Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 50
48 kvaðst liafa fundið þar, aðallega »niður við bergið« og í skoru í því, þá eru engar líkur til, að hún hefði getað stafað frá neinni búð á áhleðslunni, því að askan var undir henni, »þegar niður dró að berginu«. Sjera Guðmundur er ekki ánægður með að hafa »sannað« það, að áhleðslan á gjábarminum »sje leifar Grýlu« og að »lögberg hafi aldrei verið þar«; hann setur því fram spurninguna: »Hvar var þá lög- berg«. Par sem honum nú þótti fengin í orðunum, »upp frá lögréttu«, fyrir orðin »upp frá lögbergi«, sönnun fyrir því, að áhleðslan væri »leifar Grýlu«, mætti ætla, að samkvæmt því hefði lögberg verið niður frá áhleðslunni. Sjera Guðmundi finnst líka sennilegast, að staðurinn fyrir það hafi »verið valinn þannig, að þingheimur gæti verið á sljett- um graseyrununt fyrir neðan hallinn«. Nú er það svo, að lögberg, sjálfur staðurinn er ekki síður allur, hallurinn, bergið, niður fiá áhleðsl- unni en það af honum, sem hún er á. Hefði einungis neðri hluti hall- sins |Darna verið notaður sem lögberg og kallazt svo, mátti segja, að áhleðslan hefði verið gerð »upp frá lögbergi«. Og hefði sjera Guð- mundur litið svo á, þá hefði hann þó verið að miklu leyti á þeirri skoðun, sem jeg álít rjetta. Jeg álít, eins og jeg hefi áður tekið fram, — og eins og mjer hefur verið Ijóst síðan jeg skoðaði þessa stað- háttu, og með það í huga, sem jeg hafði áður lesið um þetta mál —, að allt bergið þarna, allt frá brún og niður á jafnsljettu, hafi verið og væri enn, hið forna, eina og sanna lögberg. En nú var ekki vel unnt að nota einungis neðri hluta hallsins sem lögberg, til alls þess, er þar skyldi fara fram, og svo sem það skyldi skipað, nema þá með áhleðslu, eins og gerð hefir verið á efri hluta hallsins; enda hefði það verið næsta óeðlilegt fyrirkomulag. Má vel vera, að sjera Guðmundi hafi verið það Ijóst, þótt liann álíti raunar, að þar neðarlega hafi verið mátulegri hæð frá jafnsljettu fyrir lögberg, því að hann segir: » í 6—8 feta hæð frá jafnsljettu er sennilegast að lögberg hafi verið«. Samkvæmt þessu og því, sem hann byggir þetta á, og hjer skal ekki tekið upp, telur hann, að ekki sje þarna »um annan stað að ræða en þann, sem búðir þeirra Benedikts Porsteinssonar lögmanns og Þorleifs Nikulássonar landsþingsskrifara síðast voru reistar á«. Er þetta sá staður, sem Sig- urður Guðmundsson taldi Grýlu (»Grýtu«) hafa verið á, sbr. Alþingis- staður hinn forni, bls. 33. Jeg hef lýst honum svo í Árb. 1921—22, bls. 34, að hann væri »smáhæð eða upphækkun með grjótþúst um- hverfis að neðan, sunnan og þó einkum, stórgrýttri, að norðan«. Held jeg, að varla hefði nokkrum fornmanni dottið í hug að nefna þetta berg nje þótt það geta komið til mála, að taka þessa þúst fram yfir hallinn til þess að hafa þar þær samkomur og láta fara þar fram þær athafnir á alþingi, sem lög ákváðu. Hún er fremur lág, ber lítið á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.