Íslendingur - 22.05.1865, Blaðsíða 5

Íslendingur - 22.05.1865, Blaðsíða 5
93 yfirdómari Benidikt Sveinsson hinar fyrri yfirreiðir sínar og fundarhöld í Iíjósarsýslu, sumpart ásamt sýslumanni Jóni Thoroddsen, og við petta tœhifœri1 hagaði hann sjer, að sögn, ef vægustu orðatiltæki eru við höfð, ó- sæmilega fyrir embættismann, því að svo er sagt, að hann hafi fleirum sinnum mjög drukkinn hneyxlanlega rifizt og skammazt við bændur, og haft hótanir í frammi við þá, ef þeir Ijetu eigi undan; og hegðun hans hefir jafnvel vakið slíkt hneyxli, að maður nokkur, er var á einum af þessum fundum, hefir sagt við mig, að hann furðaði sig á því, að yfirdómaranum væri eigi fyrirboðið að halda þannig áfram æsingum sínum, og hótað em- bættismissi, ef hann hlýddi eigi. Jeg hefi, sem kunn- ugt er, ávallt fylgt fram lækningareglunni í þessu máli, og fyrir þá sök hefi jeg haldiö fast í þærkindur, erjeg hefi komið upp, og það þrátt fyrir alla þá erfiðleika, er jeg hefi átt við að stríða. Á hinum síðasta fingvalla- fundi gjörðu ýmsir niðurskurðaræsingamenn sjer mikið far um, að fá mig til að skera kindur mínar, líklega í þeirri von, að ef jeg, sem einn af höfuðlækningamönn- unum, fengist til þess, mundi veita hægra að fá bænd- urna til þess; en jeg þverneitaði því, eins og jeg líka þegar gekk af fundinum, er málinu var hreyft, og lýsti yfir því, að jeg vildi engan hlut eiga í umræðu þess máls, þvf að jeg hefi þá óbifanlegu sannfæringu, að niðurskurður á fje, með hverjum skilmálum sem liann er, verði til óbætanlegs skaða fyrir fjáreigendurna. f»ó barst það út, aðjeghefði lofað að eyða fje mínu. þetta kom mjer til að setja auglýsingu í nr. 44—45 af jþjóð- ólfi, er kom út 12. dag seplemberm. síðastl. (fylgiskjal nr. 1), og lýsti jeg því í henni, að þessi orðrómur væri ósannur og að jeg væri með öllu ófáanlegur til að skera fje mitt niður. En yfirdómari Benidikt Sveinsson setur þá auglýsingu í blaðið íslending, 22. dag septemberm. næst þar á eptir, og lýsir þar yfir því, að hann ætli að láta drepa hverja þá kind mína, er finnast kynni í hans landareign, hvort sem hún væri heilbrigð eða sjúk, og hinu sama er öðrum fjáreigöndum hótað, ef mínar kind- ur komi saman við fje þeirra (fylgiskjal nr. 2), og hinu sama hefir liann annars áður hótað mjer munnlega. Mjer þykir það æði svæsið af embættismanni, og það af þeim embættismanni, er sjálfum er trúað fyrir æðra dómaraembætti í landinu, og sem þess vegna á að kveða upp dóm í þeim málum, þar sem öðrum er sýnt ofríki eða ójöfnuður, að hann skuli sjálfur hóta öðrum ofríki. 1) Eins og allir vita, varjcg á eimim einasta fundi aí> Lága- felli ( haust eb var, og er jeg viss mn, aí> enginn er svo ósvíflnn ab segja, ab jeg etiur nokkur annar, sem þar var, hafl verih drukk- •iun ehur abhafzt þar noitt ósæmilegt; svo þetta er vafalaust sprottib frá skólakennaranum sjálfum, og er þat) eigi meira en annafi, sem í þessn fagra og fróþlega riti hans stendurl B. Sveinsson. það virðist eigi vera mikil upphvatning til góðrar reglu og siðsemi meðal hinna óæðri Iandsmanna, þegar em- bættismennirnir geta vítalaust hótað að fremja ofríki á eign annara; það virðist eigi heldr vera mikil trygging fyrir rjettum og óvilhöllum dómum, þegar dómarinn sjálfur hefir slíkar hótanir í frammi, og auk þess, að hann hefir á hendi æðra dómaraembætti, á líka að vera alþingismaður, og fær þannig færi á að æsa upp þá af alþingismönnum, sem eru miður sjálfstæðir í skoðunum sínum og miður greindir, til þess að koma fram með óskynsamlegar og ofbeldisfullar uppástungur, og, ef til vill, til að fremja samskonar verk. Af ofangreindum ástæðum er það auðmjúk bæn mín til hins háa stjórnarráðs, 1., að eins og jeg er sannfærður um, að það lætur sjer annt um velferð ís- lendingaí alla staði, þannig gjöri það ogmildilegast hinar öflugustu ráðstafanir til þess að aptra þessum svívirði- legu æsingum til niðurskurðar á heilbrigðu fje, og að það að minnsta kosti annist um, að embættismenn lands- ins, meðal hverra jeg, sem áður er um getið, leyfi mjer einkum að tilnefna yfirdómara Benidikt Sveinsson og sýslumann Jón Thoroddsen, haldi þeim eigi lengur á- fram sem oddvitar, og 2., að hið liáa stjórnarráð veiti mjer öflugt fullting, svo að jeg þurfi eigi að eiga það á hættu, að yfirdómari Benidikt Sveinsson, samkvæmt hótun sinni, er jeg legg hjer með sem fylgiskjal, eða aðrir, sem líkt eru skapi farnir, eyðileggi eign mína með ofbeldi. Reykjavík, 7. dag októberm. 1864. Auðmjúkast. Til II. Kr. Friðrilcsson. Lögstjórnarráðsins. Eins og hverju mannsbarni á íslandi er kunnugt, hafa tillögur mínar í fjárkláðamálinu lotið að því, bæði ut- an þings og innan, að lækningamenn og niðurskurðarmenn yrðu á eitt sáttir, og þessari aðalhugsun minni og aðalstefnu hefi jeg gefið ýmsan búning, ef eitthvað kynni að verða upphugsað, sem gæti samrýmt þessar einstrengingslegu stefnur þannig, að kláðanum yrði útrýmt, áðurenhann eyðilegði land og lýð. fannig fylgdi jeg 1861 því fram, að niðurskurður yrði sem varaúrræði viðhafður sem hegning gegn lækningatrössunum, og er þetta eigi fjekk fram- gang, framfylgdi jeg sem fleiri, á alþingi 1863, eintóm- um lækningum, samkvæmt frumvarpi stjórnarinnar, en þó náttúrlega með þeim skilmála, sem óaðgreinanlegur er frá landsháttum vorum, að verðir yrðu viðhafðirumhverfis kláðasvæðið meðan á lækningunum slæði, svo faraldrið eigi útbreiddist frá trössunum. En er þetta eigi heldur gat orðið ofan á, hugkvæmdust mjer fjárskiptin, semjeg fyrst bar uppástungu fram um á þingvallafundi í fyrra sumar; smbr. ísl. 4. árg. nr. 1.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.