Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 33
NOKKRIR ÞÆTTIR 37 var að fara í kumlið endur fyrir löngu og umturna því, er það fannst, og þá ekki heldur rannsakað af kunnáttumönnum, svo ógerlegt er að segja um, hvort náttúrusteinar kunni að hafa verið í því. Samkvæmt skrá Jan Petersens yfir víkingaaldarmuni frá Noregi (Jan Petersen: Vikingetidens redskaper, Oslo 1951) hafa þar fundizt 9 smátengur í kvennagröfum frá yngri járnöld, 2 úr bronsi og 7 úr járni, en ekki getur hann um, til hvers þær voru notaðar. Það er álit margra forn- fræðinga, að slíkar smátangir (pincets) hafi verið snyrtitæki til að ,,plokka“ augabrýr og annarleg hár, og á það eflaust við í sumum tilvikum, en ekki í öðrum. Þannig hafa oft fundizt smátengur eins að gerð og tengurnar úr víkingaaldarkumlunum í klausturrústum frá miðöldum í Danmörku og Svíþjóð, og þær voru notaðar við læknis- verk (Vilh. Moller-Christensen: The History of the Forceps, Kbh. 1938, bls. 170—71), eins og ég tel áð þær íslenzku hafi verið. í ofan- greindu riti Jan Petersens er ekki getið náttúrusteina, og mér er ekki kunnugt um, að aðrir geti þeirra heldur meðal muna í víkinga- aldarkumlum á Norðurlöndum. Það má vera, að steinunum hafi ekki verið veitt athygli í kumlunum eða mér sézt yfir heimildir um þá, en frá fyrri hluta bronsaldar, einkum í Danmörku, er kunnugt um slíka steina úr töskum, er bornar voru í mittislinda, og voru þeir þar ásamt fleira smádóti, þar á meðal smátöngum (E. Lomborg: Troldmands- tasken, Skalk 1966, nr. 5, bls. 3—8). Það er svo alkunna, að trú á náttúrusteina var við líði á Norður- löndum allt fram á síðustu tíma. íslenzkar heimildir greina frá hjá- trú á ýmsum náttúrusteinum, lausnar-, blóðstemmu-, lyf-, hulins- hjálms-, óska-, lífsteinum o. fl. (Jónas Jónasson: fslenzkir þjóðhættir, Reykjavík 1934, 410—411), og er þáð ekkert tiltökumál. Hitt er meira, að þrátt fyrir bann kristinna laga þáttar við trú á steina, þá er að finna meðal eigna dómkirkjunnar á Hólum, árin 1525 og 1550, lausnarstein (Guðbrandur Jónsson: Dómkirkjan á Hólum í Hjalta- dal, Safn til sögu íslands V, 119—1920, 399—400). Það leikur varla vafi á því, að steinninn hefur verið notaður við konur í barnsnauð og að kirkjan hefur þá sjálfsagt fyrir löngu verið búin að leggja blessun sína á notkun náttúrusteina, ef þeir aðeins voru signaðir guði eða helgum mönnum hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.