Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 89
91 6102. 6103. 6104. l0/ia Rúmfjöl gömul, útskorin annars vegar, með greiiium og blöðum eftir miðju og á endum, en höfðaleturslinu fram með brúnum; stendur þar: Gud giefe oss goodar nœtur | gud hialpe oss vel a fœtur | i nafni fedur so... 24/la Ólafur Halldórsson, Fróðastöðum: Snældusnúður úr fitusteini, hálfkúlumyndaður, þverm. 3,7 sm., vídd gats- ins 1,2 sm. Fundinn á Ásbjarnarstöðum í Mýrasýslu. — Óviss gefandi: Svuntuhnappur gamall úr silfruðu látúns- víravirki. Vídalínssafn. Prófessorsfrú Helga Matzen, áður frú Jóns Vídalíns konsúls, heflr með bréfi sínu til forstöðumanns safnsins dagsettu 30. júlí 1910 til- kynt að hún vildi þegar afhenda safninu flesta þá gripi, tilheyrandi Vídalínssafni, sem hún hafði áskilið sér rétt til að hafa undir hönd- um til æviloka, og samkvæmt bréfi sínu 3. september s. á. afhenti hún gripina Jóni Krabbe skrifstofustjóra íslenzku stjórnarskrifstof- unnar í Kaupmannahöfn, sem veitti þeim þar móttöku fyrir hönd forstöðumanns safnsins og sendi safninu þá með bréfi dags. 10. s. m. Gripirnir komu til safsins 21. september, og eru þessir sem nú skal greina: Söðuláklæði 6 að tölu, glitofin. Veggskápur útskorinnn að framan, syndafallið á hurðinni og stendur »Healmar« uppi yfir í rúnum; skápurinn er vafalaust eftir Hjálmar skáld Jónsson frá Bólu. Altaristafla útskorin úr eik; Kristur í miðju sem konungur him- ins og jarðar. Verkið og gerðin öll (»barok«-stíll) bendir helzt á að taflan sé útskorin af Guðm. smið Guðmundssyni í Bjarnastaðahlíð, sem gerði skírnarfontinn í Hólakirkju og nokkra af legsteinunum þar. Altaristafla (predella?) með kvöldmáltíðinni á málaðri mjög illa. Spjöld úr prédikunarstól, 5 að tölu, með á máluðum Kristi og guðspjallamönnunum, fremur gott verk; öll sett saman í eina um- gjörð. Trafakefli, yfirkeflið, allvel útskorið úr beykitré; á því er með höfðaletri upphaf af erindinu: »Heiður sé guði himnum á« o. s. frv. Brauðmót skorið annarsvegar; á því stendur með latínuletri: »Guð blessi brauðið v«. 12*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.