Fréttablaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 6
6 FRETTABLAÐIÐ 23. ágúst 2001 FIIVIMTUDAGUR Fiskveiðiárið: Um 13 þúsund tonn kvótans eru enn Fellibylurinn Pabuk: Sjö létust og 26 slösuðust tókýó. ap. Að minnsta kosti sjö létust og 26 slösuðust þegar fellibylurinn Pabuk gekk yfir Tókýó í gær. Engin meiriháttar tjón urðu á húsum. Miklar rigningar komu með felli- bylnum og þurfti að kyrrsetja flug- vélar og lestar. Pabuk, sem gekk fyrst yfir landið á þriðjudaginn, er fyrsti fellibylurinn sem gengur yfir stærstu eyju Japans í tvö ár. Felli- bylurinn er í rénun en yfirvöld vör- uðu þó við möguleika á fleiri flóðum og aurskriðum. Búist er við að mik- il rigning fylgi fellibylnum þegar hann gengur yfir norðurhluta Jap- ans áður en hann fer út á haf. ■ MÁNATINDUR Skipverjum tókst eftir mikla baráttu að slökkva eld um borð í skipinu. Mánatindur: Eldur logaði í Mánatindi elpsvoði Eldur kom upp í rækju- bátnum Mánatindi frá Breiðdals- vík síðla kvölds á þriðjudag og logaði glatt. Mikill eldur logaði neðan þilja og áttu skipverjarnir fimm erfitt með að slökkva eld- inn. Slæmt veður var og sjógang- ur mikill og það ásamt þrengslum gerðu skipverjum erfitt fyrir við slökkvistörfin. Áður en þeim tókst að vinna bug á eldinum tæmdust öll slökkvitæki og bjuggu þeir sig þá undir að yfirgefa skipið. Þeir opnuðu hins vegar fyrir neyðar- ventla áður en þeir fóru fyrir borð og náðu með þeim hætti að slökk- va eldinn en þá var skipið orðið hálffullt af sjó. Skipið var statt 25 sjómílur norður af Tröllaskaga þegar eld- urinn kom upp en sigldi undir eig- in vélarafli til Skagastrandar eftir að skipverjar höfðu ráðið niður- lögum eldsins. Nokkrir skipverjar urðu fyrir vægri reykeitrun við slökkvistarfið en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir koma við sögu í eldsvoða á sjó. Um síðustu helgi komu þeir manni til bjargar þegar eldur logaði í trillu sem hann var á á Húnaflóa. ■ | ERLENT | Svartir og hvítir Bandaríkja- menn horfa mun frekar á sömu sjónvarpsþættina nú heldur en fyrir fimm árum, enda hafa bandarískir sjónvarpsþáttafram- leiðendur lagt töluverða áherslu á það undanfarin ár að gera sjón- varpsþætti sem höfða jafnt til svartra og hvítra. SJÁvarÚtvecur í gær þegar rúm vika var eftir af eftir af yfirstand- andi fiskveiðiári voru ónotuð rúm 13 þúsund þorskígildistonn af út- hlutuðum aflaheimildum ársins. Guðmundur Kristmundsson for- stöðumaður upplýsingasviðs Fiskistofu segir að þetta sé svipað og t.d. á sama tíma í fyrra. Athygli vekur að nokkurra vikna sjó- mannaverkfall á árinu virðist ekki hafa haft áhrif í þessum efnum miðað t.d. við árið í fyrra þegar london. ap Fjör hefur heldur betur verið að færast í leiðtogakjör breska íhaldsflokksins síðustu dagana. Á þriðjudag blandaði Margareth Thatcher sér í kosn- ingabaráttuna með því að lýsa stuðningi sínum við annan fram- bjóðandann, Iain Duncan Smith, sem er talsmaður flokksins í varn- armálum. í gær, miðvikudag, bætti svo John Major, sem tók við af Thatcher á forsætisráðherra- stól árið 1990, um betur með því að lýsa yfir stuðningi við Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráð- herra. John Major sakaði jafnframt Thatcher um að hafa sjálf skapað mörg þeirra vandamála sem leid- du til stórfellds taps íhaldsflokks- ins tvær kosningar í röð. Það sem skilur frambjóðend- ekkert verkfall var á flotanum. Hann bendir þó á að útgerðir hafa heimild til að geyma 20% af úthlutuðum kvóta í botnfiski til komandi fiskveiðiárs sem hefst 1. september n.k. Ennfremur er lík- legt að eftirstöðvar kvótans verði eitthvað minni þegar öll kurl verða komin til grafar. Miðað við núverandi stöðu verður heimilt að flytja rúm 11 þúsund tonn af slægðum þorski fram á næsta ár. Á næstu dögum munu handhafar urna tvo að er ekki síst afstaðan til Evrópumálanna. Clarke er ein- dreginn Evrópusinni og vill að Bretar taki þátt í myntbandalag- inu, en Duncan Smith er tortrygg- in á Evrópusamrunann, er andvíg- ur evrunni og vill ekki að Bretar taki þátt í frekara samrunaferli Evrópusambandsríkjanna. Það er ekki síst afstaðan til Evrópusam- bandsins sem veldur því að Thatcher leggur svo mikla áherslu á að Kenneth Clarke verði ekki næsti leiðtogi íhaldsflokksins. Major sagðist vera orðinn dauðþreyttur á því að flokkurinn tapi hvað eftir annað vegna þess að fulltrúar hans á þingi leggi of- uráherslu á þetta eina atriði, af- stöðuna til ESB, „á kostnað þess sem varðar landið sem heild.“ Duncan Smith er auk þess mun óveidd ÓNOTAÐAR AFLAHEIMILDIR lestir m.v. slægðan fisk Þorskur 3.333 Úthafsrækja 5.019 Ýsa 521 Ufsi 688 Karfi 872 Steinbitur 617 kvótans fá sent í pósti hvaða mikið kemur í hlut hvers og eins fyrir komandi fiskveiðiár. ■ lengra til hægri á stjórnmála- vængnum heldur en Clarke, sem jafnan hefur viljað færa flokkinn nær miðju stjórnmálanna. Þetta telur Major einnig Clarke til tekna: „Við getum því aðeins sameinast og sigrað ef við teygj- um okkur yfir að miðju stjórnmál- anna. Við getum ekki gert það út frá hægri vængnum," sagði Major. Kjörseðlar voru sendir flokks- mönnum nú í vikunni, en úrslit kosninganna verða tilkynnt þann 12. september næstkomandi. Með- an flokksmenn eru að gera upp hug sinn ætla þeir Clarke og Duncan Smith að mætast átta sinnum í einvígi á kosningafund- um víðs vegar um Bretland. Fyrsti fundurinn var í gærkvöld en sá síðasti verður 7. september. ■ FISKVEIÐAR Afkastageta flotans er mun meiri en sem nemur úthlutuðum kvóta Skorti heimild til einangrun- arvistar stjórnsýsla Umboðsmaður Al- þingis hefur komist að þeirri nið- urstöðu að fangelsisyfirvöldum á Litla Hrauni hafi verið óheimilt að vista fanga í einangrun vegna gruns um að hann ætti aðild að fíkniefnamisferli. Maðurinn var vistaður í einangrun um fjögurra daga skeið vegna rannsóknar fíkniefnamáls. Umboðsmaður telur að fang- elsisyfirvöld hafi ekki haft laga- lega heimild til að einangra fang- ann til að tryggja rannsóknar- hagsmuni málsins. Við aðstæður sem þessar beri fangelsisyfir- völdum að leita til dómstóla eftir heimild til einangrunarvistar. Ekki sé útilokað að fangelsisyfir- völd hefðu getað haft manninn í einangrun í allt að sólarhring að beiðni lögreglu en forstöðumann fangelsisins hafi skort heimild til að vista manninn í einangrun mið- að við aðstæður. Að auki fann um- boðsmaður að því að fanganum var ekki gefinn kostur á að nýta sér andmælarétt. Maðurinn leitaði eftir þetta til dóms- og kirkjumálaráðuneytis sem staðfesti niðurstöðu fangels- isyfirvalda. Umboðsmaður segir verulega annmarka hafa verið á málsmeðferð fangelsisyfirvalda og ráðuneytis í málinu og beinir þeim tilmælum að ráðuneytið endurskoði afstöðu sína óski fang- inn þess. ■ LITLA HRAUN Við leit fundust 60.000 krónur í eigu fang- ans og þóttu peningaráð fangans gefa til kynna að hann tengdist fíkniefnasölu. FRÁ KOSNINGABARÁTTUNNI lain Duncan Smith á kosningafundi í Wales á þriðjudag. Bæði Margareth Thatcher og John Major hafa látið til sín taka, en óljóst þykir hvort stuðningur þeirra bætir eða skaðar stöðu frambjóðendanna. Leiðtogakjör breska íhaldsflokksins: Major kennir Thatcher um ófarir Ihaldsflokksins Litla Hraun: Hvítir bændur: Leystir úr haldi AP. CHINHQYI. ZIMBABWE StjÓrnVÖld í Simbabve leystu í gær 21 hvítan bónda úr haldi en mennirnir höfðu verið í fangelsi í tvær vikur ásak- aðir um að ráðast á svarta menn sem höfðu tekið bú þeirra eignar- haldi. Bændurnir neita því að þeir hafi ráðist á hústökumenn. Þeir segjast hafa farið til að aðstoða einn félaga sinn sem var í vand- ræðum og að ráðist hafi verið á þá. Herskáir stuðningsmenn stjórnvalda hafa rænt og brennt híbýli hvítra manna á svæðinu undanfarnar vikur. Alls hafa her- skáir stjórnarsinnar tekið býli 1.700 hvítra bænda eignartaki frá því í mars á síðasta ári þegar stjórnvöld fyrirskipuðu að 4.600 býli hvítra bænda yrðu tekin eign- arnámi og dreift til svartra íbúa landsins. Um 4.000 hvítir bændur eiga LAUSIR ÚR HALDI Bændunum var fyrirskipað að halda ekki til býla sinna til að koma í veg fyrir óeirðir. um þriðjung landbúnaðarsvæðis í Simbabve en átta milljónir svert- ingja lifa á hinum tveimur þriðju hlutunum. ■ Þriðji skipsbruninn á sólarhring: Eldur í vélarrúmi ELDSVOÐI Eldur kom upp í vélarrúmi ísfiskstogarans Bjarts frá Nes- kaupsstað snemma í gærmorgun en þá var skipið statt um 40 sjómíl- ur austur af Norðfirði. Áhöfnin var að hífa um borð þegar eldurinn braust út og brugðu skipverjar á það ráð að loka vélarrúmi togarans og bíða eftir því að eldurinn kuln- aði. Ljósafellið frá Fáskrúðsfirði var við veiðar nálægt Bjarti þegar eld- urinn kom upp og kom honum til aðstoðar. Hluti áhafnar Bjarts var flutt um borð í Ljósafellið sem tók skipið í tog og dró það til hafnar i Neskaupsstað. „Það er í lagi með allan mann- skap og hitt er þá eitthvað sem hægt er að takast á við síðar“, sagði Freysteinn Bjarnason hjá Síldar- vinnslunni sem gerir Bjart út þeg- ar hann var spurður um hvort miklar skemmdir hefðu orðið á skipinu. Matsmenn frá Ti’ygginga- miðstöðinni eru væntanlegir á Nes- kaupsstað í dag og munu þeir kanna skemmdir um borð í skipinu. Bjartur var tiltölulega nýlagður úr höfn þegar eldurinn kom upp. Togarinn landaði 65 tonna afla á Neskaupsstað á mánudag og hélt aftur út til veiða klukkan fimm á þriðjudag, sólarhring áður en Ljósafellið dró hann aftur til hafn- ar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.