Fjallkonan


Fjallkonan - 05.09.1893, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 05.09.1893, Blaðsíða 1
Nr. 36. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. Skrifstofa og: afgreiðsla: Þinghoitsstr. 18. X. ár. m FJAI LKONAN. Auglýsingar odýrri enn í öSrum blöíum. Reykjavík, 5. sept. Í893. Dppsögn skrifleg fyrir 1. okto'ber. Útlendar fréttir. (Frá fréttaritara]. Kaupmannahöfn, 22. ágúst. Noregr. Stórþiugið heíir samþykt frumvarp um að færa niðr lífeyri konuugs og konungsefnis, konungs um 80 þús. kr. og konungsefnis um 50 kr. Þótt Emil Stang þættí súrt í brotið, kvaðst hann þó mundu fara fram á þetta við konung. — Borðfé ráðherraforsetans norska í Kristjaniu og Stokkhóími hefir og þingið afnumið. Yinstrimenn vilja þannig sýna stjórninni í tvo heimana, að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendr. Þeir eru í meiii hluta í stórþinginu, og vilja því eigi láta stjórnina knésetja sig. — Það fréttist seinast til Friðbjófs Nansens, að hann lagði á stað frá Yardö 22. júlí á leið til Novaja Semlja. Svíþjóð. Kosningar fara nú fram til ríkisdags- ins og gerist ekkert söguiegt þar. Danmörk. Hinn 17. maí 1890 skipaði innan- ríkisráðgjafinn 25 menn í nefnd til að endrskoða atvinnulögin og koma fram með breytingartillögur við þau. Nefndin hefir nú lokið starfa sínum, og er nefndarálitið allmikið mál. Þykja tillögurnar að ýmsu leyti allófrjálslegar; einkum virðist að mörgu ieyti krept að frelsi verzlunarfélaganna og iðnaðarmanna. — í blaði einu hér í bænum er sagt, að ferðamannafélagið danska ætli að semja við gufu- skipafélagið um að senda eitt gufuskip til Keykja- víkr einu sinni á sumri hverju til þess að flytja útlenda ferðamenn. Þýzkaland. Hinn 15. júli samþykti ríkisdagr- inn herlagafrumvarpið með 16 atkvæða mun. Að því búnu var þingi slitið, og hafði það þá staðið tæpan hálfan mánuð. Herbert Bismarck hólt þar hina fyrstu þingræðu sína. Hugðu menn, að hann mundi greiða atkvæði á móti frumvarpinu, því öllum er kunnugt, að Bismarck gamli hefir verið Caprivi og Yilhjálmi keisara óþarfr, bæði í því máli og öðrum, enn það fór á aðra leið. Hann kvaðst fúslega gefa því atkvæði sitt. Lítið þótti kveða að ræðu hans. Eins og gefr að skilja, eru þeir keisari og Caprivi í sjöunda himni út af úr- slitum máls þessa. Fjármálaráðgjafar sambands- ríkja Þýzkalands hafa átt fund með sór í Frakka- furðu við Mainz-fljót. Fjárhagr Þjóðverja er eigi sem beztr, og þegar nú herlögin nýju komast á, þá aukast útgjöldin um marga tugi miljóna króna árlega. Káðgjafafundr þessi var haldinn til þess að ræða fjármál Þjóðverja. — Fulltrúar Rússa og Þjóð verja hafa um marga undanfama mánuði setið á ráðstefnu, til þess að ræða tollsamningsmál milli ríkja þessara. Eigi varð þó af samningum og kvaddi Rússastjórn tollsendiherra sína heim. 1. ágúst lét Rússakeisari það boð út ganga, að leggja skyldi hæsta útflutningstoll á þýzkar vörur. Þjóðverjar vóru eigi seinir til svara, og lögðu þegar 50 aura toll á hvert krónuvirði af rússneskum vörum. Yerzl- unarviðskifti hafa verið mikil á milli ríkja þessara, og verðr tollstríð þetta því tilfinnanlegt, et það stendr lengi. Líkur eru þó til þess, að tilraun verði gefð aftr nú í haust til að koma tollsamn- ingum á. — Á Þýzkalandi er, eins og víðar, all- mikill flokkr manna, sem ofsækja Q-yðinga á allar lundir. Einn af forsprökkum þeirra er Stöcker hirðprestr. Nú er samkomulagið í flokki þessum farið út um þúfur, og þykir mótstöðumönnum Stöckers hann vera of vægr við G-yðinga. Hitt mun þó sannara, að vegr Gryðingahataranna er á förum. Fáfræði, ófrelsi og ánauð hafa verið þeim örugg vopn í baráttu þeirra, enn aftr á móti er mentun og mannúð skaðvænustu óvinir þeirra. Frakkland. Kosningum er nú að mestu lokið. Konungssinnar hafa mjög týnt tölunni. Boulanger- sinnar eru algerlega dottnir úr sögunni, að minsta kosti um stundarsakir. — Leó páfi 13. sendi páfa- bróf til Frakka skömmu á undan kosningunum. Skoraði hann á þá að styrkja þjóðveldið eftir megni, og fór allhörðum orðum um konungssinna og klerka, sem reyndu eftir mætti að veikja þjóðveldið. Kvað hann þá furðu djarfa, að breyta þvert á móti boð- um sínum. Leó páfi 13. er frjálslyndr að sumu leyti. Sérstaklega hefir hann látið sér ant um að bæta kjör verkmannalýðsins. Hefir hann sýnt það oftlega nú á seinni árum. Þannig hafa ka- þólskir klerkar á Þýzkalandi bundizt í félagsskap til þess að bæta kjör verkmanna, og er það að tilhlut- un páfa. Furðu sætir það, að ekki er getið um nein veruleg samtök meðal hinna lútersku embætt- isbræðra þeirra í líka stefnu. Jaínaðarmaniiaþingið í Ziirich. Jafnaðarmenn úr flestum löndum komu saman í Zurich 6. ágúst. Yóru þar saman komnir 8 þúsund fulltrúar. Þar vóru rædd hernaðarmál meðal annars. Yóru þingmenn samhuga á því, að styrjaldir væru þjóðunum til niðrdreps. Hinn bezti vegr til þess að efla frið- sæld og velmegun þjóðanna væri sá, að berjast á móti auðkýfingunum. Þingið stóð í 8 daga. Þeg- ar í þingbyrjun var stjórnleysingjum vísað á braut, og urðu þeir óðir og uppvægir af þvi. England. Eins og getið hefir verið um í síðasta fróttabrófi til Fjallk., skyldi aðalumræðu sjálfstjórn- arlaganna írsku lokið 27. júlí. Þetta varð og, þrátt fyrir allan mótþróa íhaldsmanna. Öldungrinn Grlad- stone gaf þeim góð og gild svör, mótstöðumönn- um sinum. Seinasta daginn var verið að ræða um fjárhagsmál íra. Færðist Chamberlain þá í jötun- móð og valdi Grladstone og flokksmönnum hans mörg hrakyrði. Kvað hann þá fylgja honum um- hugsunarlaust. Hann væri eins og nokkurs konar guð þeirra. Heyrðist þá kall úr horni: „Júdas!“ Eins og kunnugt er, var Chamberlaiu éðr einn af öflugustu forvígismönnum framsóknarmanna og vinr Gladstones. Varð nú háreysti mikil og loks börð-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.