðurnefndir ann- markar verða að teljast minna virði (auka-atriði). Vér fáum í aðra hönd: 1. Viðurkenning sjálfstœðis vors og fullveldis og þar afleiðandi full umráð yfir málum þeim, er þeir hafa áður krafist að væru sam- eiginleg og óuppsegjanleg, svo sem: 2. Innlendan hæstarétt. 3. Sérstaka myntskipun. 4. Landhelgisgæzlu; — getum vér alt tekið í vorar hendur ef oss býður svo við að horfa. Auk þessa erum vér leystir undan her- málasamhandi við Dani, er felst í hinni ævarandi hlutleysisyfirlýs- ingu vorri. Þá er og endi bund- inn á öll skuldaviðskifti vor við Dani, i eitt skifti fyrir öll og all- ar þær leiðinlegu deilur er af þeim hefir leitt. Farfána vorn fáum vér og viðurkendan er sambands- lög þessi ganga í gildi. Rísi ágreiningur um skilning á ákvæðum sambandslaga þessara, sker gerðardómur, kjörinn af æðstu dómstólum hvors ríkis, úr þeim, sbr. 17. gr. Nú á þjóðin að segja til, hvoru kostinn hafa skal. Hvort vér eig- um með samningum þessum að binda um sinn enda á vor elztu og erfiðustu deilumál, er verib hafa hinn mesti þröskuldur á vegi vorum til þjóðþrifa, síðan vér fór- um að hafa hönd 1 bagga með Dönum um þjóðmálefni vor. — Eða hvort leggja skal út í tví- sýna skilnaðarbaráttu — rifrildi, sem leitt gæti af sér hæst-óvel- komna íhlutun óviðkomandi uppi- vöðsluseggja, sem nóg eru dæmi til um á þessum síðustu og verstu tímum. Alla afgreiðslu F’jóðólfs annast Björn Björnsson bókbind- ari, Laugaveg 18, Sími 286. — Hann tekur við öllum auglýs- ingurn og hefir á hendi öll reikn- ingsskil blaðsins. Ef vanskil verða á því, eru menn beðnir að snúa sér til hans. 20. tölublað. Grasbrestur Og föðurbætir. Bændum verður ekki um ann- að tíðræddara en grasbrest þann, sem nú er um land alt. Sumir hafa um hann ritað og spurt, livað gera ætti, aðrir hafa svarað og bent á ráð. í fyrsta lagi er brýnt fyrir mönn- um að setja gætilega á. Það er sú skylda, sem vænta má að hver maður hlýði. Þá hefir verið bent á öflun fóðurbætis og mönnum ráðlagt að fá sér síld og lýsi, því að útlend- ur fóðurbætir fæst ekki, allra sízt við skaplegu verði. Brezka stjórnin hefir selt lands- mönnum allmikið af þeirri síld, sem hún gat ekki flutt út í fyrra sumar, og verður hún notuð til skepnufóðurs. Borgfirðingar einir hafa keypt 2000 tunnur þeirrar síldar. Að öðru leyti ér mönnum ráðlagt að „kaupasíld", „vera sér úti um sild", o. s. frv. og lendir oft við orðin ein. Mér hefir komið til hugar að skýra bændum frá, hvernig til hagar í verstöðum, þar sem síld er veidd, og hvernig þeir eigi að koma svo ár sinni fyrir borð, að þeir geti eignast sem ódýrast skepnufóður, þvi að á það hefi eg hvergi séð minst. Skilst mér, að þeir sé heldur ófróðir um síldfiski, sem ritað hafa „um síld til skepnu- fóðurs". Eg býst við, að ráð míu komi svo seint, að þau verði fáum að liði á þessu sumri, en ef menn festa sér það í minni, sem hér verður sagt, mætti það siðar koma að liði. Því er svo farið á síldarstöðv- um, að hvert skifti, sem skip eða bátur kemur með afla, fer nokk- uð af síldinni forgörðum, þó að farmurinn sé glænýr. Þegar sölt- uninni er lokið, liggur meira og minna eftir af síld, sem eitthvað hefir skemst, marist, sæizt eða höggvist í búta. Mest af þessari síld fer algerlega forgörðum, er hent í sjóinn eða látin úldna og maðka í gryfjum. Þegar vel veiðist fer aldrei hjá því, að hálfir skipsfarmar skemm- ist af ýmislegum ástæðum. Slík síld er þá seld lágu verði „í bræðslu", eða fleygt í sjóinn, ef engin bræðslustöð er nálæg. Oft ber svo við, að einn og einn mann skortir tunnur í svip og vill þá heldur selja síldina lágu verði nokkra daga en hætta veiðinni með öllu. Af þessum sökum er það, að fá má á hverju sumri allmikiÖ af síld við vægu verði, ef fyrirhyggja væri höfð til þess að sæta slíkum kaupum. En það hafa landsmenn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.