Víkverji

Tölublað

Víkverji - 12.06.1873, Blaðsíða 3

Víkverji - 12.06.1873, Blaðsíða 3
3 á jörð sinni, og létu það varða útbyggingu, ef af væri brugðið, þá væri með því móti séð um það, að leiguliðinn níddi eigi niðr ábýlisjörð sína með skepnufæð, og á hinn bóginn yrði leiguliðum þá eigi meinað, að seija skepnur þær, er þeir gætu um fram haldið, bverjum er þeir vildu. _______ Jón Pðtursson. Þingvallafundr. Alþingismaður Víkverja, Halldór skóla- kennari Friðriksson, hefir í «J>jóðólfi» 5. d. þ. m. skorað á kjörgenga og kostningarbæra íbúa Reykjavíkr, að eiga fund með sér í bæjar- þíngstofunni föstudaginn inn 13. d. þ. m., kl. 5 e. m., til að kjósa 2 menn, er sæki Þingvallafund fyrir hönd Reykvíkinga. Vér skulum skora sem fastast á sambýarmenn vora, að sækja þenna fund sem fjölmennast, og að sjá sig vel um hönd með að kjósa menn til að mæla fyrir oss á þeirn alsherjar- fundi, er haldinn verðr á Þingvöllum 26. þ. m. Eins og vér þegar höfum sagt í boðs- bréfi voru til þessa blaðs, ætlum vér, að sá tími, er nú fer í hönd, muni fá mikla þýð- ingu í sögu vorri, og það er skylda hvers íslendings og hvers héraðs á íslandi, að hafa vakandi auga á öllu því, er fram fer, en eitthvert ið bezta ráð til að skýra hugmindirnar, og til að koma mönnum i skilning um það, er fram hefir farið í þjóðlífi voru, og um það, sem vér eig- um nú að heimta og stefna að, eru al- mennir frjálsir fundir, þar er margir menn koma saman úr héruðum fjær og nær, geta skýrt frá hugsunum sínum, og heyrt hugsanir annara. Vér leyfum oss, að inna til þess, að þeir Jón málaflutningsmaðr Guðmundsson, og Geir Zöega skipseigandi, verði kosnir til að halda svörum uppi fyrir vora hönd á Þing- vallafundinum. — FJÁRKLÁÐINN. Þegar í haust um réttir varð vart við kláða bæði í Kambsrétt í Mosfellssveit, Grafningsréttum (að sögn í kindum úr Mosfellssveit), og í Hveragerðis- rétt í Ölfusi; var þá nálega öllum þeim kind- um þegar fargað, er kláði fanst í, og skoð- unum haldið uppi á mánuði hverjum í hin- um grunuðu sveitum; fanst þá seinna kláða- vottr á útbæunum í Ölfusi, miðbæunum í Mosfellssveit, og laust eptir nýárið í Hvamm- koti í Seltjarnarneshrepp, en kláðavotti þess- um var bráðlega brot trýmt með ítrekuðum böð- unum, svo að seinni part vetrarins hefir, sam- kvæmt skýrslum þeim, er sýslumenn hafa feng- ið um fjárskoðanir, kláðans hvergi vart orðið. Seinni part janúarmánaðar kvisaðist það, að embættismaðr hér í bænum mundi eiga kindr, er væru eigi allskostar lausar við kláða; fór dýralæknir Snorri Jónsson þá þegar til, og skoðaði kindr þessar, 5 lömb, og gafhann undir eins hlutaðeigandi lögreglustjóra skýrslu um, að lömb þessi væru alsteypt í kláða, og voru þau þá tekin undir umsjón ius opin- bera. Upp frá þessu heyrðist kláðans hvergi getið, þangað til síðustu dagana af fyrra mán., að bóndinn á Vatnsenda í Seltjarnar- neshrepp skýrði frá, að einhver ótrygð mundi vera í 4 kindurn bjá sér. Dýralæknir fór þá þegar þangað, og fanst kláðavottr í 5 kind- um. Var undir eins borin tóbakssósa í hin- ar sýktu kindur, og eigandanum boðið að hafa strangan vörð á fé sínu, svo það nái eigi samgöngu við heilbrigt fé, svo og búa sig undir með baðmeðul til að baða allt fé sitt. Öndverðlega í maímánuði skipaði amt- maðrinn í suðramtinu að ráðum Snorra dýra- læknis, að fjárskoðanir skyldu framfara í Gull- bringu- og Kjósarsýslu upp að Leirvogsá í Mosfellssveit, og í Grafningi, Ölfusi og Sel- vogi í Árnessýslu; skoðunum þessum mun nú að mestu lokið, enda eru þegar komnar skýrslur um þetta úr Gullbringu- og Kjósar- sýslu, og segja þær alt heilbrigt (nema á Vatnsenda, eins eg áðr er sagt). Nú hefir þingmaðr Árnesinga farið þess á leit við amt- manninn í suðramtinu, í umboði sýslufund- ar, er haldinn var 22. f. mán. i Hraungerði í Flóa, að hann skipi svo fyrir, að dýralækn- irinn ásamt tveim, þar til hæfum, mönnum, skoði hið allra bráðasta alt fé beggja megin Hellisheiðar, eðr í Grafningi, Ölfusi og Sel- vogi að austan, og í Gullbringu- og Kjósar- sýslu norðr að Leirvogsá að vestan, og er

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.