Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 24
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20, dreifing@frettabladid.is VlÐ SECJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍi*-ÍS Fyrstur með fréttirnar HEIMAGÆSLA ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS BORGARTUNI 31 • SIMI 530 2400 WWW.OI.IS Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Sigur fyrir lýðræðið Eg bjóst við að vakna á sunnudegi við eina þjóð með einn foringja, einn lit og eina skoðun. Það hefði ver- ið svo eðlilegt í framhaldi af stemmn- ingunni í hinum stóra umheimi. í staðinn vaknaði ég á sunnudegi við töluvert lýðræðissinnaða þjóð sem kýs til hægri og vinstri, upp og niður og út og suður. Mörlandinn hafnaði hörðum línum og lýðræðið sigraði þrátt fyrir hlægilegar auglýsingaher- ferðir dagana á undan. í MINNI SVEIT gáfu frambjóðend- ur blýanta, blóm og kál, en undarleg- ast fannst mér þó duftið í plast- umslaginu sem barst inn á heimilið daginn fyrir kjördag. ímyndarfræð- ingarnir hafa verið búnir að opna kampavínið og aðeins farnir að missa sig. Maður sendir ekki fólki duft í umslagi þegar svo stutt er síðan milt- isbrandur var á ferð um veröldina í pósti. En hugurinn var góður, duftið reyndist vera baðsalt eftir nákvæma greiningu heimilisfólksins. Eftir notalegt bað í bláum baðsöltum var vakað fram á morgun - Helgi inni og Ólafur úti, Ólafur inni og kannski úti, en lýðræðið sigraði. Litli maðurinn komst inn með sínar hugsjónir og blómadrottningin situr áfram í þökk lýðræðissinnaðra höfuðborgarbúa. Einhvers staðar skipti sköpum að Jón á Stórhóli nennti ekki að kjósa, en þar settust kjörstjórar fyrir framan frambjóðendur og sögðu: Úllen dúl- len doff, átti börn og missti og það varst þú, en ekki þú. Allir glaðir og ánægðir. Kerling í Mosó fór flikk- flakk og heljarstökk í félagsheimilinu og kratar í Hafnarfirði flissa líklega viðstöðulaust fram eftir sumri af gleði og ánægju. Sumir voru ferlega spældir og tuðuðu um persónudýrk- unarkeyrslu sem aldrei hefði sést áður á landinu bláa. Æ,æ,æ, ég man eftir kalli að keyra bíl, sama kalli að kyssa fólk og knúsa, broskalli sem vildi standa í stafni og stýra dýrum knerri. Grjótkast úr glerhúsaþorpi. —♦— ÉG ER FEGIN að allir eru hættir að slást um eldri borgara. Nú geta allir sameinast um að vinna í þágu þeirra næstu fjögur árin. Við hin get- um haldið áfram að sinna sauðburði, planta stjúpum og syngja í sumrinu. Þó er augljóst að landinn var ekki að kjósa um einkapartí Landssímans, þjóðmenningarmál eða ríkisábyrgðir. Það verður næsta vor og hver veit nema lýðræðið sigri líka þá? ■ Ferðatrygging er alltaf innifalin í F plús fjölskyldutryggingunni Þeir sem eru með F plús njóta tryggingaverndar fyrir alla fjölskylduna á ferðalagi erlendis. Það er sama hversu margir eru í fjölskyldunni eða hve oft farið er til útlanda, F plús verndin gildir í allt að 92 daga hverju sinni. Að sjálfsögðu býður VÍS líka samsetta ferðatryggingu fyrir þá sem ekki eru með F plús. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 560 5000. F plús fjölskyldutrygging felur, auk slysatryggingar, Leyfðu aðbeL pKKur abyrgdina meðþer í sér sjúkrakostnaðartryggingu, ferðarofstryggingu og farangurstryggingu. Sjá nánar í skilmálum F plús tryggingar. Með tryggingunni fær fjölskyldan einnig öryggiskort og aðgang að neyðarþjónustu SOS International. Tryggðu þér ánægjulegra frí. Leyfðu okkur að bera ábyrgðina með þér. þar sem tryggingar snúast um fólk Vátryggingafélag (slands • Ármúla 3 ■ 108 Reykjavík • Þjónustuver 560 5000 • www.vis.is orðinn að veruleika I tilefni af80 árá afmceli BræÖranna Ormsson hafa þýsku AEG verksmiðjurnar hafið framleiðslu á nýrri AEG þvottave'l fýrir hinn kröfuharða íslenska markað Þessi fullkomna þvottavél er nú ásérstöku afhuelistilboði kr. 80.000 Umbodsmenn um land allt CJ 2002

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.