Fréttablaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 21. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 17 BÍftBOCfel.. KRINGLUK | IJKUGARÁS , ~!SSa 2075 mmakmmm Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 vit 257 [ÁNTITRUST kL 5.50,8 og lo.io! gKt IBROTHER ki. io.ioiKíl [DRIVEN “nsnss jPOKEMON 3 m/íslensku tali ílíIGS Sýnd m/ ensku tatHd?4^45L8 Qg lO vrr 2S8 Ikissofthedragon kl. aogiolíSi JSHREK m/ensku tali kl. 6 Og 8|Jxim| JSHREK m/islensku tali ki.4[ga [antitrust kl. 101 píei) Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 ISCARY MOVIE 2 kl. 4, 6 og 81 JSHREK m/íslensku taii kl. 4 og 61 [SHREK m/ensku tali kl. 8 og 10 j TOMB RAIDER id. íoj Sýnd kl. 6, 8 og 10 EVOLUTION kl. 6, 8 og 10 [ HVERFISGOTU SIMI 551 9000 www.skifan.is Synd kl. 6,8 og 10 ÍSCARY MOVIE 2 kl. 6, 8 og 10 jANIMAL kl. 6, 8 og 10 ÍDR.DOOLITTLE2 kl. 6, 8 Og 10 Eins og kunnugt er hafa rappar- ar gaman að slá um sig, hvort sem það er peningum eða vina- fjölda. Nelly, sem gaf út metsöluplöt- una Country Grammar í fyrra, sló öll met á laug- ardagskvöld. Hann mætti í miklu kóngastuði á skemmtistað í Missouri og fór fyrir hvorki meira né minna en þrjú þúsund manns og heimtaði inngöngu fyrir sig og sína á skemmtistaðinn. „Það var mið- nætti. Klúbburinn var þegar pakk- fullur. Það voru 1500 til 2000 manns inni,“ sagði eigandi staðar- ins. „Þegar ég sá að Nelly var mættur með þúsundir manna í eft- irdragi og vildi komast inn að framanverðu sá ég engan annan kost í stöðunni en að kalla á lög- regluna." Fólkið var ekki með nein læti en hélt áfram að reyna að komast í gegnum læstar dyr klúbbsins þó svo að lögreglan væri komin. Enginn slasaðist og enginn var handtekinn. Það tók tvo tíma að leysa upp hópinn. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvað hefði gerst ef Nelly hefði komið inn,“ sagði eigandinn. „Miðað við það hversu margir voru inni og hversu æstir þeir sem fyrir utan voru hefði þetta orðið að martröð." Stundum getur leiðinlegt verið gaman. Leikkonan Kate Winslet segist hafa hrifist af persónunni sem hún leikur í kvikmyndinni Enigma vegna þess hversu leiðin- leg hún er. Það er enginn annar en Mick Jagger sem framleiðir mynd- ina. „Hún er gjör- sneydd öllum glamúr, notar ekki andlitsfarða og notar skrýtin gleraugu. Þetta er allt leiðinlegt en hún er frábær persóna og mikil áskorun fyrir mig að leika,“ sagði Winslet við frum- Undirtónar ráðast í útgáfu: Fimm plötur á mánuði tónleikar Nýlega stofnuðu Undirtónar útgáfufyrirtækið Stefnumót og ætla margir for- vitnilegir tónlistarmenn að gefa tónlist sína út hjá því á næstunni. „Þetta verða „White Label“ geislaplötur, hálfgert kynningar- efni, sem verða seldar í öllum plötubúðunum niðri í bæ, Japis, Þrumunni, 12 tónum og Hljóma- lind á 700 kall. Við stefnum á að gefa út fimm plötur á mánuði fram að jólum,“ segir Örlygur Eyþórsson hjá Undirtónum. „Fyrst gefum við út nokkrar plötur þar sem tveir tónlistar- menn gera sex lög hvor, síðan koma stórar plötur frá nokkrum tónlistarmönnum, þvínæst plötur sem plötusnúðar blanda tónlist inn á og svo ætlum við að enda árið með því að gefa út plötu með því besta sem komið hefur út,“ segir Örlygur. Útgáfuverkefni Undirtóna er gert í samvinnu við margmiðlunarfyrirtækið Verði ljós, sem sér um hljóðblöndun og brennslu geislaplatnanna. Meðal þeirra listamanna sem munu koma út hjá Stefnumótum eru Skurken, Prince Valium, Egill Sæbjörnsson, Plastik, Frank Murder, Early Groovers og Heckle & Jive. í kvöld verða vikuleg Stefnu- mót Undirtóna haldin á Gauk á Stöng þar sem verður spiluð ambient tónlist. Fram koma Frank Murder og Prince Valium ásamt góðum gestum. Auk þess mun Biogen sýna myndbands- verk. Allir eru þeir leiðandi afl í íslenskri raftónlist auk þess sem þeir gefa út tónlist sína hjá Stefnumótum. ■ prince valium á stefnumótum Ambient ræður ríkjum á Stefnumótum Undirtóna á Cauk á Stöng. Raftónlistar- mennirnir Frank Murder, Prince Valium koma fram auk þess sem Biogen sýnir myndbandsverk. Allir gefa þeir út hjá Stefnumótum, útgáfufyrirtæki Undirtóna. sýningu mynd- arinnar á Kvik- myndahátíðinni í Edinborg um helgina. Winslet leikur hetjuna Hester Wallace í rómantískri sögu um breska dulmálssérfræðinga, sem reyna að átta sig á skilaboðum þýskra kaf- báta. Hún var ólétt við tökurnar og þurfti að klæða bumbuna af sér. Winslet sagði Jagger vera frábær- an framleiðanda. „Það er einfalt mál að láta nafnið sitt við hin og þessi verkefni. Hann var hinsveg- ar drifkraftur myndarinnar, var á settinu allan tímann í framleið- andahlutverkinu í Wellington skón- um sínum.“ Athygli vakti að Jag- ger lét sig vanta á frumsýninguna auk þess sem annar aðalleikarinn, Dougray Scott, lét sig hverfa á næsta bar þegar 15 mínútur voru liðnar til þess að horfa á leik Hi- bernian FC og Rangers FC í skosku deildinni. A tónlííkum] r Islenskt rokk endurvakið Eg er einn þeirra sem var lítið fyrir það að ganga í mussum eða splæsa á mig „dredda" þegar vinsældir hljómsveitarinnar Jet Black Joe náðu hámarki fyrir u.þ.b. 10 árum. Ég var því ekki alveg viss hvað það var sem beið mín á Gauknum þegar ég arkaði á tón- leika bandsins sl. fimmtudags- kvöld. Páll Rósinkrans steig á svið urn miðnætti, nýrakaður og greidd- ur, með Egils Bergvatn í hönd og bauð gesti velkomna. Honum til halds og trausts voru tvíburarnir Guðlaugur og Kristinn Júníussynir sem spiluðu á trommur annars veg- ar og bassa hins vegar. Gunni Bjarni handlék gítarinn og Harald- ur Bergmann lék á hammond-orgel. Óhætt er að segja að Páll Rósin- krans er besti rokksöngvari sem ís- land hefur alið af sér og það sýndi hann og sannaði fyrir gestum sin- JET BLACK JOE A GAUK Á STÖNG um sl. fimmtudagskvöld. Þegar við söng hans bætist trumbusláttur Guðlaugs, sem er eins þéttur Berlínarmúrinn, og bassaleikur Ki-istins, sem gæti fengið helstu djassgjeggara síðustu aldar til þess að gráta, verður þetta heilsteypt j-okkblanda sem á fullt erindi til allra rokkara víðsvegar um heim- inn. Ég ætla að di-ífa mig út í búð og kaupa gömlu skífur Jet Black Joe. Besta rokkhljómsveit er loksins komin aftur - betri en nokkru sinni fyrr og vonandi hvgrfur hún ekki aftur af sjónarsviðinu alveg strax. Ómar R. Valdimarsson ISLAND BEINT ER ÞJÓNUSTA SEM NÝTIST ÍSLENDINGUM Á FERÐALÖGUM ERLENDIS * í flestum tilvikum mun ódýrara en að hringja til íslands á annan hátt, t.d. úr farsímum eða hótelsímum. * Hægt að hringja frá yfir 20 löndum víðsvegar um heiminn. * Leiðbeiningará íslensku. * Gjaldfærist á símreikninginn heima.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.