Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Blaðsíða 3

Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Blaðsíða 3
83 Auk þessa roá geta þess, að þótt mjöl sje handhægara en rúgurinn, þá ættu íslendingar að vera svo undirbúnir, að þeir þyrftu eigi að vera að taka fólkið, sem víða hvar bæði til sjávar og sveita hefir marga snúninga, og allt annað að gjöra, og láta það sitja við handkvarnir og mala, heldur fer bezt á að brúka vind og vatn í stað annars erfiðis og áreynzlu, til þess að koma þessu fram. það er ýmislegur sparnaður við vindmylnur og vatnsmyln- ur. þær þurfa t. a. m. ekki að borða, sem strax er sparnaður, og auk þess afkasta þær margfalt meira verki. en aumingja malararnir, sem eru að þreyta sig í handkvörnunum. það) verður því mitt ráð, að menn smátt og smátt fjölgi, bæði vind- og vatnsmylnum um allt land, hvar sem því verður við komið. það er ein- földustu verkvjelar, sem til eru, enda sjá menn þær í: hverju landi. það getur bæði orðið heilsubætir og þá líka búbætir. Yfir höfuð getur maður álitið það sem hina mestu framför í einu landi, þá er menn ætla náttúrukröptunum að gjöra það, sem áður hefir verið gjört með manna höndum. Vjer sjáum, þótt lítið sje, hve mjög hinar almennu siglingar, sem nú eru komnar á vor fiskiskip, ljetta undir þann ára- róður, sem áður var viðhafður; og hvað þessar betri bátasiglingar hafa stuðlað að heilsu fólks, veit víst allur almenningur sjómanna. það að gjöra náttúru- kraptana að vinnumönnum sínum, er eigi að eins hin mesta framför, heldur og hinn bezti heilsubætir, þar sem því er rjettilega fyrir komið.

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.