Fjallkonan


Fjallkonan - 01.09.1891, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 01.09.1891, Blaðsíða 3
1. september 1891. FJALLKONAN. 139 Fallin frumvörp. Þessi frumv. hafa fallið eða verið tekin aftr auk þeirra, sem áðr er getið: 35. um að seija jörðina Miðskóga í Miðdalahreppi, tek- ið aftr. 36. um lausamenn, tekið aftr. 37. um þingfararkaup alþingismanna, felt í neðri deild. 38. um breyting á íögum 19. febr. 1886 um utan- þjóðkirkjumenn. 39. um stofnun háskóla á Islandi. 40. um brunabótatrygging á íslenskum kaupstöð- um, verslunarstöðum o. fl.; þessi 3 síðasttöldu feld í efri d. 41. um afnám opins brjefs 26. sept. 1860, felt í sameinuðu þingi. jÞingscilyktana sem hafa verið gerðar 25 á þessu þingi, verðr siðar getið hinna helstu. Kristofer Janson. Skáldið Kristofer Janson í Ameriku (fæddr 5. maí 1841 í Björgvin) varð fimmtugr að aldri í vor. Hann má sanna, að þeir fá flestir sama byr hjá sam- tíð sinni, sem kenna öðruvísi enn lögskipað er eða fjöldinn er látinn fylgja, látinn, segjum vér, því oftlega fylgir alþýða manna venjum og því sem henni er sagt, ýmist vitandi eða óvitandi, eða hvort hún vill eða ekki. Kit Jansons eru orðin afar-mörg; má hann teljast meðal höfuðskörunga Norðmanna á þessari öld. Hann er skáld mikið, brennandi mann- vinr og framfaramaðr. Eins og kunnugt er, pré- dikar hann únítara kristindóm (sem forntrúaðir menn neita að sé kristindómr eðaKrists kenning og víða hatast við), og er því afar-illa ræmdr hjá hinum ráðriku og ströngu Norðmanna prestum þar vestra, sem með oddi og eggju binda samviskur landa sinna við bókstafstrú hinna elstu siðabótar- manna. Janson er og þeirra svarinn óvinr og hinn djarfasti og skæðasti í ritum og ræðum gegn allri hjátrú, ofsatrú og lögskipaðri kirkjutrú og vanatrú, enn einkum er hann æfr gegn gjörræði og samviskuó- frelsi klerka þar í landi. Kalla þeir hann eitrorm og antikrist og fyrirbjóða sínum sauðum undir banns pinu að kaupa eða lesa nokkra ræðu eða rit eftir hann. Hið alkunna tímarit hans „Sámanden“ (Sáðmaðrinn) er afar-frjálslegt, fróðlegt og vekj- andi rit, og er síst að undra þótt aðrar eins kenn- ingar komi lika við kaun margra landa vorra þar vestra, sem lesa þær. I „Berlinga tíðindum“ er starfi Jansons lýst á þessa leið: „Janson rifr miskunnarlaust niðr ýmsar kirkjunnar kenningar, enn kennir jafnframt prakt- iskan og lifandi kristindóm og starfar með lifi og sál að framförum og samkomuiagi í öllum félags- legum og stjórnlegum málum. Það erum vér—segir hann — sem eigum að skapa guðsríki á jörðunni. Hann skorar á alla að gerast stríðsmenn Jesú Krists, ekki með sveiði og ofbeldi, og ekki með tómum bænagjörðum og serimóníum, heldr í verki, þannig að vér fyrst lærum að þola ójöfnuð og að fyrirgefa, enn siðan að elska alla menn. Guðs faðerni og og mannkýnsins bræðralag er aðalinntak hans kenn- ingar. Eitthvert hans besta rit eru hinar Ijómandi fallegu greinar: „Jesú andlegu bræðr“, (Laó-Tse, Konfúsíus, Búddha, Zóróaster, Sókrates, Epictetus, Markús Aurelíus, Múhammed o. fl.). I því riti stækk- ar heldr þröngsýni okkar spurningakvers: þar blas- ir við hverju barnsauga hugsjónasaga mannkyns- ins í lifandi fyrirmyndum, og fyrir trúuðum sálum blasir enn meira, því guðs eilíf opinberun leiftrar þar og ljómar yfir öllurn þjóðum, miðiandi hverri þeirra með jafnri náð og miskunn ljósi, iífi og krafti, alt eftir eðli og þroska hverrar fyrir sig, enda þótt hjá Gyðingum einum fæddist sá, sem einum til- kemr nafnið heimsins ljós. Annað í tímariti Jansons, sem vegr að oss finst mikiu meira enn þótt hann leiki hart þær kreddur, sem honum þykja úreltar eða skaðlegar, eru hans sífeldu djörfu varnargrein- ir til hjálpar og hressingar öiium undirokuðum stéttum: verkaiýðnum, kvenfólkinu, sakamönnun- um; hefir og hvert hefti ótal fróðlegar sanninda- sögur. Eun er eitt einkennilega fróðiegt í „Sáð- manni“ Jansons: það eru hin mörgu nafniausu smá- bréf aftast í hverju hefti, þar sem lesendr hans í ýmsum sveitum, ríkjum og löndum skrifta fyrir honum um sáiarástand sitt, efastríð og ótal sam- viskuspursmál. I stöku bréfum fær Janson að vísu miklu meira af ávítum ogjafnframt stórskömmum, enn hin eru margfalt fleiri, sem lýsa hlýjum hug og miklu þakklæti fyrir hærri og huggunarfyliri skoð- anir, er þeir segjast hafa iært af honum. Hverjum sem þess æskir svarar Janson, oftast stutt og ljóst, og ætíð með auðsærri hreinskiini. I einu bréfi sínu skriftar hann sjáifr, segist hafa verið sanntrúaðr norskr „rétttrúar" maðr og stirðr konu sinni, sem þó hafi verið „mjög frjáls“ i skoðunum. Smásaman hafi sér samt orðið dimt fyrir augum „í hinni norsku þoku“, komist úr því í deilur við sína kæru landa og stokkið við það úr landi—aiveg eins og flest hin samtíðarskáldin Norðmanna. Kveða þau og öil hinn sama áfellisdóm yfir kirkjutrú og kierkastétt lands síns. Er þetta sorglegt enn satt—því sorgiegra sem hin norsku skáld þykja standa jafnfætis eða fremr bestu og andrikustu mönnum annara hinna ment- uðustu þjóða. Bera rit þeirra meiri siðgæðisblæ með sér, meiri alvöru og sannleiksást, meiri þjóð- legan framfárahug, einurð og skörungskap enn kveð- skapr og sögur nokkurra annara skálda í heimi, sem nú lifa og vér vitum um. Enn máske er þetta ekki eins sorglegt sem sýnist, mundi það ekki benda á — ekki að trúin sé að dofna og deyja í heiminum, heldr hitt, að hún eigi ekki lengr heima, uni ekki lengr í lokuðum húsum, heldr viiji hún út í ljós skynsemis og frjálsræðis og vilji hafa vald og myndugleika i fleiri höndum enn fáeinna presta. Prestr. Laus prestaköll. Um Skarðsþing sækir séra Guðlaugr Guðmundsson á Staðarhrauni; um Iiafns- eyri séra Pétr Jónsson á Hálsi og kand. ítichard Torfason; um Höskuldstaði kand. Jón Pálsson; um Kvíabekk kand. Emíl Guðmundsson; um Þöroddstað kand. Sigurðr Magnússon. Sigling á Hvammsfjörð. Gufuskip, sem versl- unarstjóri Thor Jensen í Borgarnesi hefir í förum, fór 13. júlí inn á Hvammsfjörð og lagðist fram undan Yestliðaeyri og affermdi sig þar að hálfu leyti. Aftr kom skipið þangað 29. júlí tilaðsækja

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.