Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Side 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Side 26
30 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS gert það, meðan þessi hlutur var og hét, er síðan beygður yfir sig og myndar lokaða lykkju, sem í hefur leikið grannur járn- hringur, nú brotinn. Það virðist vera aðaltilgangur boltans að veita þessum hring hald og svo líklega að festa saman tré- stykkin, sem hann gengur í gegnum. Tilgangslaust er að gizka á, af hvers konar hlut þessar leifar eru. Hluturinn fannst við hliðina á spjótinu og var óhreyfður eins og það. h. Járnplata, nokkurn veginn ferskeytt, 3,7 X 6,2 sm, þunn. Spöng þessi virðist áreiðanlega hafa verið fest á tré, því að annað borðið er slétt og merki eftir tréæðar á. Þar er einnig svolítil upphleypt bryggja að endilöngu og vottar fyrir þremur litlum nöglum, sem fest hafa plötuna við tréð. Líklega er þetta brot af stærri plötu, skipan naglanna bendir til þess, og vera má, að plata þessi eigi eitthvað skylt við plötuna eða fluguna á járn- stykki því, sem nefnt er næst hér á undan. — Lá við fremri enda spjótsins, falinn. i. Naglar úr járni eða brot af nöglum, 7 talsins, en meðal þeirra eru tveir næstum því heilir rónaglar, 3,5 og 3,8 sm að lengd. Tréleifar eru á sumum brotunum. j. Járnbrot smá, 15 talsins, óskilgreinanleg að mestu; þó má greini- lega sjá, að eitt þeirra er brot af hring, sem kynni að hafa verið allt að 5 sm í þvermál; eitt þessara brota er í rauninni tréflís, sem í eru tveir eða þrír örlitlir járnnaglar. k. Brot úr einhverjum hlut úr beini, örlítið, mesta haf 1,7 sm. Lít- ill járnnagli stendur gegnum það, og virðist þetta helzt vera brot úr kambi af hinni venjulegu gerð víkingaaldar. Mælir og ekki annað en það móti því, að ekki fundust fleiri brot. l. ísbroddur (hestbroddur) úr járni, hæð frá oddi og upp á gadda 4,8 sm, breidd þvert yfir gaddana 3,6 sm. Gaddarnir tveir hall- ast á sama hátt og hestskónagli, sem rekinn er á ská upp gegn- um hófinn, og eru beygðir saman (hnykktir) fyrir ofan. ísbroddur þessi er að öllu leyti alveg eins og aðrir slíkir, sem fundizt hafa víðsvegar um Norðurlönd, og eins og sá eini, sem áður hafði fundizt á íslandi, ísbroddurinn frá Sandmúla í Suður- Þingeyjarsýslu, Kuml og haugfé, bls. 259—260, 82. mynd. Á því leikur varla vafi, að slíkir ísbroddar hafa verið algengir hér á landi í fornöld, þótt hins vegar megi telja fullvíst, að skeifur hafi ekki verið notaðar fyrr en kemur fram á miðaldir. ísbroddur þessi hefur verið í hesti þeim, sem heygður var með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.