Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Page 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Page 12
16 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS fannst nú í upprunalegri legu, nema ef vera skyldi brot úr mjaðm- argrind, sem lá nálægt miðri gröf. Sáralítið fannst af beinum, og er helzt að nefna höfuðkúpuna og lærleggsbeinið, sem þó var ekki heilt, viðbeinsbrot allstórt og brotið úr mjaðmargrindinni, en önnur bein eru aðeins hrafl af smábrotum, sem lágu hér og hvar í grafar- fyllingunni. Jón Steffensen skýrir svo frá, að beinin séu úr ungri konu, líklega á þrítugsaldri, og hefur hún verið smá vexti. Haugféð var illa útleikið, eins og að líkum lætur, og er nú enginn vegur að gera sér grein fyrir, hvað upphaflega kann að hafa verið í kumlinu. Perlurnar tvær eru úr gleri, báðar smáar, önnur sívöl, blá að lit, hin hnöttótt og silfruð, hvort tveggja mjög algeng gerð. Eflaust eru þetta leifar af steinasörvi konunnar. Auk þessa fund- ust tveir hnappar úr tini, annar nokkurn veginn heill, kringlóttur, um 1 sm í þvermál, með toppi upp úr, en hinn molnaði, er við var komið, en kringlóttur hefur hann einnig verið. 1 gröfinni fundust einnig um 20 lítil járnbrot. Eitt þeirra virðist vera hnífsoddur, 2,5 sm að lengd, eitt er 3,8 sm löng járnspöng, tvö eru þunnslegin og hvelfd og virðast vera úr sama hlutnum, sem varla hefur annað getað verið en pottur eða ausa. Mesta haf á stærra brotinu er 6 sm, og virðist það vera brot úr barmi. Kynni þetta að hafa verið pottur eins og t. d. Jan Petersen, Vikingetidens smykker, 198. mynd, eða ef til vill ausa, sbr. sama rit, 200.—202. mynd. Af hinum brotunum eru 11 úr nöglum, að því er virðist, og eru hausar á sumum þeirra, en önnur brot eru smá og óskilgreinanleg. Við norðausturenda grafarinnar (fótaenda) var hrossgröf, og var um 30 sm breitt haft milli grafanna (4. mynd). Hrossgröfin hafði verið grafin eins og skál niður í melinn, álíka djúp og manns- gröfin, 150 sm að lengd og 80—90 sm á breidd, ekki alveg eins reglu- leg og mannsgröfin, en báðar eru grafirnar með bogadregnum horn- um. Höfuð hestsins hafði verið í norðausturenda grafarinnar, en afturhluti snúið að mannsgröfinni. Höfðahlutinn eða norðaustur- endinn hafði verið grafinn upp af kumlabrjótunum, en síðan höfðu þeir hætt í miðju kafi, og var afturhluti hrossgrafarinnar, sá er vissi að mannsgröfinni, óhreyfður. I þeim hluta, sem upp hafði verið grafinn, fundust hvorki bein né neinar leifar forngripa, en þar hef- ur hrosshausinn verið og eflaust beizli. Afturhluti hrossbeinagrind- arinnar var óhreyfður, og vissu fætur að norðvesturhlið grafarinn- ar, en hryggurinn hafði legið við suðausturhlið; af honum fundust aðeins öftustu liðirnir óhreyfðir. Hjá hrossbeinunum fannst væn reiögjarðarhringja úr járni og þorn í. Hringjan er úr sívölu járni,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.