Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Side 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Side 58
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS mynd). Ofan við þetta mikla öskulag var 50 sm þykkt lag af fok- moldum með a. m. k. tveimur þunnum öskulögum ofarlega, en þá tók við 5 sm þykkt öskulag, sem Sigurður Þórarinsson telur ekki vafa á, að sé frá Kötlugosi 1416. Ofan við voru svo til skiptis sams- konar öskulög og fokmoldarlög alla leið upp að grasrót, sem er 1,50 m frá yfirborði leiðisins, en 2 m ofan við steinaraðirnar í jaðri þess. Mest ber á fjórum þykkum öskulögum, sem Sigurður Þórarins- son telur frá Kötlu 1918, 1755, 1625 og 1416, eins og þegar er sagt. Eftir þykkt moldarlagsins næst undir því lagi mætti ætla, að þykka öskulagið ofan á leiðinu væri ekki yngra en frá 10. öld. Líklega er það frá Kötlu. 1 miðju leiðinu var gröf, óreglulega kringlótt eða sporöskju- löguð, 1,50 m að lengd, rösklega 1 m að breidd, en dýpt hennar frá steinaröðunum reyndist 1 m, og er það nokkurn veginn dýpt hennar frá upprunalegu yfirborði. Á grafarbotninum var beina- grind úr hesti, og lá hún í eðlilegum stellingum með hrygg við suð- urhlið, háls hringaðan í vesturenda og hausinn við norðurhlið, og var hann í réttri afstöðu við hálsliðina og hefur augljóslega ekki verið höggvinn af. Ofan á beinunum í miðri gröf, en ekki uppi á hrosshausnum, voru jdrnmél úr beizli, venjuleg að gerð, annað mélið nokkru lengra en hitt. Á þeim hringnum, sem heill er, er járnsvipt, sem höfuðleðrið hefur verið neglt við, líkt og á 8. mynd í Vikinge- tidens redskaper. Naglarnir hafa kúpta hausa. Auk mélanna fannst gjarðarhringja venjuleg, eins og áður greinir, en ekki er sagt, hvar hún var í kumlinu. Báðum megin við hrossgröfina, í báðum endum steinlagningar- innar, var óhreyfður jarðvegur, og er sýnilegt, að enginn maður hefur verið heygður í þessu kumli. Þetta er hrossgröf með sér- stakri viðhöfn gerð og á sér ekki áður líka hér á landi, en ýmislega lagaðar steinlagningar umhverfis kuml eru vel þekktar á Norður- löndum. Aftur á móti er það áður kunnugt hér á landi, að kuml- hestar voru stundum heygðir sér nálægt kumli þess manns, sem þeir fylgdu (sbr. Kuml og haugfé, bls. 247), og verður því að telja, að með þessu hrosskumli hafi verið mannskuml, sem annað- hvort er komið í ána ellegar dylst enn undir bakkanum, því að víst verður að telja, að fundur þessi sé frá heiðni. Til þess bendir bæði sjálfur hann og dýpt hans í jarðlögum. Eftirtektarvert er, hversu lágt kumlið er sett, miðað við bæinn, en áin hefur hins vegar ekki runnið eins hátt fyrr á öldum og hún gerir nú, hún hefur á löngum tíma borið mikið undir sig.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.