Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN VILJA ÚTSENDINGAR Netverjar eru allt annað en sáttir við að fá ekki að fylgjast með vetrarólympíuleikunum í sjónvarpi eins og venja hefur verið til undanfarin ár. Saknarðu beinna útsendinga frá ólympiuleikunum? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Er þörf á siðareglum í stjórnsýsiunni? Farðu inn á vísi.is og segðu I þína skoðun __________________CSHa Gufunes: Kaupa svæði Aburðarverk- smiðjunnar reykjavík Reykjavíkurborg hefur samið við hluthafa Áburðarverk- smiðjunnar um kaup borgarinnar á fasteignum og aðstöðu fyrirtækis- ins í Gufunesi. Kaupverðið er 1.280 milljónir króna. Til stendur að fjar- lægja verksmiðjuna, ráðast í land- fyllingar og byggja nýtt hverfi með blandaðri byggð íbúða og atvinnu- húsnæðis. í samningnum er kveðið á um að Áburðarverksmiðjan fjarlægi ammoníaksgeymi og önnur mann- virki sem tengjast efnavinnslu. Á þeim flutningum að vera lokið fyrir 15. maí. Áburðarverksmiðjan leigir aðstöðuna til 1. september á næsta ári og hefur rétt til að leigja aðstöð- una í eitt ár eftir þann tíma. í tillögu aðalskipulags er gert ráð fyrir 3200 íbúðum á svæðinu og at- vinnuhúsnæði upp á 100.000 fer- metra. Borgaryfirvöld telja að lóðir geti orðið byggingarhæfar 2006. ■ ..-4-. Frádráttarbær framlög til stjórnmálaílokka: Ekki haldið utanum frádrátt stjórnsýsla Ekki eru til upplýsingar um hversu mikið fyrirtæki hafa notfært sér heimildir til að draga fjárframlög og gjafir til stjórnmála- flokka frá sköttum. Lögum samkvæmt geta fyrir- tæki dregið fjárframlög sín til stjórnmálaflokka frá skattastofni. Fréttablaóið óskaði eftir upplýsing- um frá Ríkisskattstjóra um í hvaða mæli fyrirtæki hefðu nýtt sér þessa heimild. Einnig hvernig fjárfram- lögin skiptust milli stjórnmála- flokka. í svari Ríkisskattstjóraemb- ættisins kom fram að þessar upp- lýsingar liggja ekki fyrir. Frádrátt- ur sem þessi falli undir rekstrarút- gjöld. Almennt hafi þess ekki verið krafist að slíkur rekstrarkostnaður yrði sundurliðaður og nafngreindur. Deilt hefur verið um hvort fjár- stuðningur einstaklinga og fyrir- tækja eigi að vera gerður opinber. Engin lög hafa verið sett um slíkt hérlendis. Víða erlendis tíðkast að framlög til stjórnmálaflokka skuli vera opinber. Bandaríkjaþing sam- þykkti hertar reglur um slíkt í síð- ustu viku. ■ [ GRÆNMETI ] Ahrifa tollalækkana á verð inn- flutts grænmetis gætir strax í dag í verslunum Hagkaups. Verð á kínakáli, blómkáli, broc- coli, selleríi og púrrulauk lækkar um 10,71% í dag vegna breyting- arinnar úr verndartollum í bein- greiðslur til innlendra framleið- enda. Að sögn Sigurðar Reynalds- sonar, innkaupastjóra matvöru hjá Hagkaup, er til hugsanlegt að sveppir, kartöflur, hvítkál og fleiri tegundir lækki einnig í verði á næstunni. 2 20. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGISR Flosi Eiríksson segir sig úr stjórn Landssímans: Amælisverð afskipti ráðherra landssíminn Flosi Eiríksson hefur sagt sig úr stjórn Landssíma ís- lands. Flosi segir vinnubrögð við stjórn fyrirtækisins ámælisverð. Flosi segir að stjórn Landssím- ans ekki hafa komið að þeim ákvörðunum sem henni beri, þ.m.t. ráðningarmálum forstjóra, fjár- festingar- eða framkvæmdaáætlun: „Samgönguráðherra, einkavæðing- arnefnd og aðrir hafa í sífellu verið að taka ákvarðanir sem stjórnar- innar er og jafnvel án vitundar hennar, sem er ámælisvert." „Kornið sem fyllir mælinn eru sérkennileg viðskipti stjórnarfor- mannsins og Landssímans. Þar með FLOSI EIRÍKSSON „Samgönguráðherra, einkavæðingarnefnd og aðrir hafa í sífellu verið að taka ákvarðanir sem stjórnarinnar er og jafnvel án vitundar hennar, sem er ámælisvert," segir Flosi Eiríksson og segir sig úr stjórn Landssímans. er brostinn trúnaður sem þarf auð- vitað að vera á milli stjórnarfor- manns og mín sem stjórnarmanns," segir Flosi. Að sögn Flosa telur hann fyrr- greind vinnubrögð stangast á við það siðferðismat og vinnubrögð sem hann reyni að viðhafa í með- ferð almannafjár. Friðrik Pálsson, stjórnarformað- ur Landssímans, segir Flosa hafa verið ágætan stjórnarmann. Frið- rik segist ekki kannast við trúnaða- brest á milli sín og Flosa. „Hann hefur rétt á því að hafa sínar skoð- anir á því hvernig stjórn fyrirtæk- isins er hagað. Ég óska honum vel- gengni á hans pólitísku braut,“ seg- ir Friðrik. Anna Kristín Gunnarsdóttir, kennari á Sauðarkróki, er varamað- ur Flosa í stjórn Landssímans. ■ Góðráð Friðriks Pálssonar: Unniðfyrir aðra en Símann síminn Friðrik Pálsson, stjórnar- formaður Símans, segir að fyrir- tæki hans, Góðráð, hafi ekki bara unnið fyrir Símann heldur einnig nokkur önnur fyrirtæki. Hann vildi þó ekki nafngreina þau eða tiltaka nákvæmlega hversu mörg þau væru. Friðrik segir að veru- legur hluti rekstrartekna Góðráðs frá stofnun þess í maí 1999 hafi komið til vegna viðskipta þess við önnur félög en Símann. Hann vildi ekki tilgreina nánar hversu fyrir- ferðarmikill sá hluti starfseminn- ar hafi verið í tveggja og hálfs árs sögu Góðráðs. ■ Breyttu reglum fyrir stjómarformanninn Landssíminn breytti reglum sínum svo unnt væri að tengja stjórnarfor- mann félagsins við breiðbandið. Ibúar við götu formannsins grófu sjálf- ir upp garða sína og Síminn lagði breiðbandið í hús þeirra. Fram- kvæmdastjóri hjá Símanum segir tilraunina ekki hafa gefist nógu vel svo þessi leið sé lokuð öðrum. landssÍMInn Reglum um lagningu breiðbands Landssíma fslands var sérstaklega vikið til hliðar svo unnt yrði að verða við óskum Friðriks Pálssonar, stjórnafor- manns Landssímans, og ná- granna hans um tengingu að íbúð- „Þetta var arhúsum þeirra á geysilega Vesturbrún. skemmtileg Friðrik fór uppákoma. þess á leit við Nágrannarnir Landssímann að voru þarna fá tengingu að hver um ann- heimili sínu á ár- an þveran út í inu 2000. Þá var garði að ekki á dagskrá að grafa." tengja húsin við Vesturbrún við breiðbandið enda var hvorki um að ræða nýtt hver- fi né var verið að grafa upp göt- una af öðrum ástæðum, svo sem vegna endurnýjunar hitaveitu- lagna. Úr varð að Landssíminn bauð íbúum Vesturbrúnar að leggja breiðbandið að húsi þeirra ef þeir græfu sjálfir fyrir línunni. „Ég ræddi þetta við tækni- mennina niður á Síma og það varð að ráði að við myndum prófa það að íbúarnir sjálfir myndu grafa í gegn um garðana í stað þess að brjóta sundur götur og gangstéttir," sagði Friðrik í gær. Friðrik sagði að á Kleifarvegi, sem er neðan við Vesturbrún, hafi verið búið að leggja breið- bandið samfara öðrum fram- kvæmdum sem höfðu verið í göt- unni. Þar hafi verið tenging rétt neðan við garða húsanna á Vest- urbrún sem hægt hafi verið að setja í samband við. „Þetta var geysilega skemmti- BREIÐBAND í HVERFIÐ Friðrik Pálsson stjórnarformaður og nágrannar hans tóku fram skóflurnar í desember 2000 og grófu breiðbandinu leið inn I hús sín eftir að Síminn ákvað að gera tilraun og verða við óskum íbúanna um að fá breiðband heim til sín þótt það væri annars ekki á áætlun fyrirtækisins. leg uppákoma. Nágrannarnir voru þarna hver um annan þver- an út í garði að grafa,“ sagði Frið- rik. Landssíminn boraði síðan fyrir kaplinum inn í hús fólkins. Þór Jes Þórisson, fram- kvæmdastjóri breiðbandssviðs Landssímans, sagði fyrirtækið hafa viljað leita leiða til að ná niður miklum kostnaði af breið- bandstengingum. „Þetta var tilraun sem gekk svo sem bærilega. En fljótlega á eftir kom upp bilun á lóð hjá ein- um þátttakandanum. Þá vorum við í þeirri stöðu að þurfa að fara inn á einkalóð sem er óþægilegt fyrir okkur. Þannig að við eigin- lega settum þessa aðferðarfræði í biðstöðu," sagði Þór Jes. Hann tók þó fram að Landssíminn sé enn opinn fyrir raunhæfum ósk- um þeirra sem vilja taka þátt í kostnaði við lagninguna. Þegar rætt var við Þór Jes í gær sagðist hann ekki hafa tiltæk gögn um kostnað vegna breið- bandstengingarinnar á Vestur- brún. „En okkur fannst hann þó vera í efri mörkunum," sagði hann. gar@frettabladid.is Stjórnun Landssímans til umræðu á Alþingi: I skjóli leyndar þrífst spillingin alþingi Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi harðlega að Sturla Böðvarsson skyldi neita að svara fyrirspurn hennar varðandi ráðn- ingar- og starfslokasamninga fyrrum forstjóra Landssímans á Alþingi. Sturla vísaði til þess í skriflegu svari sínu að samkvæmt hlutafélagalögum væri honum ekki skylt að greina frá þessum upplýsingum. Þá áréttaði hann að stjórnsýslan hafi verið í samráði við Ríkisendurskoðun. Fjölmargir stjórnarandstöðu- þingmenn tóku undir gagnrýni Jó- hönnu sem sagði engu líkara en ráðherrann hefði eitthvað að fela. „Við sjáum hvernig subbuskapur- JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR Jóhanna og fjöl- margir aðrir þing- menn stjórnar- andstöðu gagn- rýndu samgöngu- ráðherra á þingi ( gær fyrir að neita að upplýsa um ráðningar- og starfslokasamn- inga forstjóra hjá Símanum. inn þrífst í skjóli þessara hlutafé- lagalaga sem ráðherrar hlaupa í skjól í. Þar sem stjórnendur skammta sér laun og hlunnindi og sjálftökuliðið lifir góðu lífi á opin- bera spenanum," sagði hún. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar benti á að Sturlu væri einungis heimilt að halda til baka upplýsingum ef þær gætu skaðað hagsmuni Símans. „Ef hæstvirtur samgönguráð- herra hefur rétt fyrir sér í þessu efni, er það eingöngu vegna þess að hann væri að leyna hér upplýs- ingum úr starfslokasamningi við fyrrverandi forstjóra sem ber- sýnilega gætu skaðað hagsmuni félagsins," sagði hann. Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstri-grænna, spurði hvað það væri sem ekki þyldi dagsins ljós. „í skjóli leynd- arinnar þróast spillingin, eins og dæmin sanna,“ sagði hann. ■ Blóðugur sólarhringur: 22 fallnir í bardögum erlent Sex fsraelsmenn féllu og einn særðist í árás Palestínumanna á eftirlitsstöð nærri þorpinu Ein Arik á Vesturbakkanum í gær- kvöldi. Það þýðir að a.m.k. tólf Palestínumennn og tíu ísraelsmenn hafa fallið á einum og sama sólar- hringnum, sem er sá blóðugasti í 17 mánaða átökum ísraela og Palest- ínumanna. Tveir Palestínumenn féllu og fjórir særðust alvarlega þegar ísraelsher skaut flugskeytum á höfuðstöðvar klofningshóps Hamas samtakanna á Gasasvæðinu í gær- morgun. Þá skutu hersveitir ísraela þrjá Palestínumenn til bana í flótta- mannabúðum á Gasasvæðinu í gær- morgun í hefndarskyni fyrir sjálfs- morðsárásir þeirra. Tveir Palest- ínumenn létust fyrr um morguninn í skotbardaga við ísraelsher. ■ Bílastæðahús undir Tjörninni: Skiptar skoðanir hjá R-listanum skipulag Skiptar skoðanir eru innan R-listans um þá áform borgaryfir- valda að byggja bílastæðahús undir Tjörninni með pláss fyrir 230 - 280 bíla. í bókun sem Sólveig Jónas- dóttir einn af fulltrúum R-lista í umhverfis- og heilbrigðisnefnd lagði fram á síðasta fundi hennar varar hún við tillögum um fram- kvæmd og röskun á Tjarnarsvæð- inu vegna bílastæðahússins. Hún bendir á að framkomnar tillögur um þessa bygg- ingu stangast al- gjörlega á við umræður um þetta svæði á seinni tímum. Þar á meðal hugmyndir um friðlýsingu vesturbakkans og verndun fuglalífs. í bók- uninni mótmæl- ir hún einnig þeim vinnubrögðum að umhverfismálin verði afgreidd með skipulagstillögunni í stað þess að ráðast í sérstakt umhverfismat. Sólveig segir að með þessari bókun vilji hún benda á að það sé ekki rétta leiðin til að leysa úr bíla- stæðaskorti í miðborginni með því að róta til í Tjörninni. Aðspurð hvort hún bjóði upp á annan valkost segir hún að það megi skoða ýmsar aðrar leiðir eins og t.d. í tengslum við byggingu tónlistarhússins við Faxaskóla. Hún segir að það eigi að láta Tjörnina vera í friði fyrir þess- um framkvæmdum. Tjörnin sé hjarta og sál borgarinnar. Á fundin- um óskaði Sólveig eftir upplýsing- um um áhrif fyrirhugaðra fram- kvæmda á fuglalíf og lífríki Tjarn- arinnar. Einnig eftir því hvaða áhrif bygging Ráðhússins hafði á þessa þætti á sínum tíma og um nýtingu bílastæðahúsa í miðborginni. ■ RÁÐHÚSIÐ Fulltrúar Reykjavíkur- lista f umhverfis- og heilbrigðisnefnd eru ekki á eitt sáttir um byggingu bilastæða- húss í Tjörninni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.