Lanztíðindi - 05.11.1849, Blaðsíða 4

Lanztíðindi - 05.11.1849, Blaðsíða 4
20 § 3. Rjett á aft kjósa fulltrúa eiga þeir einir: a) sein liafa óflekkafi mannorð; því má einginn sá kjósa, sem sekur er orðinn aft lagadómi um nokkurt þaft verk, sem sví- virðilegt er að almenníngs áliti, ekki held- ur neinn sá, sem mál hefur verið höfð- að á hendur um slíkt verk, nema hann sje dæmdur alsýkn saka; b) sem eru þritugir að aldri þá er kjósa skal; p) sem eru fjár síns fullráðandi; d) sein leggja til sveitar af efimm sjálfra sín, og ekki standa í skuld fyrir sveit- arstyrk; r) sem eiga með sig sjálfir; þó má einnig sá kjósa, sem öðrum er háður, ef hann veitir heimili forstöðu, eða er verzlun- arfulltrúi, eða er útskrifaður úr skóla; f) sem liafa verið heimilisfastir í kjördæm- inu hið síðasta ár; (/) sem Oss eru þegnskyldir. § 4. Kjörgeingiir til fulltrúa á þjóðfundinn er hver sá maður, sem hefur tímm um tvít- ugt þegar kosið er, og hefur þá Iiæfilegleika til að bera, sem til kosníngarrjettar þarf (§ 3). 5ó má þann kjósa, sem á heimili utan kjör- þingis, eða verið hefur í því skjemur en eitt ár. §. 5. Fyrir kosningunum skulu vera bæjar- fógetinn í Reykjavík og sýslumenn hver í sinni sýslu. § 6. Prestur hver skal með hreppstjórum eptir ráðstöfun kjörstjóra semja nákvæma skýrslu yfir alla þá menn í sóknum hans, sem kosníngarrjett liafa og kjörgeingir eru. Skal skrá þessi með fullum nöfnum, aldri, stjett og heimili fyrst tilgreina þá, sem kosningar- rjett hafa (§ 3), og síðan þá aðra, sein kjör- geingir eru (§ 4). T Reykjavík semja skrá þessa dómkyrkjupresturinn og oddviti bæjar- fulltrúanna. § 7. ^á er nafnaskrár þessar eru samdar, skulu þær vera til sýnis öilum i þínghúsinu í Reykjavik oghjáhverjum sóknarpresti ella, og skal því lýsa á vanalegan liátt, að minrista kosti hálfum mánuði fyrir kjörþíngi. § 8. 1>yki nokkrum einhver sá vera nefrnl- ur á kjörskránuin, sem ekki hafi það til að bera, er veiti kosníngarrjett eða kjörgeingi, eður að nokkruin manni sje þar ránglega sleppt, á hann, ef hann vill hafa leiðrjetting þess, að tjá það kjörstjóra og leiða rök til að minnsta kosti 4 dögum fyrir kjörþing, en kjörstjórinn skal síðan kveðja hann til þíngs- ins og aðra, sem hlut eiga í máli. § 9. Kosníngar skulu fram fara næsta vor svo tímanlega sem má og, ef nokkur kost- ur er á, ekki síðar, en litlu fyrir fardaga. Amtmenn skulu með ráði kjörstjóranna kveða á kjörþíngisdaginn og þíngstaðinn i hverju kjördæmi, og skal þíng vera sama dag, ef verða má, í öllum kjördæmunum í saina amti. Skal síðan hver kjörstjóri auglýsa á vana- legan hátt dag og stað og stundu þá er kosn- íng skal fara fram, að minnsta kosti 8 clög- uin á undan. § 10. Kjörstjóri hver skal kveðja til aðstoð- ar með sjer tvo valinkunna menn, er vel þekkja til i kjördæminu, og skal hann taka eið af þeim og skipta siðan verkum með þeim. § 11. Kj örstjóri og aðstoðarmenn hans skulu vera komnir á kjörþíngisstaðinn hina ákveðnu stund og hafa meðferðis allar kjörskrárnar úr kjördæminu (§ 6) og athugasemdir, sein við þær eru gjörðar (§ 8), ef nokkrar eru. § 12. Kjörstjóri skal taka til starfa með að brýna fyrir kjósendum, hve mikils varðandi kosníngin sje, og annist hann síðan, að hún fari fram sem skipulegast. § 13. Áður enn til kosninga er geingið skal kjörstjórnin leggja úrskurð á athugasemdir þær, sem fram eru komnar við kjörskrárnar. Jessir úrskurðir skulu ritaðir í gjörðabók kjörstjórnarinnar. § 14. Skal að svo húnu gánga til kosnínga á þann hátt, sem kjörstjóri seigir fyrir. Kjör- stjórnarmennirnir skulu þá fyrst rita atkvæði sín i kjörbækurnar, á þann hátt, sein hjer á eptir seigir, og haga svo til, að ekki sjáist, fyrr enn upp eru lesnar kjörbækurnar. Sið- an gánga hinir kjósemlurnir fram til atkvæða- greiðslu í þeirri röð, sem á er kveðin. Hver sá, er neyfa vill kosningarrjettar síns, skal koma sjálfur á kjörþíngi, og, þá er hann geingur fram til kosningar, nefna tvo menn með fullu nafni, stjett og heimili. Atkvæðin skulu aðstoðarmenn kjörstjóra rita í tvær bækur; skal annar þeirra rita í bók sjer nafn kjósaiula, og þar við nöfn þeirra manna, sein kosnir eru, og undir hvert þeirra nafn kjós- aiulnns. Síðan skal hver aðstoðarmaður fyrir

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.