Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Síða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Síða 10
10 ( henni eru fjárhús frá Næfurholti. Þar er sagt, að bær hafi verið til forna. Þó er þar engar rústir að sjá, neraa eina stekkjar- tóft, nokkuð gamla. En svo er að sjá, sem hér hafi alt blásið áður, en verið gróið upp aftur, þá er fjárhúsin voru bvgð. Er þvi ekki að marka, þó bæjarrúst sjáist ekki. En fyrir neðan brekkuna hefir aldrei blásið, og er þar forn garður, sem líkleat er að sé túngarður. Engin fornvirki gat ég heldur séð annars- staðar á bungunni. 6. Kanastaðir hefir bær heitið og staðið norðvestan í löngum en lágutn rana, er gengur suðvestur af Bjólfelli. Hefir hraunkvísl kastað sér vesfur yfir ranann, ofan til miðjan, og farið yfir bæinn. Hraunkvísl þessi heitir Kanastaðanef. Fyrir vestan harra er landið blásið, nema litil torfa hjá nefinu. Hún heitir Kanastaðatorfa. Eigi sjást byggingarmerki á henni. Sunn- anundir nefinu eru fagrar uppsprettulindir; þar heita Kanastaða- botnar. Þar eru fjárhús frá Haukadal. Engar sjást menjar bæj- arins, og er hann án efa hrauni hulinn. Hraunið, sem kvísi þessi er af, hefir fylt dalinn milli Bjólfells (að vestan) og Selsundsfjalla (að austan og suðaustan). I þeim dal hafa, að sögu, bæir verið, sem nú eru hrauni huldir; vita menn eigi tölu þeirra og gleymd eru nöfn þeirra, nema tvö: 7. Stóri-Skógur og 8. Litli Skógur; þau nöfn haldast við sem örnefni á þeim stöðum, sem bæirnir eru undir eða þar nálægt, og er það aust- anmegin í dalnum. Hraunið hefir stöðvast fremst í dalnum og myndar þar háa brún. Bærinn Selsund stendur nú undir henni. Þar er antrað eldra hraun undir og liggur nokkru lengra .fram. Það er flatt ofan og á þvf þunnur jarðvegur. Hér og hvar sjást á því móbergs (»breccie«) steinar, sem virðast vera úr Bjólfelli. 9. Stóra-Skarð eða Skarð hið eystra, bær Þorsteins tjald- stæðings, landnámsmanns, er sagt, að staðið hafi austan undir dýpst i skarðinu í Selsundsfjöllum, og er það beint í suðaustur frá bænum Selsundi. En suðaustanmegin Selsundsfjalla liggur ákaflega mikið hraunflóð/ yfir stóru svæði, og er sagt, að Stóra- Skarð, ásamt fleiri bæjum hafi orðið þar undir á 14. öld. I brekkunni við skarðið hafa menn þótst sjá túngarðsbrot útundan hraunjaðrinum. Þangað fór ég fyrir nokkrum árum og Ólafur bóndi Jónsson i Selsundi með mér og skoðuðum þetta, en þótti efasamt, að það væri mannaverk. Heyrt hafði Ólafur sögnina um afa sinn, Jón eldra 1 Selsundi, þó ekki heyrt hann sjálfan segja hana. Sögnin er sú, að eitt sinn, er hann var að smala á yngri árum sínum, hafi hann elt kindur út í hraunið nálægt

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.