Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 52
54 3. k a f 1 i. Um forngripi. 12. gr. Hver sá, er finnur forngrip í jörðu eða á, er skyldur til að skýra lögreglustjóra þegar í stað nákvæmlega frá fundinum. Jafn- framt skal hann afhenda lögreglustjóra það, sem fundist hefir, nema hætt sé við, að það skemmist í fiutningnum, þá skal hann varð- veita það á þann hátt, sem hann best getur, uns lögreglustjóri ráð- stafar því. Ef líkur eru til, að fleiri forngripir þeir, er mikilsverðir eru, muni dyljast á fundarstaðnum, skal finnandi við engu hagga, en skýra þegar lögreglustjóra frá. Fundarstað skal finnandi jafnan greina skilmerkilega. Ef forngripur finst við mannvirki þau eða störf, sem fram- kvæmd eru samkvæmt 10. grein, skal finnandi afhenda hann verk- stjóra eða því stjórnarvaidi, sem hlut á að máli, og skal viðtakandi gefa lögreglustjóra nákvæma skýrslu um fundinn og fari með, sem að traman er greint. Nú finst forngripur við rannsókn þá eða að- gjörð, sem getur í 11. grein, og skal þá sá, er rannsókninni eða aðgjörðinni stýrir, annast um hlutinn og sjá um, að hann komist til Forngripasafns Islands og að ágrip af skýrslu um fundinn sé birt, sem síðar segir (sbr. 14. grein). Skylt er lögreglustjóra að gefa skriflega viðurkenningu fyrir móttöku forngrips, ef þess er óskað. 13. gr. Jafnskjótt sem lögreglustjóri hefir fengið skýrslu um fund forn- grips, skal hann skýra þeim manui eða mönnum frá, sem land eiga undlr, þar sem forngripur fanst, og jafnframt senda stjórnarráðinu skýrsluna með þeim viðaukum frá sjálfum sér, sem honum virðast nauðsynlegir. Enn fremur sendir hann þá forngripi, sem honum hafa verið afhentir, til stjórnarráðsins, nema hætt sé við, að þeir skemmist í flutningi, þá skal lögreglustjóri geyma gripina, uns stjórnarráðið ráðstafar þeim. Ef lögreglustjóra virðast líkur til, að fleiri forngripir muni dylj- ast þar, sem forngripur fanst, skal hann geta þess í skýrslu sinni til stjórnarráðsins og sjá um, að engu verði rótað á fundarstaðnum, þangað til rannsókn getur fram farið. 14. gr. Agrip af þeim skýrslum um fundna forngripi, sem stjórnarráðið fær frá lögreglustjóra eða þeim manni, er rannsókn eða aðgjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.