Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 58
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS henni er einungis varðveitt eitt heilt stef, þar sem hann biður Krist að beina för sína og halda verndarhendi yfir sér: Mínar biðk at munka reyni meinalausan farar beina; heiðis haldi hárrar foldar hallar dróttinn yfir mér stalli. Efni drápunnar er að öðru leyti ókunnugt.1 Guðmundar saga, sem nefnd hefur verið hin elzta, varðveitir frá- sögn, er snertir hafgerðingar. Þar er greint frá því, er Guðmundur Arason, er síðar var nefndur hinn góði, heldur í biskupsvígsluför með kaupmönnum til Noregs, en skip þeirra hrekst fram og aftur fyrir öllu Norðurlandi. Þeir eru ýmist fyrir norðan Gnúpa eða vestur á Skagafirði og í annað sinn fyrir norðan Langanes. Loks komast þeir fyrir Vestfirði, suður fyrir Snæfellsnes og austur fyrir Eyja- fjöll. Þá gengur á landnyrðingur, svo þá rekur suður allt í haf, þar til þeir verða varir við Suðureyjar og þekkja, að þeir eru komnir að eyjum þeim, er Hirtir heita. Þaðan ber þá að írlandi. Þeir sigla fyrir sunnan það „og hafa storm veðurs, og heyra þeir grunnföll á alla vega frá sér“. Um síðir bar þá að Skotlandi, en tóku þá sunnan- veður svo mikið, „að þeir menn sögðu svo, er þar höfðu verið, að þeir hefðu aldrei komið í jafnstóran sjá sem þá, er þeir sigldu undan hvarfinu á Skotlandi“. Þá létu þeir reka, og um nóttina ,',heyrðu þeir menn, er vörð héldu og vöktu, bresti stóra og ógurlegan gný. Þeir urðu varir við báru mikla, að þeim þótti ráðinn bani sinn, ef hún gengi að flötu skipinu". En Guðmundur tók helga dóma og gekk út að borði með þá og blessaði, og fengu menn þá snúið skipinu móti bár- unni, og er þeir voru á brjósti hennar, hrundi hún öll. Síðan tóku þeir til segls og sigldu við eitt rif og náðu Suðureyjum í foráttu- brimi og við mikinn háska. Þaðan gekk ferðin vel til Noregs.2 Höf- undur sögunnar kallar þennan kafla hennar: Frá hafgerðingum. í Konungsskuggsjá er hafgerðingum lýst á þessa leið: „Nú er það enn eitt undur í Grænlandshafi, er ég er eigi fróð- astur um með hverjum hætti er það er, það kalla menn hafgerð- ingar. En það er líkast sem allur hafstormur og bárur allar, þær sem í hafi eru, safnist saman í þrjá staði og gerist af því þrjár bárur. Þær þrjár gerða (girða) allt haf, svo að menn vita 1 Isl. fornrit IV, bls. 245. 2 Biskupa sögur, Kaupmannahöfn 1858, I, bls. 483—485.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.