Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 54
,Hof í Miðfirði“ í tímariti hins íslenska Bókmentafjelags, II. árg. (1881), las jeg í vetur hina fróðlegu ritgerð »Ávellingagoðorð« eftir Björn M. Ólsen. Við lestur ritgerðarinnar fjekk jeg löngun til að rita nokkur orð um sjerstök atriði hennar, þó að það muni þykja nokkuð seint, að fara nú fyrst, eftir 45 ár, að rita svipaðar athuganir og bendingar við hana, og sem aðrir hafa, ef til vill, gert á þessu langa tímabili, þó að jeg hafi raunar ekki orðið þess var.1) Fyrst ritar höfundurinn um nafnið »Ávellingagoðorð«, sem hann segir að hið forna, vestasta goðorð í Húnavatnsþingi hafi verið kallað í gömlum handritum, en hann telur að hjer sje um að ræða misritun og rjetta nafnið hafi verið »Æverlingagoðorð«. Þó mun goðorðið eigi hafa getað fengið það nafn fyr en eftir það að Hafliði Másson eign- aðist það, eður hans afkomendur. Hið upphaflega nafn goðorðsins ætla jeg verið hafa »Miðfirðingagoðorð«, og mun jeg benda til þess hjer síðar. Aðalviðfangsefni mitt og ætlunarverk hjer er það, að leitast við að færa líkur og rök fyrir því, hvar hið forna hjer umrædda goðorð hafi legið, hvert það hefir átt hofsókn í heiðni, og hver hafi verið þar fyrstur hofgoði. Tek því hjer upp orðrjettan kafla úr ritgerð B. M. Ólsens (á bls. 27—28) til athugunar: »Hvert þetta vestasta goð- orð í þinginu hafi átt hofsókn í heiðni, er nú eigi unt að segja með fullri vissu. Líklega hefur hofið verið í Miðfirði, í grend við Miðfjarðar- Skeggja, enda geta þeir Eggert Ólafsson og Jón Ólafsson um bæ einn i Miðfirði, sem heiti Hof. Fyrir utan Mel sjást bæjarrústir, sem enn í dag eru nefndar svo«. Svo vill til, að jeg hef komið nokkurum sinnum á nefndar bæjar- rústir, og er þar kunnugur staðháttum. 1) í tímariti Bókmentafjelagsins, 18. árg., hefir Jón prófastur Jónsson í rit- gerð sinni »Nokkrar athuganir við íslendinga-sögur«, bent á ætt Styrmis Þor- geirssonar á Ásgeirsá, að hann var af Skíðungsætt. Hefir B. M. Olsen yfirsjest, þar sem hann segir í ritgerðinni »Ávellingagoðorð« um Styrmi, »en eigi vitum vjer af hverri ætt hann var«. Landnáma III. b. rekur ætt hans niður frá Þorkeli vigni landnámsmanni, Skíðasonar ens gamla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.