Fréttablaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 24
Vatnsmýrarvegi 25 • Sími: 562 1055 Vantar bila vegna gífulegrar sölu! Bakþankar Þráins Bertelssonar Góðar vörur á góðu verði Góðu fréttirnar fyrst: í aðalrétt bjóðum við upp á soðin ýsuflök með Heinz-tómatsósu og Pringles- kartöfluflögum og pönnusteiktar heilhveitilufsur með. Og í forrétt og eftirrétt höfum við niðurbrytjaða kiwiávexti. Þeir sem eru svo heppnir að hafa dálæti á þessum matseðli mega prísa sig sæla að búa á íslandi því að nýleg verðkönnun Neytenda- samtakanna leiddi í ljós að hráefnið í þessa máltíð er ódýrara í Reykja- vík heldur en til dæmis í Brussel, Stokkhólmi, London eða Kaup- mannahöfn. —♦--- VONDU FRÉTTIRNARkoma næst: Ef maður vill hafa fjölbreytt- ari matseðil heldur en iýst er hér að framan þá er dýrara að kaupa í mat- inn í Reykjavík heldur en á öðrum stöðum sem neytendakönnunin náði til. En við skulum ekki missa móð- inn. Það berast vissulega góðar fréttir af því að verslun á íslandi sé svo ar.ðsöm að öflug fyrirtæki sem hana stunda hafi ráð á því að flytja peninga í miiljarðavís úr landinu til að fjárfesta í glæsilegum hlutafélög- um erlendis eins og dönsku einokun- arkaupmennirnir (blessuð sé minn- ing þeirra) gerðu hér fyrr á öldum við gróðann af maðkaða mélinu sem íslendingar voru einhverra hluta vegna svo sólgnir í. — ÞAÐ ER AÐ VÍSU hálfónotalegt að frétta að í þessari könnun skyldi hæsta verðið vera að finna í Reykja- vík í 28 tilvikum en lægsta verðið í aðeins 5. Þetta staðfestir það sem flestir vissu'fyrir en reyna að forð- ast að hugsa mikið um, sem sé að það er dýrt að lifa hér á landi fyrir þá sem telja sig of góða til að lifa á ýsu og tómatsósu og eru sífellt að gera kröfur um tilbreytingu í mat og kæra sig hvorki um kiwiávexti né Pringles-kartöfluflögur. ---4—— KANNSKI er það þó ekki forgangs- mál að lækka matvöruverð hjá þjóð sem er svo moidrík að hún hefur efni á því að stunda þá merkilegu íþrótt að senda heimsins bestu fiski- skip og duglegustu sjómenn norður- hjarans til að veiða fisk - til þess eins að drepa hann og kasta honum aftur í sjóinn. Vonandi sjá kynslóð- irnar sem gödduðu í sig maðkaða mélið ekki til okkar núna, þeim mundi trúlega svelgjast á surplinu sínu. ■ Utgáfutónleikar í Borgarleikhúsinu 28. nóvember kl. 20 Forsala hafin í verslunum Skífunnar Ný 12 laga plata frá þessum magnaða söngvara kemur út í dag. Inniheldur m.a. I think of angels, Let's stay together, Your song, Fields of gold ofl. fleiri frábær lög. FRETTABLAÐIÐ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Augiýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 595 65 00 VlÐSECJUM FRÉTTIR____________Fréttavefurinn á VÍSÍV.ÍS Fyrstur með fréttirnar Jfítablxwb í Acwteývrui Kr. 1090 Grensásvegur 10 Sími 553 88 33 : Packard Bell sJ" Alvöru heimilistölva 1,2 GHz iMedia 4230A DVD Örgjörvi Vinnsluminni Harður Diskur Skjákort Skjáminni Skjár CD-Rom Fjöldi radda Faxmódem Athlon 1,2 GHz 128 40 GB nVIDIA GeForce2MX400 64 Mb 17" DVD 16x 512 56k. - V.92 Fax kr. 159.900 Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.