Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 84

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 84
88 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS meira né minna en þrisvar í heilu líki á Ijósmynd í þessari bók (raun- ar nr. 13 aðeins tvisvar), auk fjölmargra smáatriðismynda. Mynd- irnar af einstökum atriðum eru alveg framúrskarandi góðar, lengra verður naumast komizt, en heildarmyndirnar af fjölunum sýna ekki allt, sem á þeim er, og það er eflaust erfitt að láta það allt koma fram á ljósmynd, svo máð sem sumt af því er, nema þá með mjög mörgum smáatriðismyndum af hverri f jöl, en slíkt hefði orðið alveg óviðráðan- legt. Og reyndar líka alveg óþarft, því að það er mjög auðvelt að gera heildarmyndir af þessum fjölum og láta þó hvert einasta smá- atriði sjást til fullrar hlítar, hvert hið minnsta hnífsbragð, og það þótt myndina þurfi að sýna í bók í tiltölulega smáu broti, í smáum mælikvarða, þótt slíkt komi ekki hér til greina. Þetta er mjög auð- velt að gera — með uppdrætti, teikningum. Skurðtæknin á Bjarna- staðahlíðarfjölunum er þannig, að mjög liggur beint við að gera slíka uppdrætti, og ég tel það yfirsjón af höf. að gera það ekki. Það hefðu verið góð skipti að fá slíkar teikningar í staðinn fyrir eitt af þremur ljósmyndasettum bókarinnar, og er mér þó fjarri að gera lítið úr gildi Ijósmynda. I þessu tilviki hefðu bæði átt að vera Ijósmyndir og upp- drættir. Heildarmyndin nr. 39 hefði gjarnan mátt vera teiknuð, en einnig hefði vel komið til álita að hafa teiknaða mynd hliðstæða við ljósmyndina af hverri einstakri fjöl. En þannig hefur nú til tekizt, að ærið mörg hin smæstu atriði, sem oft geta verið mjög veigamikil til skilnings og endursköpunar hinnar fornu myndar, sjást alls ekki á neinni mynd í þessari myndauðgu bók. Ég kem ögn að þessum ann- marka síðar, og það verður að segjast eins og það er, að hann mun töluvert torvelda fræðimönnum að fást við þessar fjalir eftir bókinni, og það er illa farið, einkum af því að auðvelt var úr að bæta. Annað vil ég nefna í sambandi við myndirnar. Tilvitnanir til mynda eru auðveldar og þægilegar, það er skemmtilegt og notalegt að tilvísunartölurnar eru dregnar út úr málinu og hafðar á spássíu. Hitt torveldar aftur á móti notkun bókarinnar allverulega, að númer eða einkennistölur þær, sem höfundur hefur gefið fjölunum, 1—13, standa ekki við myndirnar af þeim aftan við lesmálið. Sérstaklega hefði þetta verið nauðsynlegt um heildarmyndina nr. 39. Þar hefði þurft að vera númer við hverja fjöl. Sá sem í alvöru les textann og skoðar myndirnar um leið og fylgist með hvoru tveggja jöfnum hönd- um rekur sig undir eins á þetta, og fleirum mun áreiðanlega fara eins og mér að sjá sig tilneydda að skrifa þessi númer inn á mynd- ina 39. Segja má, að maður sé ekki of góður til þess, en bókin er of
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.