Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 42
46 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS í góðum gripum, erlend söfn hafa sýnt veglyndi í garð þessarar bróðurstofnunar sinnar, og í dag er ljúft að minnast þessara gef- enda allra, sem hver að sínu leyti hafa stuðlað að því, að safnið er nú það sem það er. Það væri hægt að nefna mörg dæmi um mikla tryggð og ræktarsemi manna við þessa stofnun, mörg dæmi um þau gagnkvæmu ítök, sem safnið og þjóðin eiga hvort í öðru. Það þótti sneimma sjálfsagt, að fólk utan af landi léti ekki undir höfuð leggjast að koma á Þjóðminjasafnið, ef leiðir þess lágu til Reykjavíkur, og enn eimir ekki svo lítið eftir af þeim hugsunarhætti, þótt bærinn hafi nú fleira að bjóða gestum en áður var. Og mér er í huga eitt ferskt dæmi um þá velvild, sem almenningur sýnir safninu og starfsemi þess. Við fórum fyrir nokkrum árum af stað með þjóðháttaskráningu, sem á allt undir því, að fróðir menn leggi fram krafta sína til þess að skrá heimildir að hverfandi þjóðlífsháttum og það án þess að bera nokkuð úr býtum í aðra hönd. Undirtektirnar voru afburða góð- ar, og fær safnið ekki nógsamlega þakkað alla þá hjálp og þá vin- semd, sem að því hefur streymt frá þeim mönnum, sem það hefur leitað til. Sú er ósk jnín á þessum afmælisdegi, að haldast megi það trúnaðarsamband, sem ég get ekki betur fundið en sé milli Þjóðminja- safnsins og þjóðarinnar. Þjóðminjasafn íslands gerir sér grein fyrir, að ætlunarverk þess leggur því miklar skyldur á herðar. Það liggur í augum uppi, að hin augljósasta skylda er að geyma þess vel, sem stofnuninni er á hendur falið, að ekki grandi því ryð og mölur og þeim arfi verði skilað óskertum í hendur þeirri kynslóð, sem við tekur. Skilyrði til þess mega nú heita góð, þar sem þing og þjóð hafa fengið stofnuninni sitt eigið hús. Það voru stærstu raunverulegu tfmamótin í sögu safns- ins, þegar alþingi ákvað árið 1944 að ráðast í þá byggingu, og jafn- framt fegursta viðurkenningin, sem safninu hefur hlotnazt. Þá sköp- uðust því og um leið skilyrði til þess að rækja hina aðra meginskyldu sína, að gefa almenningi kost á að skoða safnið í rúmgóðum sýn- ingarsölum. Það er nú ólíku saman að jafna, hversu safnið nýtur sín nú betur í augum hins almenna sýningargests en áður var, og nú hefur það möguleika á að halda sérsýningar, selm að réttu eru nauðsynlegur liður í starfsemi hvers safns og ættu að fara vaxandi. Þess má og minnast, að hið nýja hús hefur orðið almennri sýningar- starfsemi í landinu lyftistöng, því að á þeim 12—13 árum, sem liðin eru síðan húsið var tekið í notkun, hafa verið haldnar þar um hundrað sýningar, sem félög og einstaklingar, mest listamenn, hafa staðið að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.