Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 25
NOKKRIR ÞÆTTIR 29 sem ekki gætir í viðurnefnum kvennanna, skáldmenntin, en að skáld- skap lúta viðurnefni átta karla í heiðni og jafnmargra í kristni. 0g það má líta á það sem vott dvínandi áhrifa konunnar í hinu kristna þjóð- félagi frá því sem var í heiðni, að 18,3% hins kristna fólks eru konur á móti 24,3% heiðingjanna. Það er ljóst af því, sem þegar hefur komið fram, að með kristn- inni verður gagngerð breyting á notkun viðurnefna kvenna, virðing- arblærinn, sem var á hinum heiðnu viðurnefnum þeirra, er vikinn fyrir nafngiftum, sem eru oftast meira í ætt við ljót uppnefni, þá sjaldan kona er viðurnefnd í kristni. Hér getur varla legið annað að baki en gagngerð breyting á högum konunnar eða viðhorfinu til hennar með tilkomu kristninnar. Henni fylgdi kenningin um saurgun konunnar, þá er hún er í blóðböndum og eftir barnsburð, auk ýmissa annarra kredda í sambandi við kynlífið. Þetta gæti kann- ske verið skýring á hinum miður góðgjörnu viðurnefnum kvenna í kristni, en megnar ekki að útskýra þá miklu virðingu, sem þær virðast hafa verið aðnjótandi í heiðni. Það liggur beinast við að setja þessa breytingu á högum konunnar í samband við trúarskiptin, sem sé, að konan hafi haft mikilvægum störfum að gegna í heiðnum átrúnáði, en eins og kunnugt er, átti kaþólska kirkjan ekkert rúm fyrir konur við guðsþjónustuna. Um verkaskiptingu milli karla og kvenna við blót heiðinna guða og vætta er lítið vitað í einstökum atriðum. Karlar virðast hafa staðið fyrir öllum meiri háttar blótum, en kvenna er aðallega getið við Freysdýrkun og vættablót (E. 0. G. Turville-Petre: Myth and Religion of the North (1964), kap. XI— XIII). Vafalaust hafa völur og spákonur notið mikillar virðingar í heiðni, og í galdraljóðum Hávamála er sýnilega gert ráð fyrir, að það séu fyrst og fremst konur, er kunna slík ljóð, því í fyrsta ljóðinu segir Óðinn: Ljóð eg þau kann, er kannat þjóðans kona og mannskis mögur; (146. v., sbr. Norræn fornkvæði, útg. Sophus Bugge, 1867). Hér þykir langt til jafnað, að jafnvel ekki þjóðans kona kunni ljóðið, og í síðasta ljóðinu er sýnilega gert ráð fyrir, að einungis konum séu kennd slík Ijóð: Það kann eg ið átjánda, er eg æva kennig mey né manns konu, — allt er betra er einn um kann,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.