Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 118

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 118
STEFÁN JÓNSSON, Höskuldss töðum: FLATATUNGA OG BJARNASTAÐAHLÍÐ Árið 1953 eignaðist Þjóðminjasafnið fjóra útskorna fjalarstúfa, sem voru ■einu útskornu viðirnir, er fundust í bænum í Flatatungu, þegar hann var rifinn 1952. Eru þeir hið eina, sem með vissu er enn til af hinum fræga út- skurði í gamla Flatatunguskálanum. Um fjalir þessar hefur Kristján Eldjárn skrifað í Acta Archaeologica XXIV. I>ar greinir liann einnig frá útskornum fjölum frá Bjarnastaðaldíð í Vesturdal, sem munnmæli herma, að einnig séu úr Flatatunguskálanum (Þjms. 8891 a—m). Útskurðurinn á þeim er að sumu leyti svipaður og á Flatatungufjölunum fjórum, en að öðru leyti ólíkur. Munn- mælin um uppruna fjalanna verða nú ekki rakin lengra aftur en til Kálunds (1872—74). Það virðist ómaksins vert að reyna að gera sér grein fyrir, hvort hægt sé að benda á nokkurt það samband milli þessara tveggja bæja, að flutn- ingur fjalanna frá Flatatungu til Bjarnastaðahlíðar sé líklegur. Þessi grein <er árangur slíkrar viðleitni. I. Um eigendur Flatatungu og ábúendur. Ekki er hægt að segja með vissu nákvæmlega, hvenær Flatatunga í Skagafirði hefur orðið eign biskupsstólsins á Hólum. Árið 1478, hinn 11. júlí, pantsetur Sigmundur prestur Steinþórsson Ólafi bisk- upi Rögnvaldssyni á Hólum jörðina Flatatungu fyrir sektir við biskup út af Miklabæjar-ráni og öðrum oftekjum, en áskilur sér lausn á jörðinni innan þrennra tólf mánaða (ísl. fbrs. VI, bls. 143). Ári síðar, þann 30. júlí 1479, leggur Ólafur biskup Flatatungu til Hóla- dómkirkju, ásamt mörgum öðrum jörðum, sem hann hefur „fengið í sektir og sakferli" síðan hann varð biskup á Hólum, en þó tekið fram um Flatatungu: „ef hún verður dómkirkjunnar eign innan Jtrennra XII mánaða“, það er að segja: ef hún verður ekki innleyst af síra Sigmundi. Ekki var það líkt Ólafi biskupi að sleppa þeim jarðeignum úr hendi sér, sem hann náði tangarhaldi á, og má því telja líklegt, að sr. Sigmundur hafi ekki innleyst Flatatungu innan tiltekins tíma, og jörðin því orðið eign Hólastóls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.