Fréttablaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTABLAÐIÐ SPURNINC DACSINS 3. maí 2002 FÖSTUDAGUR Ætiar þú að ferðast í sumar? Já, ég ætla að ferðast til Svíþjóðar eða ítalíu í sumar og fara í frí." Kristján Sigurjónsson nemi í Foldaskóla Skoðanakönnun í Bandaríkjunum Hjátrú enn- þá útbreidd washington, ap Bandaríkjamenn eru óákveðnir í afstöðu sinni til þess, hvort rétt sé að einrækta dýr. Þeir trúa ekki á happatölur en telja hlýnun jarðar vera alvarlegt vandamál. Meirihluti Bandaríkja- manna trúir því hins vegar að sumt fólk búi yfir dulrænum gáf- um. Þétta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum Vísinda- stofnunar Bandaríkjanna (NSF). Þar kemur líka fram, að trú á hjá- vísindi er útbreidd í Bandaríkjun- um. Fjörutíu prósent Bandaríkja- manna hafa trú á því að vísindin leiði af sér meira gott en slæmt. Hins vegar óttast þriðjungur þeirra að vísindin leiði meira illt af sér en gott. ■ —«— Stríðir gegn almanna- hagsmunum: Einkadans bannaður borgarstjórn Einkadans verður bannaður á nektardansstöðum borgarinnar. Að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarfull- trúa R-listans, er ástæða bannsins m.a. sterkar vísbendingar um að vændi þrífist í skjóli einkadans- ins. Hún segir tvenns konar hags- muni þarna hafa vegist á, atvinnu- frelsi og almannahagsmuni, sem m.a. lúta að velsæmi og þeir síðar- nefndu vægju þyngra. Málið var rætt í fyrri umræðu í borgarstjórn í gær en breytingin tekur gildi verði það samþykkt í annarri umræðu eftir tvær vikur, eins og allt bendir til. Borgarlög- maður telur að bannið brjóti í bága við stjórnarskrá, en ríkislög- maður telur í lagi að banna einka- dans. ■ Skúli Magnússon, lektor í lögum við H.Í.: Fiskveiðistjórnarlög ofar netlögum sjávarútvegur Nýting sjávarauð- linda innan netlaga fellur undir lög um stjórn fiskveiða, að mati Skúla Magnússonar, lektors í lög- fræði við Háskóla íslands. Skúli vann álitsgerð fyrir sjávarút- vegsráðuneytið varðandi rétt strandbænda til veióa þar sem hann segir m.a. að mögulegar skaðabótakröfur vegna svipting- ar veiðiréttar séu fyrndar. „Það er e.t.v. svolítið skrítið að 17 árum eftir að fiskveiðistjórnar- kerfinu var komið á fót komi fram menn sem halda því fram að fjárhagslegir hagsmunir þeir- ra hafi verið skertir stórlega," sagði hann og taldi frekar ólíkleg að einhver geti haldið fram fjár- hagslegum skaða. ■ SKÚLI MAGNÚSSON Skiptar skoðanir eru um hvort bændur sem land eiga að sjó mega veiða að vild innan netlaga sem segja til um ytri mörk jarðareignar þeirra og ná u.þ.b. 115 metra út i sjó. Skúli segir að lög um stjórn fiskveiða ráði. Jarðboranir: Nýta háhita til raforku uppgjör Niðurstöðutala rekstrar- reiknings Jarðborana á fyrsta ársfjórðungi var 39 milljóna króna tap, en var 36,2 milljóna króna tap á sama tímabil árið 2001. Rekstrartap, fyrir fjár- magnsliði og skatta, nam 51,4 milljónum króna en var 31,2 milljónir í fyrra. Að jafnaði er lít- il velta fyrsta ársfjórðung. Verkefnastaðan er góð segir í tilkynningu vegna áframhaldandi aukningar á nýtingu háhita til raforkuframleiðslu hjá stærstu orkufyrirtækjunum. ■ Bændur láti reyna á rétt sinn til sjávarnytja Bændur sem land eiga að sjó fengu ekki virtan í lögum um stjórn fiskveiða rétt til veiða í meðför- um Alþingis á lögunum fyrir skemmstu. Lögfræðingur bænda segir þá eiga rétt til sjávarnytja og hvetur þá til að láta reyna á hann. sjávarútvegur „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að eigendur jarða veiði í netlögum," segir Már Pétursson, lögfræðingur Bændasamtaka ís- lands og lögfræði- legur álitsgjafi Samtaka eigenda sjávarjarða. Net- lög jarða ná 115 metra frá stór- straumsfjöru og marka ,þau þannig ytri eignarmörk jarða. Már segir bændur eiga veið- ina innan netlaga og ekki hafi reynt á bann við notum þeirrar eignar. Samtök eigenda sjávarjarða fóru fram á við sjávarútvegsnefnd Al- þingis að útræðisréttur bænda yrði virtur í lögum um stjórn fisk- veiða sem voru í meðförum þings- ins fyrir skömmu, en það gekk ekki eftir. Studdist nefndin þar við álitsgerð Skúla Magnússonar, lektors við lagadeild Háskólans,- sem hann gerði fyrir sjávarút- vegsráðuneytið. í henni kemur fram að fiskveiðistjórnarlög nái yfir veiðar í netlögum og að réttur vegna sviptingar veiðirétts sé al- mennt fyrndur. Álitsgerð Más fyr- ir Samtök eigenda sjávarjarða gengur gegn áliti Skúla. „Eg er sérstaklega ósammála því að eignarréttur fyrnist. Kröfur fyrn- ast en eignarréttur fyrnist ekki,“ sagði hann. Már segir það til þess fallið að valda vandræðum að eignarréttur „Ég er sérstak- lega ósam- mála því að eignarréttur fyrnist. Kröfur fyrnast en eignarréttur fyrnist ekki," segir Már Pét- ursson, lög- fræðingur Bændasam- taka íslands. MÁR PÉTURSSON, HRL. í lögum um stjóm fiskveiða eru ákvæði á þá leið að heimilt sé án sérstaks leyfis að stunda fiskveiðar í tómstundum til eigin neyslu. Aflann má ekki selja eða fénýta á annan hátt. Wlár segir önnur lög gilda um útræðisrétt bænda enda nái landareign þeirra 115 metra út i sjó. bænda og nýtingarheimildir þeirra skuli ekki hafa verið stað- festar og skilgreindar í lögum um stjórn fiskveiða. „Ég get ekki bet- ur séð en menn hljóti að bregðast við með að nýta jarðir sínar eins og verið hefur í aldaraðir, a.m.k. innan sinna landamerkja." Hann segir að svo sé það undir bændum komið hvernig þeir nýti þennan rétt. „í Noregi og einnig hér á landi hafa bændur í ferðaþjón- ustu leigt gestum sínum báta og heimilað þeim að veiða,“ sagði hann og taldi slík þjónusta við ferðamenn gæti orðið vinsæl og arðbær líkt og veiðar í árn og vötnum. „Verði þeir kærðir verð- ur það að fara fyrir dómsstóla og þá reynir á hvort þeir staðfesta kenningar okkar helstu fræði- manna um að netlögin séu' hluti jarðanna. Auðvitað verða eigend- ur sjávarjarða að taka tillit til ... wmmmmmmmmmmmiMk veldu aðeins það besta Höldur • Akureyri Bílaþjónustan • Húsavík Smur og Dekk • Höfn Hornafirði IB Innflutningsmiðlun • Selfossi Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns • Reykjavík Nesdekk • Seltjarnarnesi Dekk og smur • Stykkishólmi Léttitækni • Blönduósi UmboösaOilar: iriuunarssjuiiariiiiua-, en pa pari au sýna fram á að þau leiði til þess að f -- ~*0* ~~--f • * ~*~ þeim sé meinað að nytja jarðir sínar.“ oii@frettabladid.is íslenska ánægjuvogin: Anægja með Egil KÖnnun íslenskir neytendur eru ánægðastir með Ölgerðina Egil Skallagrímsson samkvæmt niður- stöðu íslensku ánægjuvogarinnar. í öðru sæti varð Síld og fiskur og Sparisjóðirnir í því þriðja. Mark- mið íslensku ánægjuvogarinnar er að gera samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina hjá fyrir- tækjum í nokkrum atvinnugrein- um. ísland er í öðru sæti í meðal- ánægjuvog þjóðanna. Hækkar sig um eitt sæti milli ára og er 0,2 stigum á eftir Finnum. Bandarík- in eru í þriðja sæti og Grikkir í því fjórða. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.