Fjallkonan


Fjallkonan - 13.11.1895, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 13.11.1895, Blaðsíða 3
13. nóvember 1895. FJALLKONAN. 187 Hún benti fingri til himins og svaraði með dimm- um róm: .Allha! Allha! Domentí Bek!’ Þegar furstinn heyrði sitt sanna nafn, hrökk hann saman af hræðslu, enn þó stilti hann sig og spurði hana, hvort hún og hyski þetta ætlaði. tTil Kutais í Imereth’, svaraði hún. ,Rétt!’ sagði Dimitri í reiði, (ég er Domentí fursti. Enn komi nafn mitt nokkurntíma yfir þínar varir, þá læt ég sauma þær saman með glóandi nál, og alt ykkar illþýði skal verða hengt’. Zigeunar biðu ekki næsta morguns, þeir tóku þegar saman tjöld sín og fóru burt. Þau þrjú í kof- anum vóru nú laus við þessi vítis-börn. Dató horfði niðr á tær sínar, kona hans hlakkaði hálfvegis til að verða rík, enn var líka hálfhrædd við hinn tigna gest, sem var í bæ hennar. Dimitri var svipþungr og þegjandalegr og hugsaði um spádóm flökkukind- arinnar. Það er af Grigory að segja, að hann var nú alt í einu orðinn frábitinn vínföngum, enn það er fágæt dygð hjá Georgíumönnum. Hann kom aldrei framar í veitingahúsin, og var oft á gaugi hjá Zíonskirkj- unni og var svo fálátr, að varla fékst úr honum orð. Stundum mátti sjá hann með stóreflis fílabeins talna- band, og lét hann fingrna leika hugsunarlaust á töl- unum. Sumir köstuðu að honum spottglósum, enn hann skeytti því alls ekki. Sú var meiningiu að hann hafði helgað sig málefni furstans með lífi og sál og var allstaðar á vaðbergi, að heyra og sjá. Hann fór iðulega með matvæli og fréttir til að færa herra sínum í kofa Datós. (Frh.). Fjárkaup Thordals. Hr. Thordal er nú að fara héðan með um 3000 fjár. Hefir gefið vel fyrir féð; kr. 12—18 fyrir kindina. — Auk þess hefir hann keypt eitthvað af íslenzkum vörum. Hann skilr hér eftir 1400 fjár, sem hann gerir ráð um að sækja í desember. Með því að hr. Sigf. Eymundsson (Mr. Franz) hefir og keypt nokkur þúsund fjár bæði hér og nyrð- ra er vonandi að talsvert sé bætt úr peningaskortin- um í þeim héruðum landsins, þar sem féð hefir selt verið í haust. Ræður í stúdentafélaglnu. Það hefir ekki verið venja að geta um það í blöðunum, sem fram hefir farið á stúdentafélagsfundum, enn nú fyrir skömmu hefir Isaf. og Þjóðblfr brugðið út af því með því að birta nokkuð af fyrirlestri hr. Guðm. Björns- sonar læknis. — Af útlendum sjúkdómum, sem eru að gerast hér innlendir, þótti honum einna mestr ótti standa af lungnatæringu, eins og áðr er getið, og Jsaf. og Þjóð. hafa tekið fram í iengra máli, enn báðum þeim blöðum hefir gleymzt að geta þess, að læknirinn nefndi tvo aðra sjúkdóma, sem hætt væri við að yrðu hér innlendir: (franzós’ og (gonorrhée’, og kvað hann þörf á, að hafa strangar gætur á, að þessir sjúkdómar næðu ekki útbreiðslu. Hr. Eiuar Benediktsson hefir haldið pólitískan fyrirlestr í stúdentafélaginu nú fyrir skömmu, og er ekki vonlaust um að FjallJc. geti síðar flutt einhverja mola af því góðgæti, sem hann bar þar á borð. Um Yestr-íslendinga er sagt að hr. Einar Hjörleifsson hafi haldið fyrirlestr, sem jafnvel mun vera prentaðr. Um efnið er ókunnugt, annað enn það sem (Þjóðólfr’ segir, og er þar sagt, að lesarinn hafi lofað mjög gengi íslendinga í Am. — Ekki er vert að synja fyrir, að það kunni að vera rétt hermt; enn víst er, að Vestríslendingar eru ekki skilríkari enn samlandar þeirra hér heima, í viðskiftum, þótt ekki vanti gullið og gengið, því mjög fáir af þeim borga skuldir sínar hér heima, og er þetta talað í nafni mikils þorra manna. Aflalaust má kalla hér við Faxaflóa; að eins reytingr af ýsu og þyrsklingi í Garðssjó. — Austan- fjalls (á Eyrarbakka og Stokkseyri) hefir verið góðr afli nú um tíma. — Síldarafli hefir verið hér tölu- verðr inn á Reykjavíkrhöfn undanfarna daga, enn því miðr hafa menn hér lítið af veiðarfærum til að nota sér þá veiði. Bráðapestin er farin að gera vart við sig bæði nyrðra og austr í Árnessýslu. Dáinn er seint í október Helgi Eiríksson bóndí í Villingaholti í Árnessýslu. (Hann var merkr maðr og lengi hreppstjóri í Villinga’noltshreppi, enn var nú fyrir nokkrum árum orðinn heilsuveikr og hafði mist sjónina og iátið af búskap. Kona hans var Guðlaug Jónsdóttir frá Kópsvatni (ein af hinum merku Kóps- vatnssystkinum) Einkadóttir þeirra, Kristrún, býr nú í Villingaholti, gift Jóni trésmið Gestssyni frá Vör- sabæ. ---•-*«=*=«"- Nýtt rit sent Fjallk. Dœmisögur Esóps, þýðing eftir Steingr. Thorsteinsson, Rit þetta hefir verið álitið allmerkilegt, og sér- staklega mun það vera hentugt sem barnabók. — Þeirra er mikil þörf hér á landi, því að vér höfum engar góðar barnabækur, fyrir utan stafrófskverin, sem eru þó ekki eins og vera ætti. — Aílar tilraun- ir, sem gerðar hafa verið hér á landi til að gefa út bækr handa börnum, hafa farið út um þúfur; bækr- nar hafa verið lítt brúklegar. Þetta kemr af því, að svo fáir þekkja hugsunarhátt barnanna. Nýir kaupendr FJALLKONUNNAR fyrir næsta ár, 1896, sem eiga heima í Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Gull- bringu- og Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu geta fengið allan árg. Fjallkonunnar þetta árið (1895) dkeypis og kostnaðarlaust sendan, og að auki: Sögusafn Fjallk. I. og II. (8—10 arka rit). Þeir sem útvega nýja kaupendr fá svo góða kosti, að engin dæmi eru til slíks. Sveitamenn eru beðnir að koma við í Þingholts- stræti 18 og tala við blaðstjórann. Fyrirlestr um Sveitalífiö og: Reykjavíkrlífið er til sölu hjá útgefanda Fjalikonunnar og kostar 40 aura.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.