Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 36
3 6 MAN : SALVGI : NICHVLAS : SRA PTA : SON : 1638 ÞAN : 6 : AVGVST I : 48 : ARA : ER : HA N : AVDMIVKLEG A : OG : SIVKLEGA- TIL : GVDS : HIED AN : SOFNADVR : EG : TRVE : SyND ANA : FyRERGEF NINGV : HOLLDS INS : VIPRISV : OG • EILyFT : LyF •• HIER HVILER, svona byrja flestar grafskriftir á gömlum ísl. leg- steinum. Þetta orðatiltæki er enn viðhaft og er vanalegt hjá þeim þjóð- um, er trúa á upprisu og annað líf eftir dauðann. SA er hér ákveðinn greinir; þannig er þetta orð haft oftlega bæði í fornnorskum og ísl. ritum og nú í daglegu tali. Sbr. ÞAN í 6. 1. — Orðið TRVFASTE merkir hér líklega öllu heldur staðfastur í trúnni á guð en tryggur1. — MAN, þessi nafnháttarmynd kemur stundum fyrir í ísl. ritum frá seinni tímum. Það mætti ætla að hún hafi myndast eftir þolfallinu úr eldri myndinni, mannr, sem stundum kemur fyrir í fornritum og hefir eðlilega myndast eftir hinurn föllunum, er öll hafa -nn- venjuleg- ast. Þó er líklegt að orð eins og t d. spónn, son og vin (í st. f. sonur og vinur) hafi haft áhrif á myndun nafnháttarins mann. — SALVGE rnerkir hér, eins og enn þann dag i dag, sálaði (= andaði). — I fornu máli merkti það sama og vesall (og vesæll); sbr saal, saalug og sælug í norsku. A íslandi hafa menn ruglað orðunutn sálugnr og sálaður saman og má vera að orðatiltækið »salig« i dönsku, sem haft er um andaða og sett fyrir framan nafnið2, eins og hér, hafi valdið því að nokkuru. Þeir sem nú brúka orðið »sálugi« hafa það á eftir nafninu, en þó á undan föðurnafninu. — NICHVLAS. Aður var minst á uppruna og rithátt þessa nafns. Nú er sagt Nikulás og svo hefir nafnið líklega verið borið fram áður fyrri. Nafnið kom fyrir í Noregi í byrjun 12. aldar og á 13. öld kemur það fyrir á íslandi. Úr þessu nafni eru til orðin nöfnin Kláus og Níels, sem einnig eru kornrn úr öðrum málum inn islenzkuna. SRAPTA. Um stafagerðina var áður getið. Nafnið er hér ritað með -pt- 1) Sbr. RIETT : TRVADVR á legst. nr. 2, 4. 1. 2) Sbr. legst. nr, 8.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.