Fjallkonan - 07.01.1885, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 07.01.1885, Blaðsíða 4
4 FJALLKONAN. í Langholti í Borgarfjarðarsýslu. Brann baðstofan áðr enn eldrinn yrði slöktr, enn munum varð bjargað. Húsbóndi hætti sér ofmjög inn í reyk- inn til að bjarga, enn misti af því sjónina og er blindr síðan. FRÁ ÝMSUM LÖNDUM. Mannætnr í Síberíu. þegar það fór að kvis- ast í sumar er leið, að Greely norðrfaramaðr og félagar hans hefði fyrir hungrssakir neyðzt til að leggja sér til munns dauða félaga sína, skýrði pólskr maðr í Fíladelfíu frá því, að hann hefði lifað á mannakjöti, er hann var í útlegð í Síberíu. f>essi maðr er nefndr Suffczynski, og er fæddr í Póllandi 1838. Hann tók þátt í uppreist Pólverja 1862, og var handtekinn ásamt 800 manna, er hann hafði í liði sínu. Var honum síð- an og öllu liði hans varpað í dýflizu í Varsjá. þar var hann i átta mánuði og hart haldinn; var hann, svo sem Rússa er siðr til, iðuiega hýddr með svipum, svo að honum lá við öngviti. Haust- ið 1863 var hann dæmdr í æfilanga útlegð ásamt mörgum hundruðum uppreistarmanna. Af því hann var mjög vanheill sakir illrar meðferðar i varðhaldinu, beiddist hann, að hann mætti hafa með sér til reiðar tvo hesta sína, enn umboðsmenn stjórnarinnar gerðu eigi annað enn hlæja að því, og sögðu honum, að allar hans eigur hefði verið gerðar upptækar. Hann átti systur, og réði hún það af, að fylgja bróður sínum í útlegðina. Henni varð ekki meínað, að verða samferða, enn aldrei fékk hún að taka bróður sinn upp í vagn sinn, og þegar hún gekk til bróður síns og var að hughreysta hann, er hann var hart leikinn og hlekkjum bundinn, þá hrundu hermennirnir henni frá hon- um. Á leiðinni höfðu útlagarnir bæði ilt og lítið fæði, og mundu flestir þeirra hafa dáið úr hungri, ef þeir eigi hefðu fengið mat í ýmsum þorpum á leiðinni. Eftir tvö ár og tíu daga kom hóprinn til Irkutsk. Var þá systur Suffczynskis skipað að fara heim aftr til Póllands og var ákveðið hverja leið hún skyldi fara. Suffezynski var settr í annan útlagaflokk og með honum fór hann þús- und mílna langan veg til Austr-Síberíu. þ>ar var hann tekinn til vinnu í kolanámu, fenginn páll og reka í hendr og færðr í flutningakláp 800 feta djúpt í jörð niðr. f>ar var hann síðan í 14 ár og sá aldrei dagsljós. í námunum var hungr og vesöld. Að jafn- aðartali lifðu útlagar þar ekki lengr enn tvö ár. Ef eitthvað þótti vanta á, að þeir hefðu leyst af hendi ákvæðisverk sín, vóru þeir látnir sæta hörð- ustu refsingu. Eigi höfðu þeir annað til matar enn hafrabrauð og fúlt námuvatn. Hungrið þrengdi svo að þeim, að þeir skáru holdið af volgum lik- um félaga sinna og átu eða söfnuðu handa sér. Gæzlumönnunum var kunnugt um þetta, og létu þeir það við gangast og horfðu á það eins og ekkert væri um að vera, og þegar mestr mann- dauði var í námunum, drógu gæzlumennirnir af skamtinum og sögðu við fangana, að þeir gætu sparað sér brauðið; þeir hefðu nóg af kjöti. Suffczynski átti til frænda að telja í Ame- ríku. þ>að var Pulaski hershöfðingi, er gat sér mikinn orðstír f frelsisstríði Ameríku-manna, og þing Bandamanna gaf honum allstórt landnám að að launum, þar sem nú er höfuðbærinn í Ohio. í>á er hann dó, vóru eignir hans 24 þús. dollara virði, og var fé það sett á vöxtu í rikissjóði. Árið 1876 skoraði fjárstjórn Bandamanna á erfingja Pulaskis að vitja arfs síns. Systir Suffczynskis fór þá til Washington. Hún hugði þá bróður sinn löngu dauðan, enn hún hitti í Washington rúss- neskan mann, er lét sér hugað um bróður henn- ar og skrifaði kunningja sínum í Pétrsborg fyrir- spurn um hann. Hann varð þess þá vís, að Suff- czynski var enn á lffi, og fékk nú því til vegar komið hjá stjórninni í Pétrsborg, að Suffczynski var laus látinn og gefnar upp sakir. Var hann nú fluttr til Varsjár og var full tvö ár á leiðinni, og þaðan til New-York á kostnað rússnesku stjórn- arinnar. Tóku þau systkin síðan við arfi sínum og lifa nú góðu lífi. Lögreglustjórniii í Pétrslborg boðaði í haust öllum veitingamönnum þá skipun, að taka skyldi burt úr veitingastofunum allar myndir af keisara og hýski hans, fyrir þá sök, að þar sem svo margir og misjafnir menn koma, er myndunum eigi sýnd hæfileg virðing, er margr gengr út og inn án þess að skeyta um að taka ofan. Sjálfsmorð. Á heimili einu í Leipzig réð alt fólkið sér bana í haust. |>að var kaupmaðr, og kona hans og börn. Hjónin höfðu hengt sig, enn tveir synir þeirra (10—12 vetra gamlir) lágu dauðir í rúmum sínum og vóru skornar sundr á þeim æðar, og svo höfðu þeir tekið inn eitr. Af bréfum, er fundust f húsinu, varð ráðið, að bjarg- arskortr hefði verið orsökin. Irúlofunarliringr. f>að var einu sinni piltr sem varð „bráðskotinn“ í stúlku eins og gerist. Hann kom sér ekki að þvi, að tala við hana eða biðja hennar, og vissi ekki hvað hann ætti að taka til bragðs. þ>á datt honum ráð í hug. Hann fór til gullsmiðs og keypti sér allrafallegasta trúlofunarhring, vafði hann í silkipappír og sendi hann stúlkunni og miða með, sem skrifað var á: „Er hann mátulegr?“ Með næsta pósti sendi hún honum miða og var skrifað á hann : „Hringrinn er mér alveg mátulegr“. Maðr úr sveit segir við Hallvarð hringjara i kaupstaðnum : „Hvernig líðr yðr núna, Hallvarðr minn? |>ér eruð alt af eins ern, þó fólkið sé að hrynja niðr í mislingunum tugum saman“. Hallvarðr: „Ojæja, það er alt af sama baslið fyrir mér; þó ég eignist stöku sinnum skilding, þá er þetta svo ósköp misjafnt; í fyrra var aldrei opnuð gröf að kalla, enn ég hefi dálítinn reyting þetta árið, ef nokkurt framhald yrði nú á því“. Ritstjóri og ábyrgðarmaðr: Valdimar Ásmundarson. Eigandi og útgefandi: Gunnlaugr Stefánsson. Reylcjavík: prentuð í ísafoldarprentsmiðju.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.