Fjallkonan - 13.02.1885, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 13.02.1885, Blaðsíða 4
12 FJALLKONAN. J það ætlunarverk, að reyna að koma á breyting- um á stjórnarskránni og yfir höfuð reyna að vekja áhuga alþýðu á stjórnmálum. f>essir menn hafa þegar samið reglur fyrir flokkinn og héldu i. des. fund að Múla til þess að ræða reglurnar og samþykkja þær. Flokkr þessi kallar sig „f>jóðlið íslendinga“, og eru nú reglurnar prentaðar og nefnast „Frumskrá og reglugjörð f>jóðliðs íslend- inga“. Flokkrinn skiftist í sveitir og fylkingar, og hefir því á sér nokkurskonar hermenskubrag. Meira um þetta síðar. Jón Sigurðsson alþingisfor- seti á Gautlöndum hefir nú samið áskorun um f>ingvallafund að sumri skömmu á undan alþingi, og sent alþingismönnum og fleiri mönnum, er styðja mundu málið. Er líklegt, að þessari áskor- un verði nú betr tekið enn þeirri i fyrra, er kom frá höfuðlausum her Vestfirðinga.“ ísafjarðarsýslu, 31. des. „Ostöðug tíð og umhleypingar af vestri oftast. Mest frost hér (í Ðýrafirði) 8 stig á R. 28. þ. m. Rigningar fjarska- legar ; nú orðið jarðlaust af áfreðum. Heilsufar 1' lakara lagi, þó fáir hafi dáið. — Bráðapestar vart hér sumstaðar“. Bréfkaíli. „.........1 Ula geðjast mönnum hér að grein hr. Oddgeirs Stephensens í 31. bl. Suðra f. á. Grein þessi verðr til þess að vekja óánægju og óþokka á stjórninni .... íslendinga hefir verið að dreyma síðan 1874 um nýtt frelsi og framfarir af dönskum stofni. Menn vænta eftir hlýindum úr suðrinu. Enn frelsissól Dana gengr all-lágt hjá þeim sjálfuin sem stendr. það er því eðlilegt, að geislar hennar falli mjög skáhalt á oss. Enda er grein hr. Oddgeirs ein nægilega skýr til að sýna oss þetta; nægileg til þess að sefa allar glæsivonir og táldrauma; má um hana segja: „fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott“. Greinin í „Suðra“ sýnir ljóslega, að stjórnin vill enn þá ein ráða öllu, og að vér megum enn berjast fyrir réttindum vorum sem fyrri. Enn Oddg. vill kenna oss að leggja árar í bát. Hann fer því fram, að vér eigum að hafa danska þingið oss til fyrirmyndar og leita sam- komulags við stjórnina eins og það gerir. Enn þótt satt væri, að þing Dana gerði svo sem hr. etazráðið segir, þá kemr það oss ekkert við. Enda er hér sá hængr á, að vér getum ei neytt samkomulags þótt vér vildum, því svo er fyrir séð, að stjórnin í landinu er ábyrgðarlaus, enn á- byrgðin er á pappírnum hjá ráðgjafa í öðru landi, langt í burtu. Enn við ábyrgðarlausa stjórn semr enginn, því að það er þýðingarlaust. f>að er hægra að segja oss að semja við stjórnina enn fyrir oss að gera það. Mér dettr í hug, að bezt og til- tækilegast þætti að alþingi í hvert sinn og það kemr saman og áðr enn það tekr til starfa skrif- aði stjórninni bréf sem allra auðmjúklegast og beiddi hana að segja sér, hvað henni væri nú þóknanlegast að þingið segði. Enn hvað ætti 1) Bréfritarimi fer fyrst ómjúkum orðum um blaðið „Heim- (lall“, enn vér böfum slept þeim; „sá dauði hefir sinn dóm með sér“; blaðið er þegar hætt að koma út. Ritstj. þingið að gera meðan það bíðr eftir svari frá stjórninni? Samþykkja frumvörp stjórnarinnar ó- breytt, vera svo í veizlum hjá landshöfðingja og eyða landsins peningum. Mér dettr í hug lagaskólamálið, af því að grein Oddg. nefnir það. J>að lítr helzt út fyrir, að stjórninni sé jafnmikið áhugamál að eyða því, sem oss er að hafa það fram. |>að er eins og hér vaki fyrir oss nokkuð líkt og forfeðrum vor- um með utanstefnurnar forðum. J>eim var svo illa við þær, að þeir af tóku þær öldungis í gamla sáttmála, og engan þarf að furða á því. Hvaðan komu þeir þjóðníðingar, er seldu landið í útlenda ánauð? .Skyldan og laðanin til laganáms erlendis eru nokkurskonar utanstefnur. Danskir íslending- ar eru ávöxtrinn. Stjórnin er hrædd um, að hún fái nokkurum kymblum minna af túninu, ef íslend- ingar hætta laganámi í Höfn. Dönsku íslending- arnir eru brúin, sem tengir saman bæði löndin, ísland og Danmörku. Höfðinu stinga þeir niðr í Danmörku, enn tylla niðr tánum á íslandi. Á þess- ari brú gengr stjórnin hingað norðr til vor. Vér höfum nú fyrir skömmu heyrt ámátlega rödd stjórnarinnar í þeirri Iitlu hljóðpípu hennar, er kallast „Suðri“. J>essi rödd hefir sagt: „íslend- ingar verða að taka því með þökkum, þó stjórnin synji lögum þeirra staðfestingar; vér danskir menn, sem búum í 300 mílna fjarska frá íslandi og höf- um aldrei séð Island né þekkjum ið minsta lands- háttu þar, og skiljum ekkert íslenzkt orð, vér vitum miklu betr enn íslendingar sjálfir, hvernig laga- setning skal haga á íslandi og höfum einnig vald til að ráða þar lögum og lofum, hvað sem eyjar- skeggjar segja eða alþing þeirra“. Fyrirspurnir til ritstjóra „Fjallk“. I. Herra ritstjóri! —Getið þér frætt mig um hver endir hafi orðið á máli því, er Gestr Pálsson höfðaði gegn Jóni Olafssyni, ritstjóra „|>jóðólfs“, í hitt ið fyrra út af því, að ritstjórinn gat þess í blaði sínu, að Gestr væri að reka af sér þjófnaðarorð ? Hreinsaði ekki Gestr sig röksamlega af orðróminum? Forvitinn. Svar: Jón leiddi sjö vitní, er öll sóru, að þau hefði heyrt orðróm þennan. Meðal vitnanna vóru tveir háttstandandi konunglegir embættismenn og þrír guðfræðingar. — Gestr lét síðan málið niðr falla; hélt aldrei lengra út í þá sálma. Ritstj. II. Hve nær kemr út það listilega (æsthe- tiska) tímarit, sem auglýst var í „Suðra“ í fyrra vetr og ritstj. átti að verða Gestr Pálsson, að sögn „Suðra“ færastr maðr á landinu til þess að gefa út slíkt tímarit? Leirskáld að vestan. Svar: Vér ætlum helzt að tímarit þetta liggi lengst í getnaðar skúmaskotinu hjá ritstj. „Suðra“. Liklega kemr það út í sama mund og Edda sú, sem flalldór K. fékk um árið styrk af almanna- fé til að gefa út. Ritstj. Ritstjóri og ábyrgðarmaðr: Váldimar Ásmundarson. Eigandi og útgefandi: G nnlaugr Stefánsson. Reykjavík: prentuð í ísatoldarprentsmiðju.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.