Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 21
SKÝRSLA UM PJÓÐMINJASAFNIÐ 1986 179 húsinu A. Hansen og fluttu þar ávörp þjóðminjavörður, Einar I. Hall- dórsson bæjarstjóri og Páll V. Bjarnason arkitekt. Safnið er vel sett upp þótt húsakynni séu að sönnu þröng. Uppsetn- ingu önnuðust Páll V. Bjarnason og Hermann Guðmundsson ásamt Gyðu Gunnarsdóttur, sem ráðin hefur verið safnvörður um óákveðinn tíma. Sýningin var einkum helguð gufuskipatímabilinu og voru þar bæði myndir, ýrniss konar gripir og einnig margs konar munir frá öðrum þáttum sjávarútvegs og siglinga. Lítils háttar undirbúningur var hafinn að fyrirhuguðum byggingum úti á Skerseyri, gcrt líkan af staðnum og hugsanlegum byggingum, en mest ríður á að fá bátaskemmu byggða sem fyrst. í málefnum tæknisafns gengur hægar, en þó er haldið áfram að draga saman hluti, sem þar eiga heima. - Pétur G. Jónsson hóf að setja sarnan og endursmíða hluta af Steindórsrútubíl, eins og notaðir voru einkum á 4. áratugnum, Chevroletbíl frá 1934, en þcir voru með fyrstu lang- ferðabílum hérlendis. Þá vann hann einnig að framhaldi þaksmíði á Beykisbúð frá Vopna- firði og gerði við ýmsa safngripi. Oft er spurt um það, hvað gert hafi verið eða áætlað um varðveizlu sögulegra minja frá hernámsárunum, en fátt eitt hcfur verið gert raun- hæft á því sviði. Þó hefur Árbæjarsafn eignazt hcrbragga frá stríðsárun- um, sem áætlað er að setja þar upp. - En í þessu sambandi má nú geta, að Árni bóndi Jónsson í Hrífunesi gaf safninu Chevrolet-trukk sinn, frá 1942, sem hann fékk eftir stríðið, er slíkir bílar voru þá seldir íslend- ingum í miklum mæli og voru fyrstu öflugu flutninga- og samgöngutæki landsmanna. Árni notaði bílinn lengi til hvers kyns flutninga og í vega- vinnu. Er hann mjög heillegur, en vandinn er, að safnið hefur í fá hús að venda með slíka gripi og var honum fenginn staður um sinn á Korp- úlfsstöðum. Húsafriðunam efnd Hún hélt 6 fundi á árinu þar sem fjallað var um viðgerðir, friðunar- mál og úthlutanir úr Húsafriðunarsjóði. - Viðgerðarþáttur nefndarinnar fer sístækkandi og hefur hún beitt sér fyrir viðgerðum og kostað ráð- gjöf við fjölmörg hús úti um landið. - Skal hér gerð grein fyrir úthlut- unum til viðgerða og hlutu þessar byggingar viðgerðarstyrki:

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.