Suðri - 30.09.1886, Blaðsíða 3

Suðri - 30.09.1886, Blaðsíða 3
103 Auðunnar rauða Hólabiskups. Frá Grúfufelli er enn stefnt í landnorður yfir Grúfufellsskeið (Dúfunefsskeið ?); pað er sléttur sandur, norður að Blöndu, par er vað á Blöndu, og sín Tarða hvoru megin. J>að er stuttu framar en Seyðisá fellur í Blöndu; sú á kem- ur úr Hveradölum, og hefst úr hver peim, er Seyðir heitir; par var Fjalla- Eyvindur, sem merki sjást til. J>egar komið er yfir Blöndu, er farið fyrir vestan sæluhústóptir, sem eru vestast í Guðlaugstungum, og svo í landnorður með hæð sem kölluð er Draugaháls. J>á verður fyrir Strangakvísl, og er farið yfir hana nokkru sunnar en hún fellur í Blöndu. Síðan er haldið í austurhalt landnorður að sæluhúsi, sem kallað er Haugaskáli (Yekelshaugar?); pað er suður af Blönduvaðshæð. J>á sr stefnt peint í landnorður y^fir Galt- erárdrög norður á Sand; afSandiligg- ur vegurinn hátt til landnorðurs par til komið er norður í Mælifellsdal. Vegur liggur einnig austur að Goð- dölum og skilst hann frá aðalveginum norðarlega á Sandi. A vegi pessum eru víðast góðir hagar, úr pví komið er norður j>fir Blöndu. Nærri mun láta að lengd pessa vegar, byggða á milli, úr Biskupstungum norður í Mælifellsdal, sé hálfur priðji lesta- áfangi. Eyfirðingavegur liggur úr Gránu- nesi yfir austurkvísl Svartár, og fyrir austan Kjalhraun og svo sömu stefnu til austurs inn yfir Blöndu, austur í Álptabrekkur og svo austur með Hofs- jökli, hefur maður hann á hægri hönd, austur í Polla. J>ar var áfangastaður (úr Gránunesi). J>aðan liggur vegur- inn að Jökulsá, yfir hana og svo norð- vestan við nyrðri Polla, pá í austur- landnorður austan við Urðarvötn og svo ofan í Eyjafjörð. — Eg hefi, eptir að petta var ritað, fengið lýsingu á Eyfirðingavegi frá herra Sigurði Jó- hannessyni á Hrafnagili, er eg ætla peim vegi kunnugastan afpeim mönn- um, sem nú eru uppi. Set eg hér lýsingu hans orðrétta: «Prá Tjörnum í Eyjafirði liggur vegur pessi fram með Eyjafjarðará fram í svo kallaða Selskál, svo paðan yfir Eyjafjarðará og upp með Hafurá og fram Hafurárdal. J>egar Hafurárdal sleppur, kemur varðaður vegur og liggur hann austanvið Urðarvötn og vestan í Kerlingarhnjúk. J>egar vötn- unum sleppir, beygist vegurinn lítið eitt í vestur og svo í hásuður, og skal ávallt stefna á Laugafell, til pess kom- ið er að Geldingsá. Síðan liggur vegur- inn nokkuð vestur, og norðan og vest- au við nyrðri Polla að Jökulsá og á- fram í suðvestur í syðri Polla, sem Var gamall áfangastaður. Úr Pollum liggur vegurinn í suðvestur, og skal ávallt hafa Höfsjökul á vinstri hönd. Örnefni á leið pessari eru: Bleikálu- háls og Lambahraun og liggur vegur- inn gegnum hraunið, og skal svo halda sömu stefnu í Gljúfurárskarð og pað- an enn sömu stefnu með jöklinum suður í Álptabrekkur. Úr Álptabrekk- um skal halda heldur meir í vestur að Rlöndu, paðan sömu stetnu austan við Kjalhraun og í Gránunes*. Vegur hefur einnig legið út úr Kjalvegi norður í Húnavatnssýslu. Hafa vegirnir skipzt í Svartárbugum við sæluhúsið, hefur svo verið stefnt í hánorður, upp Kjalliraun, og í múla pann, er gengur fram milli Miðdals eða J>jófadala og Tjarnardala, svo norð- ur með fjallgarði peim, sem liggur norðvestan megin peirra, par til kom- ið er að Oddnýjargili, paðan í land- norður að áfangahóli; hann er suður af Kólkuhól, vestan til 4 Kúluheiði, paðan í landnorður vestan til við vatn pað er J>rístikla heitir. J>aðan vestan við Mjóavatn og norður milli J>re- mundarvatna. Skammt fyrir norðan J>remundarvötn hefur vegurinn skipzt sundur, til Vatnadals, Svínadals, Slétt- árdals og Blöndudals. J>essi vegur byggða milli, mun vera meira en hálf- ur priðji lesta-áfangi. Frá útlönduni. —o— Með gufuskipinu »Minsk«, sem hing- að kom 27. p. m., bárust hingað pýzk blöð til 9. p. m. Helztu fréttirnar eru: Frá Bolgaralamli. Vér gátum pess í síðustu útlendu fréttum vorum, að Alexander jarl var aptur horfinn heim. J>egar Alexander reið inn í höfuðborg sína, Sofíu, var mikið um dýrðir. Allt var á tjá og tundri, klukkum öllum var hringt, en fagnaðaróp fólksins yfir- gnæfðu pó allt annað. Jarl reið beina leið til dómkirkjunnar, en par tóku á móti honum 18 prelátar, skrýddir pelli og purpura, og var erkibiskup Kýrillos í broddi peirra. Gekk jarl síðan inn í kirkjuna, og par ávarpaði erkibiskup hann pessum orðum : »Eg »pakka gnði fyrir, að pú ert aptur »kominn, pú, sem þessu landi hefur "ílutt frægðina eina og dýrðarljómann, »pú ert slíkur pjóðhöfðingi, að sérhver »pjóð verður að líta upp til pín með »aðdáun. J>jóð pín fylgir pér, með »pér lifir og deyr ást pjóðar pinnar. »Guð gefi að bænir vorar megi á- »heyrslu íá, svo vér megum lengi enn »njóta pín, hamingjusamir og glaðir«. J>ess! fögru orð erkibiskups fengu mjög á jarl; annars var hann heldur dapur 1 hragði og pungbúinn á svip um dag- inn. En sú var ástæða til pess, að fyrir skemmstu hafði liann fengið svar frá nafna sínum, Rússakeisara, upp á bréf, ástúðlegt og auðmjúkt, sem hann hafði ritað honum. Hafði hann í pví farið mörgum fögrum orðum um vel- gjörðir Rússakeisara við Bolgaraland og endað bréf sitt með pessum orð- um : »J>ar sem Rússland hefur gefið mér kórónu mína, er eg pess búinn, að skila henni aptur í hendur keisara pess«. Hafði hann slíkum orðum tal- að af peim sökum, að liann vissi að Rússakeisari bar til sín illan hug, en hann sá, að hann hafði eigi bolmagn til að eiga í illdeilum við svo voldug- an pjóðhöfðingja, pegar liann var orð- inn pess fullviss, að hin stórveldin ætluðu að láta sig eiga sig og veita sér ekkert verulegt lið. J>essu bréfi jarls svaraði Rússakeisari all- drembilega og af pjósti miklum. Kvaðst hann ekki geta fallizt á, að hann hefði horfið aptur heim til Bolg- aralands og kvað hann Bolgaralandi par af mundu standa vanda mikinn og óhamingju. Endaði hann bréf sitt með dylgjum um, hvað liann ætlaði fyrir sjer með Bolgaraland. J>egar jarl gekk frá kirkju, fór liann heim til hallar sinnar og heilsaði par helztu mönnum landsins og liðsfor- ingjum sínum. En pegar gestir voru brottu farnir, kallaði hann saman tvúnaðarmenn sína og liðsforingja og sagði peim, að hann mætti eigi leng- ur stýra Bolgaralandi eða dvelja par, pví pað væri Rússakeisara eigi að skapi. J>ess vegna væri hann neydd- ur til að fara úr landi, pví ef hann gerði eigi pað, mundu Rússar taka landið herskildi og svipta pað sjálfsfor- ræði pess. Síðan liéltjarl ríkisráð og lagði par völdin niður. Tóku allir pessu fjarri og báðu jarl að bregða pví ráði sínu, en jarl sat fastur við sinn keip og sagði þeim, að á pann hátt einan væri hægt að frelsa Bolgaraland frá herskildi og hörmungum. Varð svo að vera sem jarl vildi. Gerði nú stjórn Bolgara Rússakeisara orð, að jarl hefði afráðið að fara úr landi og báðu hann nú að heita pví í móti, að taka eigi Bolgaraland herskildi og leyfa Bolgur- um að hafa innlenda stjórn. Iveisari hét pví. J>ing Bolgara var kvatt á aukaþing 11. p. m. og átti pá að velja nýjan jarl. J>að er svo sem auðvitað, að pað verða Rússar, sem ráða jarlskosning- unni, og mælt er að Rússakeisari sé pegar búinn að finna jarlsefnið. J>að er Alexander, hertogi af Oldenborg, rúmlega fertugur að aldri, giptur frænd- konu keisara, ættaður frá Oldenborg, en fæddur og uppalinn í Rússlandi, ramrússneskur í húð og hár og í mikl- um kærleikum við keisara. Skömmu áður en pessi tíðindi, er nú voru sögð, gerðust á Bolgaralandi, hafði v. Giers, utanríkisráðherra Rússa- keisara, tekizt ferð á hendur til pess að hitta Bismarck fursta. Enginn veit

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.